Hólmbert Aron Friðjónsson
Hólmbert Aron Friðjónsson
Framherjinn Hólmbert Aron Friðjónsson er í viðræðum við Stjörnuna en hefur ekki tekið ákvörðun um hvort hann vilji yfirgefa KR. Morgunblaðið hafði samband við Hólmbert sem staðfesti að hann væri í viðræðum. „Ég er að skoða mín mál.

Framherjinn Hólmbert Aron Friðjónsson er í viðræðum við Stjörnuna en hefur ekki tekið ákvörðun um hvort hann vilji yfirgefa KR.

Morgunblaðið hafði samband við Hólmbert sem staðfesti að hann væri í viðræðum.

„Ég er að skoða mín mál. Það er ekkert ákveðið ennþá, þetta er bara í farvegi,“ sagði Hólmbert við Morgunblaðið í gær.

Spurður um hvort fleiri valkostir séu í stöðunni sagði Hólmbert svo ekki vera. Valið stæði milli þess að fara í Stjörnuna eða vera áfram hjá KR.

KR hefur samþykkt tilboð Stjörnunnar í Hólmbert að sögn Almars Guðmundssonar, formanns knattspyrnudeildar Stjörn-unnar, en hann gat ekki gefið meira upp.