Lögregla Málið er á viðkvæmu stigi.
Lögregla Málið er á viðkvæmu stigi. — Morgunblaðið/Malín Brand
Mál pilts sem fannst nakinn á götu í miðbæ Reykjavíkur aðfaranótt þriðjudags er á viðkvæmu stigi, að sögn lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Lögreglan vill ekki gefa upp hvort grunsemdir séu um að piltinum hafi verið misþyrmt, að því er kom fram á Rúv.

Mál pilts sem fannst nakinn á götu í miðbæ Reykjavíkur aðfaranótt þriðjudags er á viðkvæmu stigi, að sögn lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu.

Lögreglan vill ekki gefa upp hvort grunsemdir séu um að piltinum hafi verið misþyrmt, að því er kom fram á Rúv.is. Fatnaður piltsins fannst skammt frá honum. Grunur leikur á að honum hafi verið byrluð ólyfjan.

Enginn hefur verið yfirheyrður í tengslum við málið og er lögreglan að kanna eftirlitsmyndavélar á svæðinu.

Pilturinn, sem er 17 ára bandarískur ferðamaður, hafði verið á kaffihúsi en síðar um nóttina sá leigubílstjóri hann nakinn úti á götu og var hann í framhaldinu fluttur á Landspítalann til aðhlynningar.