Kapellan á Kirkjubæjarklaustri.
Kapellan á Kirkjubæjarklaustri. — Ljósmynd/Gísli Sigurðsson
Orð dagsins: Jesús grætur yfir Jerúsalem.
ÁRBÆJARKIRKJA | Helgistund kl. 11. Barn borið til skírnar. Sr. Petrína Mjöll Jóhannesdóttir þjónar og prédikar. Félagar úr kór Árbæjarkirkju syngja og organisti er Krisztina Kalló Szklenár.

ÁSKIRKJA | Messa kl. 11. Skírn. Sr. Sigurður Jónsson sóknarprestur prédikar og þjónar fyrir altari ásamt Kristnýju Rós Gústafsdóttur djákna. Kammerkór Áskirkju syngur. Organisti er Magnús Ragnarsson.

Dómkirkja Krists konungs, Landakoti | Messa á sunnud. kl. 8.30 á pólsku, kl. 10.30 á íslensku, kl. 13 á pólsku og kl. 18 á ensku. Virka daga kl. 18 og má., mi. og fö. kl. 8, lau. kl. 16 á spænsku og kl. 18 er sunnudagsmessa.

DÓMKIRKJAN | Messa kl. 11, séra Hjálmar Jónsson prédikar og þjónar fyrir altari. Dómkórinn og organisti er Douglas. Minni á bílastæðin gegnt Þórshamri.

GARÐAKIRKJA | Guðsþjónusta kl. 20. Hulda Hrönn Helgadóttir héraðsprestur prédikar og leiðir stundina. Bjartur Logi Guðnason organisti leiðir tónlistina.

GRAFARVOGSKIRKJA | Sumarkaffihús í kirkjunni 31. júlí kl. 11. Þetta er hefðbundin guðsþjónusta en boðið er upp á kaffi meðan á guðsþjónustunni stendur og setið til borðs eins og á kaffihúsi. Litabækur og litir eru í boði fyrir börn og fullorðna. Séra Guðrún Karls Helgudóttir prédikar og þjónar fyrir altari. Hákon Leifsson er organisti og forsöngvari leiðir safnaðarsöng.

GRENSÁSKIRKJA | Vegna sumarleyfa er Grensáskirkja lokuð til 12. ágúst. Bent er á guðsþjónustur í öðrum kirkjum.

HAFNARFJARÐARKIRKJA | Ekki er messað í Hafnarfjarðarkirkju á sunnudag en bent er á helgistund í Garðakirkju sunnudaginn 31. júlí kl. 20.

HALLGRÍMSKIRKJA | Messa kl. 11. Sr. Irma Sjöfn Óskarsdóttir prédikar og þjónar fyrir altari ásamt hópi messuþjóna. Félagar úr Mótettukór Hallgrímskirkju syngja. Organisti er Steinar Logi Helgason. Sögustund fyrir börnin. Ensk messa kl. 14 í umsjá sr. Kristínar Þórunnar Tómasdóttur. Alþjóðlegt orgelsumar, tónleikar laugard. kl. 12 og sunnud. kl. 17. Douglas Cleveland frá Bandaríkjunum leikur. Hádegistónleikar Schola cantorum miðvikud. kl. 12. Orgeltónleikar fimmtudag kl. 12.

HÁTEIGSKIRKJA | Messa kl. 11. Organisti er Katalin Lorincz. Prestur er sr. Helga Soffía Konráðsdóttir.

MELSTAÐARKIRKJA | Efra-Núpskirkja

Messa verður í kirkjunni 30. júlí kl. 14. Sr. Solveig Lára Guðmundsdóttir vígslubiskup prédikar, sóknarprestur þjónar ásamt sr. Gylfa Jónssyni fyrir altari. Organisti er Pálína F. Skúladóttir. Almennur söngur með þátttöku allra kirkjugesta. Eftir messu verður kirkjukaffi og er öllum frjálst að leggja til veitingar.

NESKIRKJA | Messa kl. 11. Félagar úr Kór Neskirkju leiða safnaðarsöng. Prestur er sr. Steinunn A. Björnsdóttir. Danskur stúlknakór, Frederiksberg Sogn Pigekor, flytur tónlist í messunni undir stjórn Lis Vorbeck. Organisti Frederiksberg-kirkju, Allan Rasmussen, annast undirleik í messunni. Kórinn syngur á tónleikum í Neskirkju kl. 17 sama dag. Kaffihressing eftir messu að vanda.

SELTJARNARNESKIRKJA | Helgistund kl. 11. Sr. Frank M. Halldórsson sér um stundina. Kaffiveitingar og samfélag eftir athöfn.

SKÁLHOLTSDÓMKIRKJA | Messa kl. 11. Sr. Egill Hallgrímsson sóknarprestur annast prestsþjónustuna. Organisti er Jón Bjarnason.

Í messunni flytur Nordic Affect tónlist frá sumartónleikum helgarinnar.

ÞINGVALLAKIRKJA | Messa, úti og inni kl. 14. Sr. Egill Hallgrímsson annast prestsþjónustuna. Ef veður leyfir verður fyrri hluti messunnar undir berum himni fyrir ofan grafreitinn, við Skötutjörn, en síðari hlutinn í kirkjunni. Organisti er Guðmundur Vilhjálmsson sem einnig leikur á básúnu ásamt börnum sínum; Laufeyju Sigríði á trompet og Vilhjálmi á básúnu.

(Lúk. 19)

(Lúk. 19)