Yelena Isinbayeva
Yelena Isinbayeva
Rússneski stangastökkvarinn Yelena Isinbayeva fær ekki keppnisrétt á Ólympíuleikunum í Ríó samkvæmt úrskurði Alþjóðafrjálsíþróttasambandsins (IAAF). Hún segir að beiðni hennar um undanþágu hafi verið hafnað af sambandinu.

Rússneski stangastökkvarinn Yelena Isinbayeva fær ekki keppnisrétt á Ólympíuleikunum í Ríó samkvæmt úrskurði Alþjóðafrjálsíþróttasambandsins (IAAF). Hún segir að beiðni hennar um undanþágu hafi verið hafnað af sambandinu.

Hin 34 ára Yelena Isinbayeva er tvöfaldur Ólympíumeistari í stangarstökki, þrefaldur heimsmeistari og á núverandi heimsmet í greininni. Hún hefur áður sagt að hún leggi skóna á hilluna fái hún ekki keppnisrétt á Ólympíuleikunum í Ríó. Síðasta sunnudag úrskurðaði Alþjóðaólympíunefndin gegn allsherjarbanni á rússneska íþróttamenn en tiltók að þeim sem komu fyrir í McLarenskýrslunni um lyfjanotkun yrði meinuð þátttaka í Ríó.