Samningur Sjómannasambandsins og Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi, áður LÍÚ, höfðu verið lausir frá því í janúar 2011 þegar samningar náðust á sunnudag. Þrátt fyrir það hafa kaupliðir á tímabilinu að mestu verið uppfærðir í samræmi við kjaraþróun.

Samningur Sjómannasambandsins og Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi, áður LÍÚ, höfðu verið lausir frá því í janúar 2011 þegar samningar náðust á sunnudag. Þrátt fyrir það hafa kaupliðir á tímabilinu að mestu verið uppfærðir í samræmi við kjaraþróun.

Með hlutaskiptum á fiskiskipum hafa verð fyrir afurðir á erlendum mörkuðum og gengisbreytingar bein áhrif á laun sjómanna og afkomu útgerðar. Síðustu misseri hefur krónan verið sterk og hefur það rýrt það sem komið hefur í hlut bæði sjómanna og útgerðar. Staðan var mun hagstæðari báðum aðilum fyrir 3-4 árum.