Rekstrartekjur sjávarútvegs námu 369 milljörðum í fyrra og jukust um tæp 4% milli ára. Tekjur ferðaþjónustunnar voru hins vegar heldur meiri, eða 479 milljarðar , og jukust um nær 12% frá árinu 2014.

Rekstrartekjur sjávarútvegs námu 369 milljörðum í fyrra og jukust um tæp 4% milli ára. Tekjur ferðaþjónustunnar voru hins vegar heldur meiri, eða 479 milljarðar , og jukust um nær 12% frá árinu 2014. Þetta má lesa út úr tölum Hagstofunnar um veltu fyrirtækja.

Greiddur arður í sjávarútvegi nam 15 milljörðum á síðasta ári, en 11 milljörðum í ferðaþjónustu . Rekstrarfjármunir í sjávarútvegi voru 157 milljarðar en 172 milljarðar í ferðaþjónustu.

Skuldir sjávarútvegs námu 388 milljörðum í árslok í fyrra en skuldir ferðaþjónustunnar voru 262 milljarðar.

Velta í viðskiptahagkerfinu, utan lyfjaframleiðslu og fjármálastarfsemi, var um 3.700 milljarðar króna í fyrra. Árið 2014 var veltan 3.400 milljarðar.