Eimskip Hagnaður fyrstu 9 mánaða ársins nemur nær 2,5 milljörðum.
Eimskip Hagnaður fyrstu 9 mánaða ársins nemur nær 2,5 milljörðum. — Morgunblaðið/Rósa Braga
Hagnaður Eimskipafélagsins á þriðja ársfjórðungi nam 9,4 milljónum evra eftir skatta, eða sem svarar rúmlega 1,1 milljarði króna. Á sama fjórðungi í fyrra var hagnaður félagsins 8,5 milljónir evra. Þetta kemur fram í afkomutilkynningu til Kauphallar.

Hagnaður Eimskipafélagsins á þriðja ársfjórðungi nam 9,4 milljónum evra eftir skatta, eða sem svarar rúmlega 1,1 milljarði króna. Á sama fjórðungi í fyrra var hagnaður félagsins 8,5 milljónir evra. Þetta kemur fram í afkomutilkynningu til Kauphallar.

Rekstrartekjur námu 134,1 milljón evra á fjórðungunum, eða um 16,2 milljörðum króna. Er það 3,4% vöxtur tekna frá sama tímabili í fyrra.

EBITDA félagsins á þriðja fjórðungi nam 17,8 milljónum evra, eða rúmlega 2,1 milljarður, sem er 1,4 milljónum evra meira en á sama fjórðungi fyrra árs. Heildareignir námu tæpum 380 milljónum evra í lok tímabils en voru rúmlega 370 milljónir evra við lok sama tímabils í fyrra. Eiginfjárhlutfall félagsins var 63,3%.

Á fyrstu 9 mánuðum ársins var hagnaður Eimskips tæpar 20 milljónir evra, en hann var 15,5 milljónir á sama tíma í fyrra.

Samhliða uppgjörinu hefur félagið breytt afkomuspá sinni og gerir ráð fyrir að EBITDA verði á bilinu 52-55 milljónir evra á þessu ári, en hafði gert ráð fyrir 49-53 milljónum.

jonth@mbl.is