Svanfríður Jónasdóttir, fyrrverandi bæjarstjóri og alþingismaður, afhenti Valrós viðurkenninguna góðu.
Svanfríður Jónasdóttir, fyrrverandi bæjarstjóri og alþingismaður, afhenti Valrós viðurkenninguna góðu.
Á Fiskideginum mikla 2017 á Dalvík er fastur liður að heiðra fólk, starfsemi eða fyrirtæki sem hafa skipt sérstöku máli varðandi sjávarútveg á Dalvík og jafnvel víðar. Að þessu sinni var heiðruð Valrós Árnadóttir sjómannskona.

Á Fiskideginum mikla 2017 á Dalvík er fastur liður að heiðra fólk, starfsemi eða fyrirtæki sem hafa skipt sérstöku máli varðandi sjávarútveg á Dalvík og jafnvel víðar. Að þessu sinni var heiðruð Valrós Árnadóttir sjómannskona.

Sjómannskonan skiptir miklu máli í sjávarútvegssamfélaginu, segir í frétt frá aðstandendum Fiskidagsins. Konan sér um heimili og fjölskyldu í fjarveru sjómannsins og hún hefur einnig í gegnum tíðina unnið úr þeim afla sem á land berst og verið þannig mikilvæg fyrir atvinnulífið. Valrós giftist ung sjómanni og átti fjögur börn þegar hún missti mann sinn, Jóhann Helgason, sem var á bátnum Val EA, í hamfaraveðrinu 9. apríl 1963. Eftir það varð hún að axla ein þá ábyrgð að halda heimili og koma börnum sínum upp.

Lífið öruggara og betra

„Valrós er fulltrúi þeirra mörgu kvenna sem urðu sjómannskonur og einnig þeirra sem urðu sjómannsekkjur. Betri aðbúnaður, samskiptatækni og meiri öryggisráðstafanir gera líf sjómannskonunnar öruggara og betra, ekki síður en sjómannsins,“ segir í tilkynningu.

Af þessu tilefni fékk Valrós afhent heiðursskjal og einnig verðlaunagrip sem hannaður er og smíðaður af Jóhannesi Hafsteinssyni, hagleiksmanni úr Miðkoti við Dalvík.

sbs@mbl.is