— Morgunblaðið/Árni Sæberg
Rútína er komin í líf landans, nú þegar skólastarf er hafið og flestir farnir til vinnu eftir sumarfrí.
Rútína er komin í líf landans, nú þegar skólastarf er hafið og flestir farnir til vinnu eftir sumarfrí. Á morgnana er stríð umferð bíla úr íbúðarhverfum höfuðborgarbyggða á atvinnusvæðin og aftur öfugt síðdegis þegar vinnudegi lýkur, eins og sást vel þegar ljósmyndari Morgunblaðsins flaug dróna sínum í gær yfir gatnamót Miklubrautar og Bústaðavegar. Nánast allir stefndu í austur og verða bílalestir því oft langar. Bið á gatnamótum eða á meðan umferðarteppur rakna upp getur tekið tíma og meðan á því stendur er mikilvægt að sýna þolinmæði.