Silla ásamt föður sínum.
Silla ásamt föður sínum.
Þegar Morgunblaðið náði tali af Sillu var hún stödd á línuveiðum á Skagafirði.

Þegar Morgunblaðið náði tali af Sillu var hún stödd á línuveiðum á Skagafirði. Með henni í för var Hartmann Páll Magnússon, Palli í Pardus, faðir Sillu, en hann hefur stundað útgerð á Hofsósi í hátt í 50 ár ásamt því að hafa stofnað og rekið bíla- og búvélaverkstæðið Pardus til 2013.

„Veiðarnar ganga bara mjög vel og erum við að henda aflanum um borð í bátinn í þessum töluðu orðum,“ segir hún.

„Ég nýt þess mjög að vera úti í náttúrunni og það eru alger forréttindi að geta skroppið út á sjó og tekið smá frí frá öllum látunum. Og ætli það sé ekki ein helsta ástæða þess að hægt er að finna tengsl við náttúruna í myndunum mínum,“ segir Silla.