H&M Skiltið á Lækjartorgi
H&M Skiltið á Lækjartorgi
Það voru mistök hjá umhverfis- og skipulagssviði Reykjavíkurborgar að heimila H&M-auglýsingu á Lækjargötu.

Það voru mistök hjá umhverfis- og skipulagssviði Reykjavíkurborgar að heimila H&M-auglýsingu á Lækjargötu. Í skriflegu svari Reykjavíkurborgar við spurningu Morgunblaðsins um kostnað við auglýsingar á borgarlandi segir að „auglýsingar eru ekki leyfðar, þetta tilfelli var mistök“.

Stuttu síðar sendi Reykjavíkurborg frá sér fréttatilkynningu þess efnis að skiltið yrði fjarlægt. Í tilkynningunni segir að málið hefði þurft frekari umfjöllun, þar sem um álitaefni sé að ræða. „Reykjavíkurborg hefur átt mjög gott samstarf við H&M eftir að mistökin voru ljós og vinnur H&M nú að því að finna nýja staðsetningu fyrir auglýsinguna.“

Þá kemur einnig fram að unnið sé að endurskoðun á ferlum og bættu verklagi í samræmi við reglur um afnot af borgarlandi vegna skilta og útstillinga, m.a. með innleiðingu á öflugu leyfiskerfi. mhj@mbl.is