Hafnartorg Myndin t.v. sýnir upphaf framkvæmda við nýja torgið haustið 2016. Tollhúsið er greinilegt í bakgrunni. Myndin t.h. er tekin nú í vikunni. Sjónlínan til Tollhússins er horfin.
Hafnartorg Myndin t.v. sýnir upphaf framkvæmda við nýja torgið haustið 2016. Tollhúsið er greinilegt í bakgrunni. Myndin t.h. er tekin nú í vikunni. Sjónlínan til Tollhússins er horfin.
[ Smellið til að sjá stærri mynd ]
Hið nýja Hafnartorg í Reykjavík er smám saman að taka á sig mynd. Með tilkomu stórhýsanna sem þar rísa verður veruleg breyting á ásýnd miðbæjarins á þessum slóðum. Ljósmyndirnar hér að ofan sýna þau miklu umskipti sem orðið hafa á aðeins einu ári.

Hið nýja Hafnartorg í Reykjavík er smám saman að taka á sig mynd. Með tilkomu stórhýsanna sem þar rísa verður veruleg breyting á ásýnd miðbæjarins á þessum slóðum. Ljósmyndirnar hér að ofan sýna þau miklu umskipti sem orðið hafa á aðeins einu ári. Myndin til vinstri er tekin þegar framkvæmdir voru nýhafnar fyrir réttu ári, haustið 2016. Myndin til hægri er tekin í vikunni.

Hugmyndin er að byggingarnar á Hafnartorgi og sú starfsemi sem þar fer fram tengi saman gamla miðbæinn og tónlistar- og menningarstarfsemina í Hörpu. Þarna munu rísa sjö mismunandi byggingar, þar á meðal hótel og banki, og almenningsrými á milli þeirra sem á að örva hreyfingu í gegnum svæðið frá aðliggjandi stöðum.

Hafnartorgið mun mæta vaxandi þörf á húsnæðisrými í miðbænum með verslunum, kaffihúsum og veitingastöðum, ásamt um 70-80 íbúðum af ýmsum stærðum og nútíma skrifstofum í um 6.400 fermetra rými.Verslunar- og þjónusturýmið í byggingunum verður um 8.000 fermetrar.

Göngugata verður á Hafnartorgi.og eru hugmyndir uppi um að sú gata liggi frá Lækjargötu, vestur í gegnum Hafnartorg og áfram í gegnum Kolaportið. Gatan hefur enn ekki fengið nafn, en Kolastræti gæti komið til greina.

Skipulag og hönnun Hafnartorgs er í höndum fyrirtækjanna ÞG Verk og PK Arkitekna. Rými á jarðhæð nýju bygginganna eru ætluð verslun og þjónustu, en efri hæðirnar eru fráteknar fyrir lúxusíbúðir og skrifstofuými. „Gróðursælir garðar á þökum bygginganna verða aðgengilegir öllum íbúum og mynda leynt athvarf innan um litrík húsþök Reykjavíkur. Í meginatriðum skapar verkefnið fjölþætt rými sem sameinar starf, fjölskyldulíf og afþreyingu, ásamt því að styðja við núverandi starfsemi í hinni líflegu og litríku miðborg,“ segir í kynningu á vef verktakans. gudmundur@mbl.is