Þykkvibær Vindmylla gnæfir yfir.
Þykkvibær Vindmylla gnæfir yfir.
Kynnt hefur verið áætlun um að breyta skipulagi í Þykkvabæ þannig að Biokraft ehf. geti sett upp tvær nýjar vindrafstöðvar í stað þeirra sem þar eru fyrir. Önnur eldri rafstöðin eyðilagðist í bruna í sumar.

Kynnt hefur verið áætlun um að breyta skipulagi í Þykkvabæ þannig að Biokraft ehf. geti sett upp tvær nýjar vindrafstöðvar í stað þeirra sem þar eru fyrir. Önnur eldri rafstöðin eyðilagðist í bruna í sumar.

Gert er ráð fyrir að núverandi vindrafstöðvar, sem hafa verið í rekstri frá því á árinu 2014, verði fjarlægðar og í staðinn reistar nýrri og fullkomnari stöðvar. Haraldur Birgir Haraldsson, skipulagsfulltrúi Rangárþings eystra, segir að nýju stöðvarnar verði 4-5 metrum hærri en þær eldri og spaðavíddin enn meiri. Þess vegna þurfi að breyta skipulagi.

Biokraft hefur áform um að koma upp vindmyllugarði á þessu svæði með 45 MW afli. Líklega þarf til þess 13 stórar vindrafstöðvar. Yfir 60 einstaklingar sendu inn mótmæli til sveitarstjórnar undir lok síðasta árs. Vindmyllugarðurinn er í umhverfismati og segir Haraldur að skipulagsnefnd og sveitarstjórn hafi ekki tekið afstöðu til hans.

helgi@mbl.is