Bjórjóga Gaman að prófa nýtt.
Bjórjóga Gaman að prófa nýtt.
Svokallað bjórjóga verður haldið í Gym & Tonic-salnum á KEX Hostel í dag laugardag. Bjórjóga hefur notið töluverðrar vinsælda vestanhafs og var boðið upp á slíkan tíma í fyrsta sinn á árlegu bjórhátíðinni á KEX Hostel í febrúar sl.

Svokallað bjórjóga verður haldið í Gym & Tonic-salnum á KEX Hostel í dag laugardag. Bjórjóga hefur notið töluverðrar vinsælda vestanhafs og var boðið upp á slíkan tíma í fyrsta sinn á árlegu bjórhátíðinni á KEX Hostel í febrúar sl. Færri komust að en vildu þá og er því mál að tryggja sér pláss. 40 pláss eru í boði og hefst tíminn kl. 14. Fólk er hvatt til að mæta tímanlega og sýna þarf kvittun við inngang. Kennari er Sandra Dögg Jónsdóttir úr Sólum.

Miðar fást á kexland.is og er bjór innifalinn í verðinu.