Á verði Hreiðar Levý Guðmundsson á Ólympíuleikunum í London.
Á verði Hreiðar Levý Guðmundsson á Ólympíuleikunum í London. — Ljósmynd/haldentopp.no
Hreiðar Levý Guðmundsson, silfurverðlaunahafi frá Ólympíuleikunum í Peking, virðist vera inni í myndinni hjá Geir Sveinssyni landsliðsþjálfara fyrir EM í Króatíu sem fram fer í janúar.

Hreiðar Levý Guðmundsson, silfurverðlaunahafi frá Ólympíuleikunum í Peking, virðist vera inni í myndinni hjá Geir Sveinssyni landsliðsþjálfara fyrir EM í Króatíu sem fram fer í janúar.

Geir valdi afrekshóp með leikmönnum sem spila hér heima og stendur til að æfa dagana 1.-3. desember. Geir valdi hópinn raunar ásamt Einari Guðmundssyni, íþróttastjóra HSÍ.

Hreiðar er einn fjögurra markvarða. Aðrir í hópnum sem oft hafa komið við sögu hjá A-landsliðinu eru Kári Kristjánsson, Bjarki Már Gunnarsson og Aron Rafn Eðvarðsson. Hópinn í heild sinni má sjá í frétt á mbl.is síðan í gær en alls eru 22 leikmenn. Leikmenn úr FH áttu ekki þess kost að vera með vegna þátttöku í Evrópukeppni.