Eldmóður Gunnar Gunnarsson (lengst t.h.) ásamt samstarfsfélögum sínum.
Eldmóður Gunnar Gunnarsson (lengst t.h.) ásamt samstarfsfélögum sínum.
Í tilefni af 118 ára afmæli Fríkirkjusafnaðarins á morgun, 19. nóvember, verða haldnir tónleikar í Fríkirkjunni í Reykjavík kl. 17 sem bera yfirskriftina Eldmessa.

Í tilefni af 118 ára afmæli Fríkirkjusafnaðarins á morgun, 19. nóvember, verða haldnir tónleikar í Fríkirkjunni í Reykjavík kl. 17 sem bera yfirskriftina Eldmessa.

Verkið er samvinnuverkefni Sönghóps Fríkirkjunnar og Gunnars Gunnarssonar organista við tvo norska tónlistarmenn og tvo ítalska, trompetleikarann Arne Hiorth, söngkonuna Maren Eikli Hiorth, djasspíanistann Claudio Vignali og gítarleikarann Daniele Principato. „Í Eldmessu er spuni í hávegum hafður, bæði hjá hljóðfæraleikurum og kór. Verkið lýsir í tónum þeim náttúruhamförunum sem áttu sér stað í Skaftáreldum 1783 og móðuharðindunum sem fylgdu í kjölfarið þegar fimmti hver Íslendingur lést. Áhrifa gossins varð vart víða um heim. Þurrkar og þrumuveður gengu yfir meginland Evrópu og í Póllandi og Rússlandi féll snjór um mitt sumar. Óvenju miklir þurrkar voru einnig í Egyptalandi og Indlandi. Í Japan brást hrísgrjónauppskera sem leiddi til mesta hallæris í sögu landsins. Höfnin í New York lokaðist í 10 daga vegna ísa og krapi sást á Mississippi-fljóti,“ segir í tilkynningu. Þar er bent á að Eldmessa dragi nafn sitt af messu sr. Jóns Steingrímssonar þar sem hann er talinn hafa unnið kraftaverk þegar hraunrennslið úr Laka stöðvaðist við kirkjudyr, 20. júlí 1783.