Kvæðamannafélagið Iðunn stendur fyrir styrktartónleikum á Kex hosteli í dag kl. 16. Á þeim verða fluttar í heild sinni Disneyrímur eftir Þórarin Eldjárn.

Kvæðamannafélagið Iðunn stendur fyrir styrktartónleikum á Kex hosteli í dag kl. 16. Á þeim verða fluttar í heild sinni Disneyrímur eftir Þórarin Eldjárn. Flytjendur eru Bára Grímsdóttir, Þórarinn Már Baldursson, Pétur Húni Björnsson, Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir, Rósa Jóhannesdóttir og Ingimar Halldórsson.

Allur ágóði rennur í útgáfu á Segulböndum Iðunnar, 160 kvæðalögum sem Iðunnarfélagar söfnuðu á 6. áratugnum.