Kristín Dagmar Jóhannesdóttir
Kristín Dagmar Jóhannesdóttir
Mannfólkið og umhverfi þess nefnist málþing sem fram fer í Gerðarsafni á morgun milli kl. 15 og 17.
Mannfólkið og umhverfi þess nefnist málþing sem fram fer í Gerðarsafni á morgun milli kl. 15 og 17. „Aðalviðfangsefni umræðnanna tekur mið af seinni hluta sýningarinnar Staðsetningar , með verkum Einars Garibalda Eiríkssonar og Kristjáns Steingríms Jónssonar sem opnuð var í byrjun mánaðarins. Verk þeirra fela meðal annars í sér athuganir á náttúru, stöðum og staðsetningum, ásamt því að báðir velta fyrir sér sambandi okkar mannfólksins við umhverfi okkar,“ segir í tilkynningu. Í pallborði verða Þóra Ellen Þórhallsdóttir líffræðingur Gísli Pálsson mannfræðingur og sýningarstjórarnir Jón Proppé listheimspekingur og Kristín Dagmar Jóhannesdóttir, listrænn stjórnandi Gerðarsafns.