Hlutabréf í Bakkavör hafa hækkað um 5,5% frá þau voru tekin til viðskipta í Kauphöllinni í London á fimmtudagsmorgun, í kjölfar útboðs þar sem fjárfestum var boðinn fjórðungshlutur í félaginu.

Hlutabréf í Bakkavör hafa hækkað um 5,5% frá þau voru tekin til viðskipta í Kauphöllinni í London á fimmtudagsmorgun, í kjölfar útboðs þar sem fjárfestum var boðinn fjórðungshlutur í félaginu. Fyrir hálfum mánuði hafði félagið hins vegar tilkynnt að það hygðist hætta við fyrirhugaða skráningu vegna markaðsaðstæðna. Sú ákvörðun var síðar dregin til baka.

Útboðsverð hlutanna var 180 penní á hlut og við upphaf viðskipta á fimmtudaginn hækkaði verðið í 196,3 penní áður en það gaf eftir. Var dagslokaverð fyrsta viðskiptadags bréfanna 186,5 penní . Á föstudag fóru hlutir hæst í 193,2 en dagslokaverð var 190,0 penní, sem er um 5,5% yfir útboðsgengi.

Hlutabréf Bakkavar eru skráð á aðalmarkaði kauphallarinnar í London með svokallaðri „premium“-skráningu og eru þau því meðal annars gjaldgeng í vísitölur . Bakkavör framleiðir matvæli af ýmsum toga, meðal annars tilbúna kælda rétti, einkum fyrir Bretlandsmarkað.