Samstaða hvetur Gorbatsjov til að afneita sögufölsunum Varsjá. Reuter.

Samstaða hvetur Gorbatsjov til að afneita sögufölsunum Varsjá. Reuter.

SAMSTAÐA, hin bönnuðu verkalýðssamtök Póllands, hvöttu um helgina Gorbatsjov Sovétleiðtoga til að létta hulunni af þeim ákvæðum griðasáttmála Sovétmanna og Þjóðverja árið 1939 er vörðuðu skiptingu Póllands milli ríkjanna. Einnig var hann hvattur til að draga fram í dagsljósið sannleikann umm fjöldamorð á pólskum liðsforingjum í Katyn-skógi en lengi hefur verið umdeilt hverjir þar hafi verið að verki.

Í yfirlýsingu samtakanna segirað það myndi stórbæta samskipti Sovétmanna og Pólverja ef sannleikurinn um þessi mál yrði leiddur í ljós. Enn fremur var sagt að Sovétríkin ættu að "endurreisa sjálfsforræði" ríkja Austur-Evrópu sem verið hefðu á sovésku áhrifasvæði síðan 1945.

Hópur pólskra og tékkneskra andófsmanna, er vinnur að auknum skilningi milli Tékka og Pólverja og nefnir sig "Pólsk-tékkneska samstöðu", hefur hvatt Varsjárbandalagið til að tryggja sjálfstæði allra þátttökuríkjanna á fundi leiðtoga bandalagsins í Varsjá í lok næstu viku. Einnig var krafist skýringa á valdbeitingu í nafni bandalagsins í Austur-Þýskalandi 1953, Ungverjalandi 1956 og Tékkóslóvakíu 1968.

Umbótamenn í Sovétríkjunum hafa krafist þess að að griðasáttmáli Stalíns og Hitlers frá 1939 yrði birtur í heild. Samningurinn tryggði Hitler næði til að hefja stríð gegn Pólverjum án þess að þurfa að óttast afskipti Sovétmanna. Skömmu eftir að innrás Þjóðverja hófst hertóku Sovétmenn austur héruð Póllands og er talið fullvíst að leynileg ákvæði hafi verið um þann hernað Sovétmanna í griða sáttmálanum.

Kommúnistastjórnin í Póllandi hefur frá upphafi kennt Þjóðverjum um fjöldamorðin á rúmlega 4000 pólskum liðsforingjum í Katynskógi á stríðsárunum. Margir Pólverjar hafa rökstuddan grun umað Sovétmenn hafi myrt herforingjana og á síðasta ári var morðmálið á sameiginlegum lista Gorbatsjovs og Wojciechs Jaruzelskis, leiðtoga Póllands, yfir svonefndar "auðar síður" í sögu samskipta Sovétmanna og Pólverja er bæri að endurskoða. Nefnd sagnfræðinga frá báðum löndunum ransakr nú öll gögn sem tengjast Katyn-morðun um og hefur hún fengið að kanna áður óbirt skjöl í Sovétríkjunum.

Sovéskur embættismaður hefur sagt að ólíklegt sé að Gorbatsjov segi nokkuð um málið í Póllandsheimsókn sinni núna. "Ég tel ólíklegt að nokkuð verði gert sem geti orðið til að móta niðurstöður nefndarinnar fyrir fram," sagði embættismaðurinn.

Reuter

Gorbatsjov og Raísa kona hans heilsa upp á pólska alþýðu.