Kísilmálmvinnslan kostaði ríkið 185 milljónir ánúvirði ALLS voru greiddar tæplega 133 milljónir króna úr ríkissjóði, á verðlagi í desember 1986, vegna undirbúningsvinnu við kísilmálmverksmiðju á Reyðarfirði sem aldrei var reist.

Kísilmálmvinnslan kostaði ríkið 185 milljónir ánúvirði

ALLS voru greiddar tæplega 133 milljónir króna úr ríkissjóði, á verðlagi í desember 1986, vegna undirbúningsvinnu við kísilmálmverksmiðju á Reyðarfirði sem aldrei var reist. Upphæðin jafngildir 185,5 milljónum á núvirði.

Eins og greint hefur verið frá í blaðinu var hlutafélagi um rekstur verksmiðjunnar, Kísilmálmvinnsl unni hf., formlega slitið í lok júní þar sem arðsemi hennar hefði reynst ófullnægjandi. Að sögn Guðrúnar Zo¨ega, aðstoðarmanns iðnaðarráðherra, var kostnaður ríkisins vegna forvinnu frá árinu 1982 til ársloka 1986 132,8 milljónir króna á verðlagi í desember 1986, en 185,5 milljónir á núvirði. Guðrún segir kostnaðinn hafa verið greiddan jafn óðum.

Upphæðin skiptist í eftirtalda þætti eins og fram kemur í skýrslu iðnaðarráðherra til Alþingis er lögð var fram síðastliðið ár: Rekstur 41,4 milljónir, um er að ræða laun og launatengd gjöld auk húsnæðiskostnaðar. Hönnun verksmiðju, útboð, samningar o.fl. 37,2 milljónir. Eignaraðild 13,6 milljónir, átt er við allan kostnað vegna leitar að erlendum eignaraðilum. Greiðslur til erlends fyrirtækis fyrir forhönnun 13,8 milljónir. Stjórnarkostnað ur hlutafélagsins 8,1 milljón. Rannsóknir á Reyðarfirði 9,6 milljónir. Arðsemis- og markaðskönnun 7,8 milljónir. Opinber gjöld 1,3 milljónir. Samtals 132,8 milljónir króna.