Tjörnin hreinsuð í gær: Vatnsyfirborðið lækkað um 20 sm VATNSYFIRBORÐ Tjarnarinnar var lækkað um 20 sentimetra á meðan gert var við bakkann við Fríkirkjuveg og eftir að vinna hófst við grunn ráðhússins en eðlileg vatnshæð er 2 m og 20 sm, að sögn Jóhanns...

Tjörnin hreinsuð í gær: Vatnsyfirborðið lækkað um 20 sm

VATNSYFIRBORÐ Tjarnarinnar var lækkað um 20 sentimetra á meðan gert var við bakkann við Fríkirkjuveg og eftir að vinna hófst við grunn ráðhússins en eðlileg vatnshæð er 2 m og 20 sm, að sögn Jóhanns Pálssonar garðyrkjustjóra.

"Það verður reynt að ná vatns borðinu upp aftur með því að breyta útfallinu við Lækjargötu. Þar var tekinn úr planki, sem heldur eðlilegri hæð, þegar byrjað var að dæla úr grunni ráðhússins," sagði Jóhann. "Nú erum við að hreinsa slýið í þeim hornum Tjarnarinnar, þar sem það er verst en við verðum að fara varlega og sjá til þess aðekki verði tekið of mikið því þetta eru næringarefni sem eru undirstaða fuglalífsins við Tjörnina.

Í hlýindunum að undanförnu hefur þörungagróðurinn vaxið ört og fallið út á leirunum og rotnað. Þetta er því rotnunarlykt en ekki skolp lykt sem leggur af Tjörninni en hún ætti að hverfa þegar búið er að moka því versta í burtu og vatnsborðið verður hækkað á ný," sagði Jóhann.

Morgunblaðið/Sverrir

Hreinsað til við Tjarnarbakkana síðdegis í gær.