Svartur á leik
Svartur á leik
Staðan kom á atskákmóti sem lauk fyrir skömmu í Tallinn í Eistlandi og haldið var til minningar um skákgoðsögnina Paul Keres. Sigurvegari mótsins, úkraínski stórmeistarinn Vladimir Onischuk (2.
Staðan kom á atskákmóti sem lauk fyrir skömmu í Tallinn í Eistlandi og haldið var til minningar um skákgoðsögnina Paul Keres. Sigurvegari mótsins, úkraínski stórmeistarinn Vladimir Onischuk (2.739) , hafði svart gegn íslenska kollega sínum í stórmeistarastétt, Margeiri Péturssyni (2.386) . 63....Rd2+! 64. Kf2 Rc4 og hvítur gafst upp enda riddarinn á e3 að falla í valinn. Þessi skák fór fram í 11. og síðustu umferð mótsins en sá úkraínski fékk hvorki fleiri né færri en 10½ vinning af 11 mögulegum. Í næstu tveim sætum komu Alexander Moiseenko (2.684) með 9 vinninga og Andrei Shishkov (2.347) með 8½ vinning. Margeir fékk 7½ vinning og lenti í 9.-14. sæti. Á mótinu tóku á annan tug stórmeistara þátt, flestir frá Austur-Evrópu. Í kvöld fer fram 4. umferð Skákhátíðar MótX í Stúkunni við Kópavogsvöll.