Sigurður Hannesson
Sigurður Hannesson
Sigurður Hannesson, talsmaður Samtaka iðnaðarins, segir að skattpíning sveitarfélaga á atvinnufyrirtækjum sé „yfirleitt í toppi, meðaltalið hjá sveitarfélögunum er rétt undir hámarkinu.

Sigurður Hannesson, talsmaður Samtaka iðnaðarins, segir að skattpíning sveitarfélaga á atvinnufyrirtækjum sé „yfirleitt í toppi, meðaltalið hjá sveitarfélögunum er rétt undir hámarkinu. Það munar langmest um Reykjavík, stærsta sveitarfélagið þar sem álagningin er í toppi þar sem er vel á annan tug milljarða í fasteignagjöldum á atvinnuhúsnæði fyrir utan íbúðarhúsnæði. Þetta eru háar fjárhæðir.

Þó að sveitarfélög hafi lækkað prósentuna á milli ára á atvinnuhúsnæði þá er það samt hækkun í krónum talið af því að stofninn hækkar svo mikið.

Þetta kemur til viðbótar við það að skattar á Íslandi eru háir í alþjóðlegu samhengi.

Það er auðvitað ekki hægt að bjóða fyrirtækjum upp á þetta til viðbótar við sveiflur, óstöðugleika og innlendar kostnaðarhækkanir.

Við sjáum það að laun eru líka há í alþjóðlegum samanburði.

Allt leggst þetta á eitt, á sama tíma og hægir á vextinum þá eru sveitarfélögin að taka meira til sín.

Gjöldin eru að hækka um 14% á milli 2018 og 2019.“

Gjöld sem hækka um 14% á milli ára í 3% verðbólgu eru merki um rán en ekki heilbrigða gjaldtöku fyrir þjónustu.