Berglind Björg Þorvaldsdóttir
Berglind Björg Þorvaldsdóttir
Berglind Björg Þorvaldsdóttir, landsliðskona úr Breiðabliki og markadrottning Pepsi-deildar kvenna 2018, er komin til hollenska toppliðsins PSV Eindhoven.

Berglind Björg Þorvaldsdóttir, landsliðskona úr Breiðabliki og markadrottning Pepsi-deildar kvenna 2018, er komin til hollenska toppliðsins PSV Eindhoven. Þar leikur hún á lánssamningi fram í lok apríl en snýr þá aftur heim og er tilbúin með Breiðabliki í byrjun Íslandsmótsins. Anna Björk Kristjánsdóttir, samherji hennar úr landsliði Íslands, samdi við PSV fyrr í þessum mánuði. Liðið er með fjögurra stiga forystu í deildinni eftir 14 umferðir af 24 en vetrarfrí var í janúar og PSV mætir Zwolle í fyrsta leiknum á nýju ári á föstudagskvöldið kemur. „Það er svo langt undirbúningstímabil hérna heima svo það er gaman að breyta til, brjóta þetta aðeins upp og fá að spila alvöruleiki þarna úti,“ segir Berglind Björg m.a. í ítarlegu viðtali á mbl.is/sport/efstadeild. yrkill@mbl.is