Helga Rós Indriðadóttir sópran og Bjarni Frímann Bjarnason píanóleikari koma fram á fyrstu Kúnstpásu-tónleikum Íslensku óperunnar í Norðurljósum í dag kl. 12.15. Helga Rós flytur aríur úr óperum eftir Wagner og Verdi.
Helga Rós Indriðadóttir sópran og Bjarni Frímann Bjarnason píanóleikari koma fram á fyrstu Kúnstpásu-tónleikum Íslensku óperunnar í Norðurljósum í dag kl. 12.15. Helga Rós flytur aríur úr óperum eftir Wagner og Verdi. Helga Rós þreytti frumraun sína hjá Íslensku óperunni 2014 í hlutverki Elisabettu í Don Carlo. Hún á að baki farsælan feril við óperuhúsið í Stuttgart, þar sem hún fór með fjölmörg hlutverk auk þess sem hún var gestasöngvari við óperuhúsin í m.a. Bonn og Wiesbaden. Aðgangur er ókeypis.