[ Smellið til að sjá stærri mynd ]
* Valdís Þóra Jónsdóttir er í 14.-24. sæti af 81 keppanda á úrtökumóti fyrir áströlsku atvinnumótaröðina í kvennaflokki eftir að hafa leikið fyrsta hringinn í gær. Hún lék á 73 höggum eða einu yfir pari vallarins.

* Valdís Þóra Jónsdóttir er í 14.-24. sæti af 81 keppanda á úrtökumóti fyrir áströlsku atvinnumótaröðina í kvennaflokki eftir að hafa leikið fyrsta hringinn í gær. Hún lék á 73 höggum eða einu yfir pari vallarins. Tuttugu efstu fá keppnisrétt á mótaröðinni. Valdís segir á Facebook að hún taki þátt í mótinu til að fá meiri möguleika á að komast inn á Opna ástralska mótið í ár og næsta ár, sem og á Vic Open 2020, en þar sé hún þegar með keppnisrétt í ár. „Einnig fannst mér gott að fá eitt svona „upphitunarmót“ hér í Ástralíu áður en hin mótin byrja og ná flugþreytunni alveg úr mér fyrir þau mót,“ skrifar Valdís Þóra á facebooksíðu sína. Hún hóf leik á öðrum hring um tvöleytið í nótt að íslenskum tíma.

* Jóhann Berg Guðmundsson, landsliðsmaður í knattspyrnu, gæti komið inn í lið Burnley á ný þegar það sækir Manchester United heim í ensku úrvalsdeildinni í kvöld. Jóhann hefur misst af síðustu þremur leikjum Burnley í deild og bikar vegna meiðsla í mjöðm.

*Spænski knattspyrnumaðurinn Álvaro Morata er kominn til Atlético Madrid á átján mánaða lánssamningi frá Chelsea, eða til vorsins 2020. Chelsea keypti framherjann frá Real Madrid sumarið 2017 fyrir 57 milljónir punda og gerði við hann fimm ára samning. Morata hefur átt erfitt uppdráttar hjá Chelsea undanfarna mánuði.

*Kaup gríska toppliðsins PAOK Saloniki á Sverri Inga Ingasyni, landsliðsmanni í knattspyrnu, frá Rostov í Rússlandi virðast vera úr sögunni. Viðræður voru í gangi á milli félaganna en samkvæmt heimildum Morgunblaðsins vildi Rostov fá sjö milljónir evra, tæpan milljarð íslenskra króna, fyrir varnarmanninn og PAOK mun ekki hafa verið reiðubúið til að greiða þá upphæð.