Dómi Héraðsdóms Vesturlands, þess efnis að lögreglustjóranum á Vesturlandi væri óheimilt að rannsaka rafrænt innihald farsíma sem embættið telur að geti varpað ljósi á meinta líkamsárás, var snúið við í Landsrétti fyrir helgi þar sem rannsóknin var...
Dómi Héraðsdóms Vesturlands, þess efnis að lögreglustjóranum á Vesturlandi væri óheimilt að rannsaka rafrænt innihald farsíma sem embættið telur að geti varpað ljósi á meinta líkamsárás, var snúið við í Landsrétti fyrir helgi þar sem rannsóknin var heimiluð. Héraðsdómur telur ekki rök fyrir því hvers vegna eigandi símans, sem talinn er hafa tekið myndir af árásinni, sé grunaður um aðild að henni.