— Morgunblaðið/Hari
Vallarstjórar á nokkrum golfvöllum hafa brugðið á það ráð að leggja gönguskíðaspor á vellina þegar nægur snjór er, eins og raunin var eftir mikla snjókomu í fyrrinótt.
Vallarstjórar á nokkrum golfvöllum hafa brugðið á það ráð að leggja gönguskíðaspor á vellina þegar nægur snjór er, eins og raunin var eftir mikla snjókomu í fyrrinótt. Hafa áhugamenn um gönguskíði tekið vel í hinar nýju gönguskíðabrautir, eins og þessi skíðagarpur sem stikaði á skíðum sínum um Golfvöll Kópavogs og Garðabæjar í gær.