Samkomulag ráðuneyta vegna rekstrarvanda Landakots: Fulltrúaráð Landakotsspítala fjallar um tillögurnar í dag FULLTRÚARÁÐ Landakotsspít ara fjallar í dag um samkomulag heilbrigðisráðherra og fjármálaráðherra um aðgerðir til lausnar rekstrarvanda...

Samkomulag ráðuneyta vegna rekstrarvanda Landakots: Fulltrúaráð Landakotsspítala fjallar um tillögurnar í dag

FULLTRÚARÁÐ Landakotsspít ara fjallar í dag um samkomulag heilbrigðisráðherra og fjármálaráðherra um aðgerðir til lausnar rekstrarvanda spítalans. Tillögurnar voru lagðar fyrir framkvæmdastjórn spítalans á föstudag en Logi Guðbrandsson framkvæmdastjóri Landakotsspítala vildi í gær ekki tjá sig um tillögurnar fyrr en fulltrúaráðið hefði lýst afstöðu til þeirra.

Ráðuneyti heilbrigðis- og fjármála sammæltust á föstudag um tillögur í 14 liðum sem komi til framkvæmda á næstu fjórum mánuðum. Gert er ráð fyrir að sett verði á eftirlits stjórn þriggja manna til marsloka 1990 til að koma tillögunum fram. Sú stjórn verði skipuð einum fulltrúa úr hvoru ráðuneyti og einum frá spítalanum og hafi heimild til að ráða sér starfsmann. Að því tilskyldu að stjórn Landakotsspítala fallist á þetta fyrirkomulag og aðgerðirnar mun ríkissjóður leggja fram fé, á þessu og næsta ári, til að gera upp skuldir spítalans svo hann komist á eðlilegan rekstrargrundvöll.

Í tillögum ráðuneytanna er fyrst gert ráð fyrir því að rekstur spítalans verði færður í það horf að hann verði innan ramma fjárlaga. Þá verði not Landakots af fasteignum styrktarsjóðs spítalans endurskoðuð.

Þá er lagt til að leigutakar á Marargötu 2 verði látnir standa undir kostnaði þannig að spítalinn beri engan kostnað af húsnæðinu. Læknar spítalans reka þarna læknastöð og leigja húsnæðið af Landakotspítala. Í tillögunum er gert ráð fyrir að skilið verði fjárhagslega á milli reksturs spítala og læknamiðstöðvar, læknamiðsöðin greiði starfsfólki sínu laun sjálf og einnig annan reksturskostnað án þess að slíkt fari um reikninga spítalans.

Lagt er til að kannað verði hvort hagkvæmara sé að selja þvottahús spítalans eða vélar þess eða halda áfram rekstri. Þá er lagt til að stofnskrá styrktarsjóðs Landakots verði staðfest með venjulegum hætti og að hann hafi ekki leigutekjur frá spítalanum. Tryggt verði að sjóðurinn og allar eigur hans verði í eigu spítalans.

Gert er ráð fyrir að kostnaður vegna ráðgefandi sérfræðinga á spítalanum dragist frá launum þeirra sérfræðinga sem ráðinir eru með samningi við spítalann. Þá annist spítalinn rekstur rannsóknarstofu á sama hátt og hann annast rekstur röntgendeildar nú. Gerður verði samningur við Tryggingarstofnun ríkisins og Sjúkrasamlag Reykjavíkur um greiðslur, og rekstur rannsóknarstofu verði algerlega aðskilinn frá rekstri rannsóknarstofu annara aðila. Laun yfirlæknis stofunnar verði síðan í samræmi við laun sambærilegs yfirlæknis á Borgarspítala.

Miðað er við að lyfjabúr spítalans verði rekið fyrir spítalann einan og ekki verði seld lyf til starfsemi utan hans.

Í samkomulaginu er síðan gert ráðfyrir að framvegis geti hvorki spítalinn né styrktarsjóður Landakots stofnað til kaupa eða leiguskuld bindinga nema með samþykki heilbrigðis- og fjármálaráðherra. Kaupleigusamningar spítalans verði endurskoðaðir og þeim sagt upp sem ekki standist hagkvæmisathugun. Nýir kaupleigusamningar verði ekki gerðir nema með samþykki ráðherra og þeir staðfesti einnig alla samninga sem stjórn spítalans geri við starfsfólk, þar með talda lækna.

Þá er gert ráð fyrir að eftirlit með reikningum lækna sem vinna sem verktakar verði í höndum aðila sem ekki eiga hagsmuna að gæta. Innra eftirlit og bókhald verði eflt og tryggt verði að reikningar fari skilvíslega í gegnum spítala og komi jafnóðum fram. Loks er gert ráðfyrir að heildarendurskoðun fari fram á rekstri og hlutverki spítalans fyrir næstu ár með hliðsjón af verkefnum annara sjúkrahúsa íReykjavík og nágrenni.