Hefur fjöldinn afstöðu? Erlendar bækur Björn S. Stefánsson Jon Elster og Aanund Hylland (ritst.): Foundations of social choice theory. Cambridge University Press og Universitets forlaget 1986.

Hefur fjöldinn afstöðu? Erlendar bækur Björn S. Stefánsson Jon Elster og Aanund Hylland (ritst.): Foundations of social choice theory. Cambridge University Press og Universitets forlaget 1986. Bók þessi er annað bindi í ritröðinni "Studies in rationality and social change" sem Norðmennirnir Jon Elster og Gudmund Hernes ritstýra, og um leið fjórða bindi í norskri ritröð, "Demokrati og sam funnsstyring".

Fjallað er um það, hvort rök séu til að telja að hópur manna eða heilt þjóðfélag hafi óskir eða vilji eitt frekar en annað, eða hvort slíkt eigi einungis heima í huga einstaklinga. Forsenda lýðræðis er að fólk sem heild hafi afstöðu til mála í forgangsröð, en það er bundið miklum vandkvæðum að skilgreina slíka röð. Vandkvæðin við það komu skýrt fram árið 1950, þegar Kenneth Arrow, síðar Nóbelsverðlaunahafi í hagfræði, setti fram fræga kenningu um það sem væri ómögulegt í þessu sambandi og orðað hefur verið svo fyrirvaralaust, að lýðræði sé óframkvæmanlegt.

Greinar bókarinnar fjalla um rök Arrows og síðari rit um málið. Meðal annarra efna sem rædd eru er hvort rök séu til að bera saman nytsemi máls fyrir tvo eða fleiri einstaklinga. Nokkrir höfundanna ræða hvort hugsa megi út forgangsröðun sem byggist á allt öðru en gert er ráð fyrir í ómögu leikakenningu Arrows. Höfundarnir eru norskir, enskir og bandarískir, lærðir í heimspeki, hagfræði og stjórnmálafræði.