Eldtungur náðu meiri hæð en flugvélin hafði flogið í "ÉG VAR við stofugluggann heima hjá mér, á þriðju hæð í húsi við Ljósvallagötu, og var að setja plötu á plötuspilarann þegar ég heyrði að flugvél var í aðflugi að vellinum," sagði Björn Leifsson en hann...

Eldtungur náðu meiri hæð en flugvélin hafði flogið í "ÉG VAR við stofugluggann heima hjá mér, á þriðju hæð í húsi við Ljósvallagötu, og var að setja plötu á plötuspilarann þegar ég heyrði að flugvél var í aðflugi að vellinum," sagði Björn Leifsson en hann varð vitni að síðustu andartökum flugferðar kanadísku vélarinnar.

"Ég leit upp, eins og ég geri oft, til að fylgjast með lendingunni og þegar ég sá vélina fyrst virtist allt vera eðlilegt en örskömmu seinna hallaðist hún á hliðina og steyptist fram fyrir sig. Þá hvarf hún mér sjónum en eftir andartak sá ég eldtungur rísa til himins og mér fannst þær ná meiri hæð en vélin hafði flogið í. Ég fékk hálfgert sjokk, rauk niður til nágranna minna og öskraði "flugslys". Síðan æddi ég út og hingað að flugvellinum."