Shultz og utanríkisráðherrar Mið-Ameríkuríkja: Ágreiningur um gagnrýni á Nicaraguastjórn Guatemala-borg. Reuter.

Shultz og utanríkisráðherrar Mið-Ameríkuríkja: Ágreiningur um gagnrýni á Nicaraguastjórn Guatemala-borg. Reuter.

GEORGE Shultz, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, tókst ekki að fá fjóra utanríkisráðherra Mið-Ameríkuríkja til að fordæma Nicaragua-stjórn sameiginlega á fundi þeirra í Guatemala-borg á mánudag. Þess ístað undirrituðu utanríkisráðherrarnir stutta yfirlýsingu þarsem ekki var minnst einu orði á stjórn sandinista í Nicaragua.

Shultz og utanríkisráðherrar Hondúras og El Salvador beittu sér fyrir því að undirrituð yrði sjö síðna yfirlýsing þar sem sandin istastjórnin var meðal annars gagnrýnd fyrir að hafa ekki staðið við friðaráætlunina sem MiðAmeríkuríkin samþykktu fyrir ári. Utanríkisráðherrar Guatemala og Costa Rica vildu hins vegar ekki samþykkja yfirlýsinguna. Þess ístað var gefin út tveggja blaðsíðna yfirlýsing þar sem ítrekaður var stuðningur við "lýðræðislegt stjórnarfar" og friðaráætlunina án þess að minnst væri á Nicaragua. Utanríkisráðherra Nicaragua var ekki boðið á fundinn.

Þótt utanríkisráðherrar MiðAmeríkuríkjanna fjögurra vilji að sandinistar komi á lýðræði í Nicaragua kom fram mikill ágreiningur meðal þeirra á fundinum um hversu langt skuli ganga í gagnrýni á sandinistastjórnina. Í yfirlýsingu frá Hondúras-stjórn segirað utanríkisráðherrar Costa Rica og Guatemala hafi hætt við að undirrita fyrri yfirlýsinguna og að sú ákvörðun sé óskiljanleg. Talsmenn Costa Rica-stjórnar sögðu að Costa Ricamenn hefðu aldrei samþykkt að undirrita harðorðari yfirlýsinguna.

Ricardo Acevedo, utanríkisráðherra El Salvador, sagði á sunnudag að á fundinum yrði reynt að einangra Nicaragua, en Rodrigo Madrigal, utanríkisráðherra Costa Rica, sagði að Costa Ricamenn vildu ekki einangra Nicaragua, heldur koma á raunverulegu lýðræði í landinu. Guatemalamenn og Costa Ricamenn virtust einnig tregir til að koma á frekari samvinnu við Bandaríkjastjórn.