Iðnaðarráðherra: Heimsækir iðnfyrirtæki FRIÐRIK Sophusson iðnaðarráðherra heimsækir iðnfyrirtæki á Reykjanesi í dag, miðvikudag, og verður síðan með viðtalstíma í Sjálfstæðishúsinu í Njarðvík klukkan 18-20.

Iðnaðarráðherra: Heimsækir iðnfyrirtæki

FRIÐRIK Sophusson iðnaðarráðherra heimsækir iðnfyrirtæki á Reykjanesi í dag, miðvikudag, og verður síðan með viðtalstíma í Sjálfstæðishúsinu í Njarðvík klukkan 18-20.

Iðnaðarráðherra mun á næstu dögum heimsækja iðnfyrirtæki í byggðarlögum á Suð-Vesturlandi. Í dag verður ráðherra á Reykjanesi en nk. mánudag fer hann um Kjalarnes, Garðabæ og Hafnarfjörð og á þriðjudag heimsækir hann fyrirtæki í Kópavogi. Einnig verður hann með viðtalstíma í viðkomandi bæjum.