Någon har jag sett Tónlist Jón Ásgeirsson Höfundur tónlistar, Karólína Eiríksdóttir. Óperutexti unninn upp úr ljóðabókinni Någon har jag sett, eftir Marie Louise Ramnefalk. Leikstjórar: Misela Cajchanova og Per-Erik Öhrn.

Någon har jag sett Tónlist Jón Ásgeirsson Höfundur tónlistar, Karólína Eiríksdóttir. Óperutexti unninn upp úr ljóðabókinni Någon har jag sett, eftir Marie Louise Ramnefalk. Leikstjórar: Misela Cajchanova og Per-Erik Öhrn. Sviðsmynd og ljósastjórn: Robin Karlsson og Lars Wassrin. Flytjendur: Ingegerd Nilsson, sópran, David Aler, baríton, Linnéa Sallay, mezzósópran. Lars Pal erius, tenór. Hljómsveit: Vadstena-Akademien. Stjórnandi: Per Borin.

Í smábænum Vadstena, sem er austanvert fyrir miðju Vetterenvatni, hafa tónelskir Svíar undanfarin 25 ár staðið fyrir eins konar sumarlistahátíð. Þessari sumar listahátíð er stjórnað af VadstenaAkademien og samhliða tónleikum og sýningum, eru haldnir fyrirlestrar og námskeið. Hvað varðar óperu bókmenntirnar er fróðlegt að lesa yfir verkefnalistann þessi 25 ár en þar getur að líta nöfn tónskálda, eins og Gluck, Pergolesi, Cimarosa, Purcell, Monteverdi (Combattim emto di Tancredi e Clorinda), Stradella, Scarlatti og sögulega merkileg tónskáld eins og Abbatini og Maraz zoli en í óperu þeirra, Dal Male il Bene (1653), var fitjað upp á ýmsum nýjungum. Þeir tveir síðastnefndu, ásamt Mazzochi, störfuðu í Rómaborg m.a. með Rospilgiosi kardinála er síðar varð páfi en dundaði þó einnig við að semja óperutexta í frístundum sínum.

Í viðbót við uppfærslur á sögulega merkilegum óperum hafa verið uppfærðar fjölmargar nýsamdar óperur, sem Vadstena-Akademien hefur sérstaklega látið semja fyrir sig og í ár var það Karólína Eiríksdóttir sem varð fyrir valinu en áður hafði skáldkonan Marie Louise Ramnefalk verið valin sem textahöfundur og skyldi efnið sótt í ljóðabók hennar Någon har jag sett, sem hún gaf út 1979 og vakti mikla athygli. Í tengslum við flutning óperunnar hélt skáldkonan stuttan fyrirlestur um gerð óperutextans, sem var unninn í samvinnu við tónskáldið og las upp nokkur ljóðanna, bæði eins og þau eru í ljóðabókinni og í óperutextanum. Þá gat hún þess að það væri ekki í fyrsta sinn sem þessi ljóð væru endurunnin, því 1982 gaf hún út í samvinnu við skólayfirvöld, ljóðabókina Sorg, sem er byggð á Någon har jag sett og er aðallega ætluð til nota í skólum sérþurfandi barna.

Óperan Någan har jag sett var flutt í Vadstena-höllinni sem er miðalda bygging, stór í gerð og umkringd skipgengu síki. Uppfærslan fór fram í brúðkaupssaln um svonefnda og var undirritaður viðstaddur tvær sýningar.

Efnisþráður óperunnar er í stuttu máli sá að kona sem misst hefur mann sinn endurlifir ýmis augnablik liðins tíma, sem einnig blandast saman við tilraun hennar til að sigrast á sorginni. Sorgin birtist sem súrrealistískur draumur og endurminningarnar umturnast í þráhyggju, en hún sjálf verður að lifa, og sorgin og lífið verða henni að lokum eitt og hið sama.

Þrátt fyrir mikinn tilfinningahita er aldrei grátið, stundum jafnvel skammast en sársauki og eftirsjá en undirtónn verksins, en umfram allt er tónninn mannlegur, þar sem ósætti og sátt togast á án þess þóað halli um of á annan veginn. Í lok verksins rís manneskjan uppúr sorginni, afklæðist skugga hennar og lifir.

"Þú ert ávallt hjá mér,

aðeins stund er millum okkar

og tíminn er gegnsær,

eins og gler."

Flutningstími óperunnar er réttur klukkutími og þrátt fyrir að verkið væri flutt sem einn þáttur, er efnisskipanin fjórþætt. Verkið hefst á "Prolog", eins konar samtali hjónanna. Fyrsti þáttur er svo dauðastríð mannsins, sjúkrahúsið, heim sóknartíminn, óráðshjal en lokaorð hans eru:

"Ég finn,

er ég einhvern tíma

kemst úr þessu fangelsi,

stendur þú

og bíður eftir mér."

Annar þáttur er eintal konunnar en í þriðja þætti tekst hún á við sorgina. Þannig er heildarform óperunnar, að forspjallið er dúett, fyrsti þáttur kvartett, annar eintal og þriðji kvartett. Frá leikrænu sjónarmiði kann að virðast lítið umað vera og í uppfærslu verksins var lögð áhersla á einföld form leikmyndar. Þrír segldúkar voru strengdir frá gólfi upp í loft og einn snjáður leðurstóll stóð á miðju sviðinu. Um þess einföldu leikmynd léku ljósin og mynduðu áhrifamikið samband flöktandi skugga og ljósflæðis við leikverkið og tónlistina. Leikstjórinn stýrði framvindu verksins með einföldum og oft áhrifamiklum uppsetningum söngvaranna en gætti þess einnig að skiptingarnar væru tengdar saman með markvissum hreyfingum söngvaranna. Í heild var leikmyndin því einkar stílföst og samofin texta og tónlist.

Tónlist Karólínu Eiríksdóttur er einföld og skýr og víða mjög áhrifarík. Tónferli söngraddanna er lagrænt og á köflum tóntegundabundið í gerð en meira leikið með frjálsa tónskipan í hljómsveitinni. Stundum er "tematíkin" í hljómsveitarrödd unum þó nokkuð of áberandi, einsog t.d. þegar ein tónhugmynd er notuð sem þrástef verður aðferðin jafnvel svo ljós að hún greinir sig frá og dregur athygli hlustandans frá söngnum. Í nokkrum samsöngsatriðum náði Karólína að leika með feikna falleg tónbrigði og samspil söngs og hljómsveitar var oft mjög áhrifamikið. Gagnsær ritháttur Karólínu á hér einkar vel við í samspili söngs og hljómsveitar.

Upphaf óperunnar er mjög fallegt. Konan situr ein í leðurstólnum en skuggamynd mannsins birtist á tjaldinu fyrir aftan hana. Þau hefja sönginn án undirleiks á orðunum "Þú ert". Þeim er svarað með þýðri klarnettlínu og þannig lætur Karólína sönglínurnar oft heyrast án undirleiks, svo að samspil hljómsveitar og söngvara myndar einskonar tilfinningalegt samtal, einsog t.d. í niðurlagi verksins með samspili fiðlu og söngraddar, er konan syngur:

"Þú ert

svo samgróinn mér

að ég dey

og ég dey

með þér."

Flytjendurnir stóðu sig frábærlega vel. Einkum var söngur Ingegerd Nilsson áhrifamikill, þó söngur hinna væri öruggur og kunnáttusamlega útfærður. Hljómsveitin var ágæt en sýningunni stjórnaði Per Borin af miklu öryggi.

Með óperunni Någon har jag sett, hefur Karólína Eiríksdóttir unnið markverðan listasigur og vonandi verður óperan flutt heimaá Íslandi hið fyrsta.

Ingegerd Nilsson í hlutverki konunnar.

Kvartettinn: Lars Palerius, Linnéa Sallay, Ingegerd Nilsson og David Aler.

Ingegerd Nilsson í lokaatriði óperunnar.

Karólína Eiríksdóttir.