Flatey: Elsta og minnsta bókasafn á Íslandi endurreist ÞAÐ er víst óhætt að fullyrða að bókhlaðan í Flatey á Breiðafirði, sem nú hefur verið endurreist, sé minnsta bókasafn landsins. Og þóttvíðar væri leitað.

Flatey: Elsta og minnsta bókasafn á Íslandi endurreist

ÞAÐ er víst óhætt að fullyrða að bókhlaðan í Flatey á Breiðafirði, sem nú hefur verið endurreist, sé minnsta bókasafn landsins. Og þóttvíðar væri leitað. Endurbygging safnsins hófst árið 1979 og er henni nú aðmestu lokið. Safnið var opnað formlega aftur síðastliðinn laugardag. Það er því elsta bókasafn landsins, sem enn er í notkun.

Bókhlaðan í Flatey var byggð árið 1864 og bækur þar geymdar í 90 ár eða til ársins 1955 er þær voru fluttar í húsið Bjarg, sem stendur innarlega á bökkunum í plássinu í Flatey. Fyrsta tillagan um að endurreisa bókhlöðuna kom frá Herði Ágústssyni, listmálara í greinaflokki sem birtist í tímaritinu Birtingi árið 1963. Úr því varð þó ekki fyrr en 16 árum síðar, er nokkrir áhugamenn um varðveislu hússins hófu undirbúning að viðgerð árið 1979. Húsfriðunarnefnd og veitti fjárstyrk til verksins og fyrsti áfanginn í endurbyggingunni hófst. Húsfriðunarnefnd og Þjóðhátíðarsjóður veittu fjárstyrki til efniskaupa en viðgerðin var unnin í sjálfboðavinnu undir stjórn Þorsteins Bergssonar.

Minjavernd

Þáttaskil urðu í viðgerð hússins árið 1986. Minjavernd gerði þá leigusamning við hreppsnefnd Flateyjarhrepps til 30 ára, gegn því að annast og kosta viðhald og endurbætur á húsinu. Minjavernd er sjálfseignarstofnun sem að standa Þjóðminjasafn Íslands, Fjármálaráðuneytið og Torfusamtökin. Markmið hennar er "að stuðla að varðveislu mannvirkja og mannvistarleifa hvarvetna á Íslandi sem hafa menningarsögulegt gildi í víðtækasta skilningi", eins og segir í skipulagsskrá. Fé til framkvæmda fær Minjavernd af leigutekjum húsanna á Bernhöftstorfu íReykjavík. Bókhlaðan í Flatey er fyrsta verkefnið sem Minjavernd líkur viðgerðum á, utan húsanna á Bernhöftstorfu. Hún vinnur einnig að viðgerðum og endurbótum á gamla íbúðarhúsinu í Ögri við Ísafjarðardjúp, Staðarkirkju í Steingrímsfirði og Löngubúð á Djúpavogi. Næsta verkefni Minjaverndarí Flatey er viðgerð á pakkhúsunum og samkomuhúsinu, sem svo eru nefnd. Þau standa í miðju plássinu og er elsta pakkhúsið frá því um miðja 19. öld. Viðgerðir hefjast næsta vor.

Bókhlaðan í Flatey er lítil, einsog áður sagði, 4,75 m á lengd og 3,43 m á breidd að innanmáli. Lofthæð er 2,19 m og þar yfir geymslu loft, sem ekki er fullklárað. Þegar hafist var handa við viðgerð á henni hafði hún staðið lengi ónotuð og án umhirðu. Var húsið lítið skemmt að innan, en útveggir illa farnir af fúa. Leitast var við að endurbyggja húsið í sem upprunalegastri gerð og þarsem ekki voru sjáanleg ummerki um fyrri gerð var höfð hliðsjón af þeim húsum sem talið var líklegt að sami smiður hafi byggt. Nýjar teikningar gerði Hjörleifur Stefánsson, arkitekt. Fjölmargir sjálfboðaliðar hafa hjálpað til við viðgerðina og má þar nefna, auk þeirra Þorsteins og Hjörleifs, Bolla Ólafsson, húsgagnasmið, sem smíðaði nýja glugga og Guðmund P. Ólafsson og Ingunni K. Jakobsdóttur. Þorsteinn Bergsson er framkvæmdastjóri Minjaverndar. Stjórn hennar skipta síðan Gunnlaugur Claessen, Hjörleifur Stefánsson, Höskuldur Jónsson, Lilja Árnadóttir og Þröstur Ólafsson.

Framfarastofunin í Flatey

Um Flatey segir í bók þeirra Þorsteins Jósepssonar og Steindórs Steindórssonar, Landið þitt Ísland, að hún hafi verið ein helsta miðstöð menningar og framfara á Íslandi um miðbik síðustu aldar. Þar hafi verið stofnuð menningarfélög og að tilhlutan þeirra tímaritið Gestur Vestfirðingur, er var "meðal merkustu tímarita aldarinnar". Eitt þessara menningarfélaga var Framfarastofnunin, framhald tilrauna er gerðar voru um stofun lestrarfélaga á landinu kringum aldamótin 1800. Fæst þessara félaga urðu langlíf, en starfsemi Framfarastofnunarinnar sem útlánsstofnun fyrir bækur í Flatey, leiddi síðar til þess að þar var byggt bókasafn það sem nú hefur verið endurreist. Hugmyndin að byggingu bókasafns fékk ekki góðan byr til að byrja með, en bóka- og peningagjafir urðu þó til þess að hún varð loks að veruleika. Var það ekki síst að þakka Brynjólfi kaupmanni Benedictsen, miklum framkvæmdaog dugnaðarrmanni. Bókasafnið var síðan reist 1864. Þá var fallinn frá Ólafur Sívertsen, sóknarprestur í Flatey, fremsti hvatamaður stofunarinnar. Fyrsta bókasafn á Ísland, að því er talið er, lét Ari Sæmundsson reisa á Akureyri 1851. Safnið í Flatey var því annað í röðinni en hið þriðja var Íþaka, bókhlaða Menntaskólans í Reykjavík sem byggt var tveimur árum síðar.

Bókhlaðan í Flatey hafði að geyma mikið safn handrita, en stór hluti þess var afhentur Landsbókasafni Íslands á árunum 1902-03. Það sem eftir var af gömlum bókum og handritum fékk Landsbókasafnið til varðveislu 1969, en safnið í Flatey hélt eftir yngsta hluta þess. Í tilefni þessað bókasafnshúsið hefur nú verið endurreist voru þar til sýnis nokkrar af gömlum bókum sem áður voru í eigu safnsins. Þá er þar einnig aðfinna ljósprentað eintak af Flateyjarbók, gjöf danska útgefandans Ejnars Munksgaars, á aldarafmæli stofnunarinnar. Í henni er m.a. að finna ættartölur Noregskonunga, en bókinni lýkur með annál allt frá sköpun heimsins til ársins 1394. Flateyjarbók er tvö bindi og var annað tveggja verka sem Danir færðu Íslendingum vorið 1971 í upphafi handritaskil anna.

Formleg opnun endurreistrar bókhlöðu í Flatey, var laugardaginn 6. ágúst síðastliðinn. Þar voru viðstaddir stjórnarmeðlimir Minjaverndar, Finnbogi Guðmundsson, landsbókavörður, sem flutti erindi það sem hér hefur m.a. verið byggt á, Þorsteinn Bergsson, framkvæmdastjóri Minjaverndar, sem ávarpaði viðstadda, hópur afkomenda Brynjólfs Benedic tsens ásamt fylgdarliði.

Morgunblaðið/Árni Sæberg

Viðstaddir hlýða á Finnboga Guðmundsson, landsbókavörð rekja sögu bókhlöðunnar í Flatey.

Rýnt í Flateyjarbók.