Íbúðir aldraðra og þjónustumiðstöð: Byggingin verður fokheld um mánaðamótin Byggingaframkvæmdum miðar vel við íbúðir aldraða, heilsugæslustöð, þjónustumiðstöð og bifreiðageymslu á horni Garðastrætis og Vesturgötu, að sögn Guðmundar Pálma Kristinssonar...

Íbúðir aldraðra og þjónustumiðstöð: Byggingin verður fokheld um mánaðamótin Byggingaframkvæmdum miðar vel við íbúðir aldraða, heilsugæslustöð, þjónustumiðstöð og bifreiðageymslu á horni Garðastrætis og Vesturgötu, að sögn Guðmundar Pálma Kristinssonar yfirverkfræðings hjá byggingardeild Reykjavíkurborgar. Verið er að reisa þaksperrur og verður byggingin fokheld um mánaðarmótin ágúst ­ september.

Guðmudur sagði að nú væru um þrjátíu manns við vinnu í byggingunni á vegum Ístaks hf., en í þessum áfanga er gert ráð fyrir að húsinu verði skilað fullfrágengnu að utan og tilbúnu undir tréverk í febrúar á næsta ári. Undirbúningur er þegar hafinn við gerð útboðsgagna fyrir innréttingarnar en smíði þeirra verður boðin út í október næstkomandi.

Í húsinu verða 26 íbúðum fyrir aldraða, 500 fermetra heilsugæslustöð ásamt þjónustukjarna fyrir hverfið og bifreiðageymsla á tveimur hæðum. Þá hefur verið ákveðið að koma upp almenningssalernum á neðstu hæð hússins á horni Mjóstrætis og Vesturgötu. Áætlað er að fyrstu íbúarnir flytji inn í júlí 1989.

Morgunblaðið/Þorkell

Á vegum byggingardeildar Reykjavíkurborgar er verið að byggja íbúðir fyrir aldraða, þjónustumiðstöð og heilsugæslustöð á horni Garðastrætis og Vesturgötu.