Ólafur Jóhann Sigurðsson Allt of snemma var Ólafur Jó hann Sigurðsson kallaður frá okkur, ekki sjötugur að aldri. Allt of snemma þurfum við að sjá á bak einum mesta sagnaþul þessarar aldar og einu fágaðasta ljóðskáldi okkar tíma.

Þegar vinur deyr verður eftir tómarúm sem ekkert getur fyllt því hún er innantóm og röng klifunin um að maður komi í manns stað. Auðvitað læknar tíminn sárustu sorgina en eftir stendur ófullt og opið skarð. Þá er fágæt huggun að vita að eftir hafi verið skilinn söngur sem halda mun áfram að hljóma, tónar sem aldrei þurfa að deyja, vita að maður getur sest með bók í hönd og áður en varir er hinn gengni farinn að hvísla af síðum hennar:

En því hef ég kveðið þannig á stjarnlausri

nóttu

hinnar þaulslægu vélar, að ég er farinn að

óttast

um fólkið, um drenginn, um blómið á bakka

fljótsins

sem blöð sín teygir móti eilífu ljósi,

- farinn að spyrja hvort enginn sé óhultur

lengur,

og um mig læsist geigur við margt í senn.

Sögur og ljóð Ólafs Jóhanns Sigurðssonar voru þrungin geig og spegluðu þá opnu kviku sem vinum hans duldist ekki. Drengurinn úr Grafningnum, sá sem gekk geiglaus móti dásemdum heimsins í sögunni um hengilásinn, hafði löngu séð í gegnum blekkingarvefinn og bar þungan kvíða í brjósti. En hannhafði ekki gefist upp. Hann hafði ekki gengið inn í ríki feiknstafa guðanna, ekki selt sálu sína. Von hans og trú á mannkynið höfðu auðvitað orðið fyrir mörgum áföllum en samt lét hann aldrei af að boða það fagnaðarerindi sem honum þótti mannkyni mikilvægast:

Úr leggjum, völum

og lokasjóði,

svifmjúkum punti,

seigum rótum,

fléttum lyngjurta

lesnum á heiði,

stöfum dalgeisla

skal Dreyrá brúuð.

Ólafur Jóhann var af þeirri kynslóð sem svipti þjóðinni frá stöðnun miðalda til hins tæknivædda nú tímalífs. Kynslóð sem væddist bjartsýni þegar hún sigraðist á kreppunni miklu en hlaut að missa mikið af vongleði sinni við ógnir styrjaldanna sem á eftir komu. Ótrúlega margir samtíðarmenn hans lokuðu augunum fyrir alvöru tímanna og viku sér undan ábyrgðinni sem þvífylgir að vera maður. Ólafur Jóhann reyndi það aldrei. Hann lagði sál sína og heilsu undir í baráttunni gegn feiknstafaguðunum. Með því vann hann sjálfum sér lítið veraldlegt gagn, hvað þá heilsufarslegt, en hann skildi við okkur auðugari að máttugum sannleik og dýrmætum áminningum. Skáldsögur hans um breytingar samfélagsins urðu einhver fullkomnasta úttekt sem viðhöfum eignast á þeirri veröld semvar, um leið og þær fluttu viðvörun sína.

Skáldið Ólafur Jóhann Sigurðsson var fulltrúi hins agaða og fágaða. Hann reyndi aldrei að beygja hjá vanda heldur tókst á við hann til hinstu stundar af einurð, sem er of sjaldgæf. Í aganum hélst alltí hendur: Hugsun, myndir og mál. Þetta er auðvelt að sjá í ljóðum hans en blasir líka við ef grannt eru skoðaðar skáldsögurnar, t.d. sagnabálkurinn mikli um Pál Jónsson. Þar er ekkert ódýrt. Skáldið horfist undanbragðalaust í augu við samtíð sína og engin tilraun er gerð til að milda svipuhöggin. Marga hlýtur að svíða undan en fyrir arftakana verður dýrmætt að eiga þá viðvörun sem skrifuð var á vegginn.

Oft er sagt að erfitt sé að vera rithöfundur á íslenska tungu og bera á baki sér hinn magnaða arf sem fornbókmenntir okkar eru. En auðvitað er arfurinn líka til þess fallinn að brýna metnað þeirra semnú lifa og að hans vegna ætti ekkiað vera unnt að leyfa sér að skrifa fátæklega lágkúru. Skáldskapur Ólafs Jóhanns er skýrt dæmi um árangurinn sem náðst getur sé þessi brýning tekin alvarlega. Pálssagan er saga hinnar nýju Sturlungaaldar og Völsungasaga svífur þar yfir vötnum. Ljóð hans fela í sér listfenga samþættingu arfs og módernisma enda báru þau hróður hans víða.

Á einum vettvangi bókmennta þótti mér Ólafur Jóhann ókrýndur konungur. Það var í smásagnagerð. Þótt smásögur hafi ekki notið þeirrar hylli sem þær eiga skilið undanfarna áratugi hygg ég að sú tíð komi fyrr en varir að menn meti listatök Ólafs Jóhanns á þessari vandasömu grein. Þá munu sögur eins og Hengilásinn, Píus páfi yfirgefur Vatíkanið, Reistir píramídar hljóta viðurkenningu að verðleikum, ekki aðeins vegna boðskapar síns og mannlífslýsinga heldur einnigfyrir listatök skáldsins á efni sínu og einhverju vandmeðfarnasta sagnaformi sem fundið verður.

Ólafur Jóhann var ekki lang skólagenginn maður en hann var sannmenntaður og víðfróður. Samræður við hann voru menntandi þvíhann dró skarpar myndir, hugsun hans var meitluð og fáguð og ævinlega ræddi hann af hreinskilinni alvöru. Sumum mönnum er lagið að vera mjúkir í tungu. Það var Ólafur ekki. Hann hikaði ekki viðað segja til syndanna ef honum þótti það rétt. Og tilsögn hans varþannig að maður hlaut að taka henni. Hún var veitt af alvöru og alúð, mótuð af reynslu og raun.

Okkur hættir til að halda í gá leysi að ávallt komi dagur eftir þennan dag og ýmsu frestum við til morguns. Við fráfall Ólafs Jó hanns er sárt að hugsa um allt það sem ósagt var, allt það sem ólært var, sárt að hugsa um tómið sem maður tók sér ekki til að fræðast af honum um skáldskap og menningu, spurningarnar sem maður ætlaði alltaf að bera upp en gaf sérekki tíma til. Þannig glatast þvímiður alltof margt úr reynslu kynslóðanna þegar lífinu er lifað jafnhratt og nú um stundir. Síðasta samtali sem ég átti við hann, ör fáum dögum fyrir andlát hans, lauk með því að hann kvaðst hugsa gott til að lesa mér kvæði sem hannhefði í smíðum. Af þeim lestri verður ekki fyrr en á víðlendum handan vatnanna miklu. Og nú er of seint að þakka fyrir allar stundirnar hérna megin þeirra vatna. En það er gott að mega geyma þær í hjarta sér. Það er líka gott að vita til að Ólafur Jóhann fékk að kveðja okkur fullur af þeim eldmóði sem hann bjó alla ævi yfir, fullur vonar og trúar á mátt bókmenntanna til góðra verka.

Páll Jónsson skrifar í sögu sinni margt um þá góðu konu sem gerðist förunautur hans. Aldrei hef ég efast um að þar hafi höfundurinn verið að þakka konu sinni, ÖnnuJónsdóttur, samfylgdina. Íslenskir bókmenntaunnendur eiga henni ógoldna skuld fyrir þá einstöku umhyggju sem hún sýndi manni sínum. Án eljusemi hennar hefði Ólafur Jóhann ekki getað gefið sigað listsköpun sinni með svipuðum hætti og raun varð á. Að Önnu er þungur harmur kveðinn en hugsanlega raunabót að vita að nú líta margir til hennar með þökk og virðingu. Henni og ástvinum öllum votta ég samúð og flyt þakkir.

Heimir Pálsson