14. maí 1995 | Blaðaukar | 365 orð

SÓLSTOFUR GETA BREYTT MIKLU

Nú er runninn upp sá tími þegar húseigendur velta ekki hvað síst fyrir sér möguleikanum á að koma upp sólstofu við húsið. Slíkar sólstofur hafa reynst mörgum þýðingarmikið afdrep þegar sólin skín en næðingurinn gerir illmögulegt að sitja úti við. Þegar þannig háttar til geta sólstofur breytt miklu

SÓLSTOFUR GETA

BREYTT MIKLU

Nú er runninn upp sá tími þegar húseigendur velta ekki hvað síst fyrir sér möguleikanum á að koma upp sólstofu við húsið. Slíkar sólstofur hafa reynst mörgum þýðingarmikið afdrep þegar sólin skín en næðingurinn gerir illmögulegt að sitja úti við. Þegar þannig háttar til geta sólstofur breytt miklu

Sveinn Ingólfsson hjá Tæknisölunni selur sólstofur sem eru aðallega notaðar sem viðbyggingar við hús. Þessar sólstofur eru af ýmsum stærðum eftir vali hvers og eins," segir hann. Þær eru úr gleri, timbri eða áli. Ég panta þær frá Bandaríkunum og þær koma tilbúnar til uppsetningar. Við getum séð um að setja þær upp og kostnaðurinn við það fer eftir stærð stofunnar.

Verð sólstofanna er um 40 til 50 þúsund krónur fermetrinn, en verðlag er þó mjög breytilegt eftir því um hvaða stærðir og gerðir er að ræða. Eftirspurn er þó nokkur. Það sem skipti mestu máli við þessar sólstofur er að í þeim er gler sem kemur í veg fyrir ofhitun inni stofunni og hefur mikið einangrunargildi. Yfir allt glerið eru settir állistar og undir gleri í þaki eru einnig állistar, þannig að stofurnar eru viðhaldsfríar.

Íslenzk framleiðsla hjá Gluggum og garðhúsum Hjá Gluggum og garðhúsum eru til sölu sólskálar sem eru íslensk framleiðsla. Símon Ólafsson húsasmíðameistari sagði í samtali við Morgunblaðið að sólskálar þessir væru sérsmíðaðir og sérhannaðir eftir þörfum hvers og eins og aðstæðum á byggingarstað.

Við förum eftir teikningum arkitekta og tökum mið af aðstæðum á hverjum stað og óskum kaupenda um útfærslu," sagði Símon. Gróft reiknað má segja að kostnaður við að reisa sólstofu sé á bilinu 600 þúsund til ein milljón kr., en mismunur á verði er háður stærð og búnaði.

Við leggjum mikla áherslu á að fólk geti opnað glerveggina í sólaráttir. Það er höfuðatriði til þess að geta notið sólar inni í sólstofu. Með því er hægt að lengja sumarið og njóta sólar inni þegar ekki er hægt að vera úti. Ef hægt er að opna vel er hægt að nota svokallað gluggaveður til sólbaða innanhúss. Ég er búinn að vera við framleiðslu sólskála af þessu tagi í tíu ár og eftirspurnin hefur verið jöfn öll þessi ár og allsæmileg.

SÓLSKÁLI dæmigerður fyrir framleiðslu Glugga og garðhúsa.Aðgangsupplýsingar

Notandi:Þú ert ekki innskráð(ur).
Greinin: Þessi grein er ókeypis þar sem hún er eldri en þriggja ára.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.