Á SUMARÞINGI var lagt fram til kynningar frumvarp til breytingar á höfundarlögum þar sem m.a. er lagt til að höfundarréttur verðilengdur um tuttugu ár,úr fimmtíu árum í sjötíu.Þetta þýðir að ekki mágefa út verk látins höfundar fyrr en sjötíuárum eftir dauða hansnema með leyfi erfingja.
Höfundarréttur

lengdur í sjötíu ár

Á SUMARÞINGI var lagt fram til kynningar frumvarp til breytingar á höfundarlögum þar sem m.a. er lagt til að höfundarréttur verði lengdur um tuttugu ár, úr fimmtíu árum í sjötíu. Þetta þýðir að ekki má gefa út verk látins höfundar fyrr en sjötíu árum eftir dauða hans nema með leyfi erfingja.

Að sögn Þórunnar Hafstein í menntamálaráðuneytinu er ástæðan fyrir þessari endurskoðun á höfundarlögunum sú að verið er að samræma íslenska höfundarlöggjöf ákvæðum tilskipana ESB á sviði höfundarréttar. "Það varð niðurstaðan hjá ESB- ríkjunum eftir miklar bollaleggingar að samræma lög um höfundarrétt í sambandinu til að hefta ekki flæði hugverka um svæðið. Var tekin ákvörðun um að verndunartími hugverka skyldi vera 70 ár eins og hann hefur verið um skeið bæði í Þýskalandi og á Spáni."

Upphafið að þessum breytingum má raunar rekja til málshöfðunar popptónlistarmannsins Phil Collins á hendur þýskum aðilum sem hljóðrituðu tónleika hans og gáfu út á geisladisk án hans leyfis. Við umfjöllun þýskra dómsstóla fékkst sú niðurstaða að þýsku höfundarréttarlögin gætu ekki gilt um þegna annarra landa sambandsins en Þýskalands nema, í þessu tilviki, tónleikarnir hefðu farið fram í Þýskalandi. Collins áfríaði niðurstöðunni til ESB-dómstólsins sem eins og áður sagði komst að þeirri niðurstöðu að innan ESB skyldu vera ein lög um höfundarrétt.

Menntamálanefnd Alþingis hefur frumvarpið nú til umsagnar en það mun verða lagt fram til laga á næsta þingi.

Guðmundur Kamban lést árið 1945 og myndi einkaréttur á útgáfu verka hans því hafa fyrnst á næsta ári en nú eru allar líkur á að hann lengist.