25. október 1995 | Viðskiptafréttir | 199 orð

Wall Street Journal um átökin innan Sony Interactive Entertainment

Ólafur Jóhann vann en var vikið

WALL Street Journal skýrði frá því í gær að Sony Corp. hafi ráðið Bruce L. Stein forstjóra og aðalstjórnanda Sony Interactive Entertainment Inc., sem Ólafur Jóhann Ólafsson stýrði áður og að þar með sé lokið þriggja mánaða hræringum í kringum þetta mikilvæga fyrirtæki innan Sony.
Wall Street Journal um átökin innan Sony Interactive Entertainment

Ólafur Jóhann vann

en var vikið

WALL Street Journal skýrði frá því í gær að Sony Corp. hafi ráðið Bruce L. Stein forstjóra og aðalstjórnanda Sony Interactive Entertainment Inc., sem Ólafur Jóhann Ólafsson stýrði áður og að þar með sé lokið þriggja mánaða hræringum í kringum þetta mikilvæga fyrirtæki innan Sony.

Fram kemur að ráðningin eigi sér stað þegar Sony hafi náð umtalsverðum árangri með PlayStation sjónvarpsleikjaspilaranum. Eftirspurn sé svo mikil eftir þessu tæki, sem sameini hraðan leik og tóngæði, að Sony muni ekki geta annað henni fyrir komandi jólavertíð.

Um Ólaf segir Wall Street Journal að honum hafi verið vikið úr starfinu eftir heiftarlegan ágreining við yfirmenn Sony í Japan um verðlagningu á PlayStation-spilaranum. Ólafur, sem sé þó enn starfandi hjá Sony, hafi barist fyrir því að verð á hverju tæki yrði 299 dollarar. Hann hafi haft sigur en með því komið sér út úr húsi hjá íhaldssömum og háttsettum yfirmönnum Sony, samkvæmt heimildum blaðsins. Áður hafði komið fram í blaðinu að hugmynd Ólafs var þá að sjónvarpsleikirnir yrði aðaltekjulindin fremur en spilarinn.

Stein hefur að baki reynslu úr leikfangaiðnaðinum en starfaði undir það síðasta hjá DreamWorks þeirra Spielbergs og félaga.Aðgangsupplýsingar

Notandi:Þú ert ekki innskráð(ur).
Greinin: Þessi grein er ókeypis þar sem hún er eldri en þriggja ára.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.