HALALEIKHÓPURINN frumsýnir Túskildingsóperuna eftir Bertold Brecht í þýðingu Þorsteins Þorsteinssonar, laugardaginn 2. desember. Halaleikhópurinn er áhugaleikhópur sem starfar eftir kjörorðinu leiklist fyrir alla og er þetta fimmta starfsár leikhópsins.
Túskildings-

óperan

frumsýnd

HALALEIKHÓPURINN frumsýnir Túskildingsóperuna eftir Bertold Brecht í þýðingu Þorsteins Þorsteinssonar, laugardaginn 2. desember.

Halaleikhópurinn er áhugaleikhópur sem starfar eftir kjörorðinu leiklist fyrir alla og er þetta fimmta starfsár leikhópsins.

Níutíu manns standa að sýningunni, fatlaðir og ófatlaðir, fólk á öllum aldri undir leikstjórn Þorsteins Guðmundssonar leikara. Þorsteinn var annar leikstjóra Aurasálarinnar sem var fyrsta verkefni leikhópsins auk þess sem hann skrifaði seinna leikritið Rómeó og Ingibjörgu sérstaklega fyrir hópinn. Rúmlega 10 manns ganga nú til liðs við Halaleikhópinn og koma þau flest öll úr leiklistarstúdíói Gísla Rúnars og Eddu Björgvins.

Bertold Brecht skrifaði Túskildingsóperuna (die Dreigroschenoper) árið 1928 og var hún fyrst flutt í Theater am Schiffbauerdamm í Berlín, 31. ágúst það sama ár. Túskildingsóperan er unnin upp úr Betlaraóperunni eftir John Gay (skrifuð 1728) og fjallar líkt og hún um almúga og undirmálsfólk en Túskildingsóperunni velur Brecht þó annað sögusvið; Lundúni um aldamótin síðustu. Í uppfærslu Halaleikhópsins nú ríkir einhvers konar tímaleysi. Tónlistin í sýningunni er mörgum kunn en hún er eftir Kurt Weill.

Túskildingsóperan hefur oft verið leikin á Íslandi, ekki síst í áhugaleikfélögum en Þjóðleikhúsið setti Túskildingsóperuna á svið árið 1972 undir leikstjórn Gísla Alfreðssonar.

Lýsingu annast Vilhjálmur Hjálmarsson leikari og útlitsráðgjafi er Margrét Einarsdóttir.

Leiksýningarnar á Túskildingsóperunni verða í Halanum, Hátúni 12 (Sjálfsbjargarhúsinu).

Halaleikhópurinn.

HALALEIKHÓPURINN frumsýnir Túskildingsóperuna eftir Bertold Brecht á laugardag