Vinnustofusýning Jóhönnu Bogadóttur FRÉTT um vinnustofusýningu Jóhönnu Bogadóttur birtist brengluð og með rangri mynd í Morgunblaðinu í gær. Fréttin er því birt að nýju, eins og hún átti að vera.

Vinnustofusýning Jóhönnu Bogadóttur

FRÉTT um vinnustofusýningu Jóhönnu Bogadóttur birtist brengluð og með rangri mynd í Morgunblaðinu í gær. Fréttin er því birt að nýju, eins og hún átti að vera. Jóhönna Bogadóttir heldur vinnustofusýningu laugardag til mánudags, 10.-12. desember, á Hjarðarhaga 48, 4. hæð t.v.

Þar verða sýnd málverk, teikningar og grafíkmyndir unnar með blandaðri tækni, flest unnið á þessu ári.

Jóhanna er nú á starfslaunum sem borgarlistamaður og verður með sýningu á Kjarvalsstöðum á næsta hausti.

Sýningin er opin kl. 15.00-22.00 alla dagana.

Ein mynda Jóhönnu, Minning um hest.