Skeyti frá loðnusjómönnum: Fimm stórhveli í nótinni Töluvert veiðarfæratjón og veiði tap vegna ágangs stórhvela LOÐNUSJÓMENN hafa nú af því miklar áhyggjur hve ágangur stórhvela á loðnumiðunum er orðinn mikill.

Skeyti frá loðnusjómönnum: Fimm stórhveli í nótinni Töluvert veiðarfæratjón og veiði tap vegna ágangs stórhvela

LOÐNUSJÓMENN hafa nú af því miklar áhyggjur hve ágangur stórhvela á loðnumiðunum er orðinn mikill. Vegna þessa hafa skipstjórar 39 skipa sent skeyti til fjölmiðla þar sem þeir vekja athygli á ástandinu og því tjóni, sem hvalirnir valda. Skeytið fer hér í heild ásamt nöfnum þeirra, sem undir það skrifa:

"Skipstjórar á loðnuveiðiskipum vilja vekja athygli á því ógnvænlega ástandi, sem hefur verið á loðnumiðunum í haust og vetur vegna mikils ágangs stórhvela á loðnumiðunum. Undanfarin ár hefur orðið vart við vaxandi fjölda hvala, sem fylgja loðnugöngunum frá Vestfjörðum og austur fyrir land. Verst hefur ástandið verið síðastliðna viku.

Þessi fjölgun stórhvela á miðunum hefur valdið loðnuveiðiskipunum miklum erfiðleikum. Bátar hafa þurft að hætta veiðum tímabundið og oft eru allt að fimm hvalir í nótinni eftir kast. Ef stór hvelin lenda í nótinni ráðast þau á nótina og rífa úr henni stór stykki, þegar þau brjótast út. Töluvert veiðarfæratjón og veiðitap hefur hlotist af þessum sökum og bátar orðið að sigla í land með rifnar nætur og lítinn afla. Ein loðnunót kostar um 20 milljónir króna og fást slík tjón ekki bætt af tryggingarfélögunum.

Ef ágangur stórhvelanna vex getur farið svo að hætta verði veiðum um tíma."

Þorsteinn Erlingsson Erling KE Maron Björnsson Guðmundur Ólafur OF Hinrik Þórarinsson Dagfari ÞH Jón Eyfjörð Harpa RE Grétar Rögnvaldsson Jón Kjartansson SU Lárus Grímsson Hilmir II SU Reynir Jóhannsson Víkurberg GK Bjarni Gunnarsson Hólmaborg SU Aðalgeir Bjarnason Björg Jónsdóttir ÞH Gísli Runólfsson Bjarni Ólafsson ÁR Kristján Árnason Sigurður RE Ísak Valdimarsson Guðrún Þorkelsdóttir SU Magnús Þorvaldsson Sunnubeg GK Guðm. Garðarsson Sjávarborg GK Gunnar Gunnarsson Svanur RE Jónas Hrólfsson Júpiter RE Pétur Sæmundsson Þórshamar GK Hákon Magnússon Húnaröst ÁR Pétur Guðjónsson Vaðlaberg GK Grímur Jón Grímsson Guðmundur VE Geir Garðarsson Helga II Sævar Þórarinsson Albert GK Bjarni Bjarnason Súlan EA Marteinn Einarsson Höfrungur AK Einar Guðmundsson Keflvíkingur KE Hörður Björnsson Þórður Jónasson EA Sigurður Kristjónsson Skarðsvík SH Williard Ólason Grindvíkingur GK Sævald Pálsson Bergur VE Ingvi Einarsson Fífill HF Eyjólfur Guðjónsson Gullberg VE Gunnlaugur Jónsson Jón Finnson RE Eggert Þorfinnsson Hilmir SU Sigurður Sigurðsson Örn KE Helgi Valdimarsson Börkur NK Sigurjón Valdimarsson Beitir NK Guðm. I. Guðmundsson Huginn VE Guðm. Sveinbjörnsson Sighvatur Bjarnason VE Ólafur Einarsson Kap II