Dagvextir í stað dráttarvaxta: Gjaldheimtur fái aðlögunartíma MEIRIHLUTI fjárhags- og viðskiptanefndar efri deildar Alþingis leggur til að fresta því til 1. júlí að dráttarvextir verðireiknaðir sem dagvextir af skattskuldum.

Dagvextir í stað dráttarvaxta: Gjaldheimtur fái aðlögunartíma

MEIRIHLUTI fjárhags- og viðskiptanefndar efri deildar Alþingis leggur til að fresta því til 1. júlí að dráttarvextir verðireiknaðir sem dagvextir af skattskuldum. Í bráðabirgðalögum ríkisstjórnarinnar um efnahagsaðgerðir er ákvæði um að dráttarvextir skuli reiknast sem dagvextir, og er þessi breyting a.m.k. þegar komin til framkvæmda hjá Gjaldheimtunni í Reykjavík.

Dráttarvextir á skattskuldir hafa, í Gjaldheimtunni, verið reiknaðir út 3.-4. hvers mánaðar fyrir byrjaðan mánuð, og þeir sem greiddu skuldir sínar 1.-2. hvers mánaðar sluppu við dráttarvexti. Um mánaðamótin október-nóvem ber voru dráttarvextir hins vegar ekki reiknaðir, heldur voru dráttarvextir fyrir nóvember reiknaðir útí lok mánaðarins og lögðust á skuldir strax 1. desember.

Bráðabirgðalög ríkisstjórnarinnar komu úr nefnd í gær, og þar leggur meirihlutinn til að eldri ákvæði um dráttarvexti skuli haldast óbreytt til 1. júlí 1989 hvað varðar innheimtu opinberra gjalda til ríkissjóðs og sveitasjóðs. Eiður Guðnason formaður nefndarinnar sagði Morgunblaðinu að þessi tillaga væri samkvæmt ábendingu Sambands sveitarfélaga og væri ætlað að gefa sveitarfélögum aðlögunartíma fyrir breytinguna á útreikningi dráttarvaxta. Hins vegar hefði ekki verið ætlast til þess að þær gjaldheimtur sem þegar reiknuðu dagvexti breyttu vaxtatökunni aftur í fyrra horf.