Flying Tigers koma 10. jan. BANDARÍSKA flutningaflugfé lagið Flying Tigers hefur ákveðið fyrstu lendingu sína hér á Íslandi á pólleiðinni til Japans þann 10. janúar næstkomandi.

Flying Tigers koma 10. jan.

BANDARÍSKA flutningaflugfé lagið Flying Tigers hefur ákveðið fyrstu lendingu sína hér á Íslandi á pólleiðinni til Japans þann 10. janúar næstkomandi. Jafnframt verður það í fyrsta sinn, sem boðið verður upp á fragtflug héðan beint til Japans.

Fyrst í stað verða lendingar hér 7 í viku, en fjölgar fljótlega upp í 11. Þá verður boðið upp á fragtflug héðan austur á sunnudögum og þriðjudögum og oftar, verði nægileg eftirspurn eftir fragt, lágmark um 10 tonn hverju sinni.