Stjórnarandstaðan í efri deild: Atvinnutryggingarsjóður verði lagður niður Í efri deild hefur stjórnarandstaðan lagt fram nefndarálit sitt vegna bráðabirgðalaga ríkisstjórnarinnar.

Stjórnarandstaðan í efri deild: Atvinnutryggingarsjóður verði lagður niður

Í efri deild hefur stjórnarandstaðan lagt fram nefndarálit sitt vegna bráðabirgðalaga ríkisstjórnarinnar. Þar er meðal annars lagt til, að Atvinnutryggingarsjóður verði lagður niður og í hans stað stofnuð sérstök rekstrardeild við Byggðastofnun.

Minnihluti fjárhags- og viðskiptanefndar efri deildar segir í nefndaráliti sínu, að ekki sé hægt að tryggja rekstur fyrirtækja í útflutnings- og samkeppninsgreinum nema almenn rekstrarskilyrði verði bætt. Við núverandi aðstæður verði að horfast í augu við þá staðreynd, að gengið sé fallið. Jafnframt leiðréttingu gengis þurfi svo að treysta eiginfjárstöðu fyrirtækja og gera þeim kleift að skipta tapi sínu á mörg ár með skuldbreytingu. Verði gengið fellt sé nauðsynlegt að mæta því með lækkun söluskatts á helstu nauðsynjar heimilanna.

Minnihlutinn leggur í nefndaráliti sínu áherslu á að fyrirtækjum verði auðveldað að skipuleggja fjárfestingu sína fram í tímann og auðveldað að mæta sveiflum með breytingu á skattalögunum. Stofnun Atvinnutryggingarsjóðs er gagnrýnd og sagt að skipun stjórnar hans brjóti í bága við þingræðishefð. Lagt er til að í hans stað verði stofnuð sérstök rekstrardeild við Byggðasjóð, sem hafi það hlutverk, að treysta fjárhagsstöðu fyrirtækja í útflutningsog samkeppnisgreinum í tengslum við fjárhagslega endurskipulagningu, meiriháttar skipulagsbreytingar, samruna fyrirtækja og annað er horfi til hagræðingar. Rekstrardeild inni verði heimilt að hafa milligöngu um skuldbreytingu fyrir allt að 5 milljörðum króna í þessum tilgangi.

Minnihlutinn getur ekki fallist áað tekjur Atvinnuleysistryggingarsjóðs verði skertar, en leggur í staðinn til að rekstrardeildin fái heimild til 600 milljóna króna innlendrar lántöku, sem endurgreiðist af ríkissjóði og verði hluti af framlagi hans.

Minnihlutinn leggur enn fremur áherslu á nauðsyn þess, að hér álandi verði komið á fót opnum hlutabréfamarkaði. Leggja því þingmenn Sjálfstæðisflokks og Kvennalista til, að stofnaður verði hlutafjársjóður við Byggðastofnun, sem kaupi hlutabréf í fyrirtækjum í tengslum við fjárhagslega endurskipulagningu þeirra eða samruna fyrirtækja. Sjóðurinn afli sér hins vegar tekna með sölu aðildarbréfa.

Að minnihlutaálitinu standa Halldór Blöndal (S/Ne), Júlíus Sólnes (B/Rn) og Eyjólfur Konráð Jónsson (S/Rvk). Danfríður Skarphéðinsdóttir (Kvl/Vl) sat fundi í fjárhags- og viðskiptanefnd og lýsti sig samþykka þessu nefndaráliti.