GUÐFINNA

SIGURÐARDÓTTIR

Guðfinna Sigurðardóttir fæddist að Lambanesreykjum í Fljótum 16. október 1925. Hún lést á Sjúkrahúsi Siglufjarðar 30. apríl síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Sigurður Jónsson, bóndi í Skarðsdal á Siglufirði, og Björnonýja Guðný Hallgrímsdóttir húsfreyja. Guðfinna átti sjö bræður, þar af eru fjórir látnir. Guðfinna hóf sambúð með Einari Hallgrímssyni árið 1961 á Siglufirði. Eignuðust þau tvær dætur, Margréti og Sigurbjörgu. Fyrir átti Guðfinna einn son, Aðalberg Snorra Árnason. Guðfinna verður jarðsungin frá Siglufjarðarkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14.