Greinar laugardaginn 11. maí 1996

Forsíða

11. maí 1996 | Forsíða | 226 orð

Ciller andvíg stjórnarslitum

FLEST benti til þess í gær að flokkur Tansu Ciller, fyrrverandi forsætisráðherra Tyrklands, myndi ekki slíta stjórnarsamsamstarfi hægriflokkanna tveggja um sinn vegna ótta við að íslamski Velferðarflokkurinn kæmist til valda. Meira
11. maí 1996 | Forsíða | 65 orð

Kennslustund í Kóreusögu

LEIKSKÓLAKENNARI í Suður- Kóreu með barnahóp við stríðsminjasafn í Seoul í gær, í baksýn er skriðdreki af gerðinni M-1, smíðaður í Bandaríkjunum. 43 ár eru liðin síðan mannskæðu stríðinu við norðanmenn lauk en sérhver kynslóð er látin læra um styrjöldina við kommúnista með aðstoð kennslubóka og heimsókna á borð við þessa. Hundruð þúsunda manna féllu í átökunum, þar af rúmlega 50. Meira
11. maí 1996 | Forsíða | 86 orð

Reuter Átök í flóttamannabúðum

Reuter Átök í flóttamannabúðum TIL átaka kom í flóttamannabúðum í Hong Kong í gær er þúsundir Víetnama, sem senda á aftur til heimalandsins, kveiktu í hluta búðanna. Meira
11. maí 1996 | Forsíða | 111 orð

Takmarka vopnaeign

SAMKOMULAG hefur tekist milli ríkisstjórnar Ástralíu og fylkisstjórna um takmörkun á eign og meðferð skotvopna. Samkvæmt lögum, sem taka gildi á næstu vikum, verða sjálfvirkir og hálfsjálfvirkir rifflar bannaðir og einnig haglabyssur með pumpuhleðslu. Meira
11. maí 1996 | Forsíða | 246 orð

Útiloka ekki stuðning við vinstristjórn

SHANKAR Dayal, forseti Indlands, féllst í gær á afsagnarbeiðni forsætisráðherrans, P.V. Narasimha Rao, sem baðst lausnar fyrir sig og ríkisstjórn sína vegna ósigurs Kongressflokksins í þingkosningunum. Meira
11. maí 1996 | Forsíða | 216 orð

Waigel biðlar til Michaels Jacksons

THEO Waigel fjármálaráðherra Þýskalands skrifaði poppstjörnunni Michael Jackson opið bréf, sem birtist í blaðinu Bild í gær, og bað hann þar lengstra orða að hætta ekki við tónleikaferð til Þýskalands síðar á árinu. Meira

Fréttir

11. maí 1996 | Innlendar fréttir | 132 orð

0,25% hækkun á vísitölu

BENSÍNVERÐ hækkaði tvívegis í síðasta mánuði og nam hækkunin samanlagt 5,5-5,6%. Áhrif þessara hækkana koma inn í vísitölu neysluverðs nú í maímánuði og má gera ráð fyrir að vísitalan hækki um 0,24-0,25% vegna bensínhækkananna, en vísitalan fyrir maímánuð verður birt á mánudag. Meira
11. maí 1996 | Innlendar fréttir | 483 orð

110 sjóbirtingar í opnun úr Fitjarflóði

Ljómandi góð veiði hefur verið í Fitjarflóði í Grenlæk fyrstu veiðidagana. Eftir að vísindamenn og hópur stangaveiðimanna höfðu veitt og merkt yfir 400 sjóbirtinga, tóku menn til við venjulegan veiðiskap. Fyrsta hálfa daginn veiddust 15 fiskar, en fiskur var fremur tregur enda orðið kalt. "Svo hlýnaði strax daginn eftir, hitinn komst í 10 stig og veiðin glæddist um leið. Meira
11. maí 1996 | Erlendar fréttir | 295 orð

Armani dæmdur ÍTALSKI tískukóngurinn Giorgio Armani var í g

ÍTALSKI tískukóngurinn Giorgio Armani var í gær dæmdur í níu mánaða skilorðsbundið fangelsi og honum var gert að greiða 100 milljónir líra, jafnvirði 4,2 milljóna króna, í réttarhöldum yfir mörgum af þekktustu tískufrömuðum Ítalíu. Armani var á meðal níu sakborninga sem játuðu að hafa greitt skatteftirlitsmönnum mútur gegn því að fá vægari dóma. Meira
11. maí 1996 | Innlendar fréttir | 75 orð

Atkvöld Taflfélagins Hellis

TAFLFÉLAGIÐ Hellir stendur fyrir atkvöldi mánudaginn 13. maí nk. Tefldar verða sex umferðir eftir Monrad-kerfi. Fyrst eru tefldar þrjár hraðskákir og svo þrjár atskákir en þannig lýkur mótinu á einu kvöldi. Meira
11. maí 1996 | Innlendar fréttir | 287 orð

Atvinnulausum fækkað um 3.200 manns frá í fyrra

ATVINNULAUSUM hefur fækkað um 3.200 manns frá því í apríl í fyrra til jafnlengdar í ár, samkvæmt vinnumarkaðskönnun Hagstofu Íslands, og hefur atvinnuleysið í könnunum stofnunarinnar ekki mælst jafnlítið í fjögur ár eða frá því í apríl árið 1992. Meira
11. maí 1996 | Innlendar fréttir | 324 orð

Á fjórða tug fyrirtækja taka þátt í byggingadögum

SAMTÖK iðnaðarins standa fyrir byggingadögum um land allt um helgina undir kjörorðunum Fé og framkvæmdir. Þetta er í þriðja sinn sem efnt er til byggingadaga og hafa tugþúsundir gesta sótt þátttökufyrirtækin heim sl. tvö ár. Á fjórða tug fyrirtækja í Reykjavík, Kópavogi, Garðabæ, Hafnarfirði, Borgarnesi, Akureyri og Vestmannaeyjum taka þátt að þessu sinni. Meira
11. maí 1996 | Erlendar fréttir | 359 orð

Ákall til ríkis úr vígi Samstöðu

STARFSMENN skipasmíðastöðvar í Gdansk, þar sem Samstaða var stofnuð, efndu í gær til mótmæla á götum borgarinnar og kröfðust þess að ríkið veitti fyrirtækinu fjárhagsaðstoð til að bjarga því frá gjaldþroti. Meira
11. maí 1996 | Innlendar fréttir | 131 orð

Bóklegt próf í líkamsrækt

180 NEMENDUR í Menntaskólanum í Hamrahlíð þreyttu bóklegt próf í líkamsrækt í gær. Vegna aðstöðuleysis er ekki verklegt próf þreytt í þessum fræðum ólíkt því sem gerist í öðrum skólum. Olga Garðarsdóttir, sem kennir líkamsrækt við MH, segir að námsgrein þessi hafi verið tekin upp fyrir fjórum árum, þ.e. bókleg kennsla á móti verklegri kennslu. Meira
11. maí 1996 | Erlendar fréttir | 318 orð

Bretar og Grikkir á móti afnámi neitunarvalds

BRETLAND og Grikkland leggjast algerlega gegn tillögum annarra ríkja Evrópusambandsins um að vikið verði frá þeirri reglu að öll aðildarríkin verði að vera sammála um aðgerðir Evrópusambandsins í utanríkis- og öryggismálum. Hin ríkin þrettán telja að afnám neitunarvalds einstakra ríkja sé forsenda þess að ESB geti látið til sín taka á alþjóðavettvangi. Meira
11. maí 1996 | Innlendar fréttir | 385 orð

Búnaðarbanki má innheimta vanskilagjald

HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur hefur sýknað Búnaðarbanka Íslands af kröfum konu, sem hélt því fram að óheimilt væri að innheimta svokallað vanskilagjald, enda engin heimild í lögum til töku þess. Héraðsdómur segir vanskilagjald lið í innheimtu vanskila og vísar til reglna um skaðleysi skuldareiganda af innheimtu. Meira
11. maí 1996 | Akureyri og nágrenni | 50 orð

Danssýning

Danssýning DANSSÝNING Ballettskólans á Akureyri verður á morgun, sunnudaginn 12. maí kl. 17 í Gryfju Verkmenntaskólans á Akureyri. Yngri og eldri nemendur ballettskólans sýna ballett, modern og djass. Danshöfundur er Asako Ichihashi. Tónlist flytur Nicole Vala Cariglia ásamt slagverksnemendum Tónlistarskólans á Akureyri. Meira
11. maí 1996 | Erlendar fréttir | 244 orð

Dole hæðist að utanríkisstefnu Bills Clintons

BOB Dole, væntanlegur frambjóðandi repúblikana í forsetakosningunum í Bandaríkjunum í nóvember, gagnrýndi utanríkisstefnu Bills Clintons forseta harkalega í ræðu á fimmtudag og sagði að hann hefði stefnt hagsmunum Bandaríkjamanna í voða um allan heim, allt frá Atlantshafsbandalaginu (NATO) til Asíu, og dregið úr trúverðugleika með "veiklyndi, óákveðni og tvíræðni". Meira
11. maí 1996 | Innlendar fréttir | 204 orð

DREGIÐ var úr innsendum miðum sl. miðvikudag í Bylgjupotti Gí

DREGIÐ var úr innsendum miðum sl. miðvikudag í Bylgjupotti Gírótombólunnar sem Landsbjörg stendur fyrir í morgunþætti Valdísar Gunnarsdóttur á Bylgjunni. Komu upp nöfn tíu einstaklinga. Meira
11. maí 1996 | Innlendar fréttir | 101 orð

Einn á slysadeild

SLÖKKVILIÐIÐ í Reykjavík var kallað út að Ásgarði 24 í Reykjavík upp úr kl. 20 í gærkvöldi. Eldsneyti virtist hafa verið borið í hluti í geymslu í kjallara og eldur borinn að. Reyk lagði út úr kjallaranum og upp stigaganginn. Á næstu hæð eru verslanir og íbúðir efst. Kona með barnaafmæli reyndi að komast út úr íbúðinni en varð að snúa til baka. Meira
11. maí 1996 | Erlendar fréttir | 128 orð

Enginn "ljóskusími"

TALSMENN finnska fyrirtækisins Nokia þvertóku í gær fyrir það að verið væri að setja á markaðinn "ljóskusíma" en kynning þess á nýjum einföldum farsíma hefur þótt gefa tilefni til þess. Síminn sem nefndur er "rinGo" er einfaldari að allri gerð en fyrri gerðir farsíma Nokia, sem er stærsti farsímaframleiðandi Evrópu. Meira
11. maí 1996 | Innlendar fréttir | 111 orð

Erindi um unninn og frosinn fisk

DR. JAE W. Park, prófessor hjá fiskrannsóknastofnun ríkisháskólans í Oregon, flytur tvö erindi um íblöndunarefni í unnar fiskafurðir á Rannsóknastofnun fiskiðnaðarins mánudaginn 13. maí. klukkan 13. Annað erindið tekur til efna, sem bæta byggingareiginleika unninna fiskafurða og hitt fjallar um efni, sem auka frostþol í fiskafurðum. Dr. Meira
11. maí 1996 | Innlendar fréttir | 190 orð

ESB boðið til viðræðna um síldveiðar

FULLTRÚAR Íslands, Noregs, Rússlands og Færeyja munu á mánudag eiga fund með embættismönnum utanríkisdeildar framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins í Brussel. Tilgangurinn er að útskýra fyrir Evrópusambandinu efni samnings landanna fjögurra um skiptingu síldarkvóta á þessu ári og bjóða sambandinu til viðræðna um hugsanlega þátttöku þess í aðgerðum til að vernda norsk- íslenzka síldarstofninn. Meira
11. maí 1996 | Innlendar fréttir | 94 orð

FÍB tryggir hjá Lloyd's

FÉLAG íslenskra bifreiðaeigenda á nú í viðræðum við breska vátryggjandann Ibex Motor Syndicate at Lloyd's, sem starfar innan Loyds- tryggingamarkaðarins í London, um tryggingar á ökutækjum félagsmanna. Meira
11. maí 1996 | Erlendar fréttir | 122 orð

Flóttamannaskipi vísað á brott

HRÖRLEGT flutningaskip í nígerískri eigu sigldi frá hafnarborginni San Pedro á Fílabeinsströndinni áleiðis til Ghana á fimmtudagskvöld með nær 6.000 líberíska flóttamenn um borð. Stjórnvöld í landinu leyfðu nokkrum konum og börnum sem voru í skipinu að verða eftir en óttuðust að meðal karlanna væru liðsmenn stríðandi fylkinga í Líberíu og kröfðust þess að skipið, Bulk Challenger, héldi á brott. Meira
11. maí 1996 | Innlendar fréttir | 431 orð

Fræðigreinin gerð sýnileg almenningi

DAGSKRÁ verður í Ráðhúsi Reykjavíkur á morgun, sunnudag, í tilefni alþjóðadags hjúkrunarfræðinga og er almenningi sérstaklega boðið að taka þátt í viðburðinum. Yfirskrift alþjóðadags hjúkrunarfræðinga er að þessu sinni "Rannsóknir í hjúkrun ­ betri hjúkrun ­ betra líf". Alþjóðadagur hjúkrunarfræðinga er haldinn um heim allan á fæðingardegi Florence Nightingale 12. Meira
11. maí 1996 | Innlendar fréttir | 171 orð

Fuglaskoðun á Njarðvíkurfitjum

FUGLAVERNDARFÉLAGIÐ efnir sunnudaginn 12. maí til fuglaskoðunar á Njarðvíkurfitjum. Hefst skoðunin kl. 10.30 og stendur yfir í um 2 klst. Hist verður við steypustöðina í Ytri- Njarðvík og þaðan yfir í Innri- Njarðvík. Að fuglaskoðun lokinni verður sest yfir kaffi og með því og smáspjalli í Stekkjarkoti, litla og vinalega torfhúsinu sem stendur við Fitjarnar. Meira
11. maí 1996 | Akureyri og nágrenni | 102 orð

Fyrirlestur um hugarfar og hagvöxt

Fyrirlestur um hugarfar og hagvöxt STEFÁN Ólafsson prófessor og forstöðumaður Félagsvísindastofnunar Háskóla Íslands flytur opinn fyrirlestur við Háskólann á Akureyri næstkomandi þriðjudag, 14. maí í stofu 24 í húsnæði háskólans við Þingvallastræti. Meira
11. maí 1996 | Innlendar fréttir | 52 orð

Fyrirlestur um tanneyðingu

MANNELDISFÉLAG Íslands boðar nk. þriðjudag, 14. apríl, til fundar um tanneyðingu. Nýjar rannsóknir á þessu fyrirbæri hafa vakið mikla athygli undanfarið. Á fundinum mun Peter Holbrook, prófessor við tannlæknadeild Háskóla Íslands, flytja erindi og svara fyrirspurnum. Fundurinn verður haldinn í Norræna húsinu og hefst kl. 20.30 og er öllum opinn. Meira
11. maí 1996 | Landsbyggðin | 76 orð

Gengið til samninga við Einar Má

Egilsstöðum - Á fundi stjórnar Skólaskrifstofu Austurlands var ákveðið að ganga til samninga við Einar Má Sigurðarson einn þriggja umsækjenda um starf forstöðumanns Skólaskrifstofu Austurlands sem auglýst var laust til umsóknar. Einar Már hefur gegnt starfi skólameistara Verkmenntaskólans í Neskaupstað. Meira
11. maí 1996 | Innlendar fréttir | 130 orð

Gróft ofbeldiog klám á Sýn

HJÁLMAR Árnason alþingismaður skoraði á menntamálaráðherra á Alþingi í gær að láta kanna hvort útsendingar sjónvarpsstöðvarinnar Sýnar væru löglegar. Hjálmar sagði að ein íslenska sjónvarpsstöðin hefði ekki sýnt eina einustu mínútu af íslensku efni frá því hún hóf útsendingar. "Það sem er meira. Hún sýnir grófara ofbeldi en nokkru sinni hefur sést í íslenskri sjónvarpsstöð. Meira
11. maí 1996 | Innlendar fréttir | 76 orð

Hákarl í netin

ÞEIR Eggert Sverrisson og Guðmundur Þorsteinsson á bátnum Katrínu ST 75 fengu hákarl í grásleppunetin sl. miðvikudag og urðu þeir að slefa honum í land á síðunni. Hákarlinn er 365 sm langur og 375 kg að þyngd. Guðmundur á Munaðarnesi hefur verið fenginn til að verka hákarlinn. Meira
11. maí 1996 | Innlendar fréttir | 78 orð

Háskólafyrirlestur í heimspeki

DR. MARTINM Schwab, prófessor í heimspeki við Kaliforníuháskóla í Irvine, flytur opinberan fyrirlestur í boði heimspekideildar Háskóla Íslands mánudaginn 13. maí kl. 20.15 í stofu 101 í Odda. Fyrirlesturinn ber yfirskriftina "Unsociable Sociability, Reflections on Kant's Idea of History" og verður fluttur á ensku. Dr. Schwab er þýskur að uppruna. Meira
11. maí 1996 | Akureyri og nágrenni | 78 orð

Heilsað upp á ærnar

BJARKI, sem er lítill gutti á Akureyri, fór í sína fyrstu heimsókn í fjárhús á dögunum og ekki annað að sjá en kindurnar á Hrísum í Eyjafjarðarsveit kunni vel að meta félagsskap hans. Með Bjarka í för var systir hans, Selma, sem fylgist sposk með Stefáni vini sínum, en hann er alvanur að fara í fjárhús - hjá ömmu og afa á Svalbarði í Þistilfirði þar sem hann á sjálfur ána Móru. Meira
11. maí 1996 | Innlendar fréttir | 50 orð

HELGU RE hleypt af stokkunum

LAUGARDAGINN 4. maí síðastliðinn var Helgu RE 49 hleypt af stokkunum hjá skipasmíðastöðinni Slipen í Sandnessjøen í Noregi. Skipið er tæplega 2.000 brúttótonn og 4.000 rúmmetrar, og er það í eigu Ingimundar hf. í Reykjavík. Helga RE er væntanleg hingað til lands 20. júlí næstkomandi. Meira
11. maí 1996 | Innlendar fréttir | 214 orð

Hert á friðun Miðbæjarskóla

MENNTAMÁLARÁÐHERRA hefur með ráðherrabréfi ákveðið að ganga lengra í friðun Miðbæjarskóla en Húsafriðunarnefd ríkisins lagði til. Nefndin lagði til að tvær aðalhæðir skólans yrðu friðaðar en ráðherra ákvað að friðunin næði einnig til búningsklefa og smíðastofu í kjallara. Meira
11. maí 1996 | Innlendar fréttir | 57 orð

Hlaut Dannebrogsorðuna

MARGRÉT II Danadrottning hefur sæmt Hörð Sigurgestsson, forstjóra Eimskips, Riddarakrossi af 1. gráðu Dannebrogsorðunnar. Hörður hlýtur orðuna vegna starfa hans við að efla og halda uppi góðri samvinnu við dönsk flutningsfyrirtæki og stuðningi hans við kynningu á dönskum menningarviðburðum á Íslandi. Meira
11. maí 1996 | Akureyri og nágrenni | 213 orð

Hrein eign 9,5 milljarðar

HREIN eign Lífeyrissjóðs Norðurlands til greiðslu lífeyris nam í árslok 1995 samtals 9,5 milljörðum króna og hafði vaxið um 13,7% frá fyrra ári. Iðgjöld til sjóðsins á síðasta ári námu samtals 640 milljónum króna og hækkuðu um 7,5% á milli ára. Samtals greiddu 10.384 félagsmenn hjá 955 launagreiðendum til sjóðsins á árinu, þar af greiddu 6. Meira
11. maí 1996 | Innlendar fréttir | 533 orð

"Hver stúlka annarri fegurri"

STRÖNG öryggisgæsla setur svip sinn á keppnina um Ungfrú alheim, sem fer fram 17. maí næst komandi í Las Vegas, en fulltrúi Íslands þar er Hrafnhildur Hafsteinsdóttir fegurðardrottning Íslands 1995. Hrafnhildur sagði í samtali við Morgunblaðið að vopnaðir verðir fylgdu keppendum hvert sem þeir fara, jafnvel á milli hæða á hóteli því sem stúlkurnar búa á. Meira
11. maí 1996 | Erlendar fréttir | 58 orð

Hvorki brun, svig né stökk

ÞÝSKI áhættuíþróttamaðurinn Jochen Schweitzer sést hér skíða niður lóðrétta, 70 metra háa framhlið hótels í M¨unchen í gær. Ekki kom skýrt fram í fréttinni hvernig búnað Schweitzer notaði en ljóst er að hann hefur öfluga taug sér til trausts og halds enda hætt við að hann yrði ella fyrir einhverju hnjaski við lendinguna. Meira
11. maí 1996 | Innlendar fréttir | 103 orð

Í haldi vegna gruns um íkveikju

FJÖRUTÍU og fjögurra ára karlmaður situr nú í gæsluvarðhaldi, grunaður um að hafa kveikt í risi hússins að Bárugötu 19 aðfaranótt þriðjudagsins. Eldur logaði út um glugga á risinu þegar slökkviliðið kom að húsinu um kl. 2.30 um nóttina. Í fyrstu var óttast að maður væri inni í risherbergi, en svo reyndist ekki vera. Síðar féll svo grunur á risíbúann um að vera valdur að brunanum. Meira
11. maí 1996 | Innlendar fréttir | 238 orð

Jarðvegsbætir frá Sorpu

SORPA hefur sett á markað jarðvegsbætinn Moltu, sem gerður er úr garðaúrgangi af höfuðborgarsvæðinu. Úrgangur frá görðum var urðaður allt til ársins 1994 þegar mylting hans var hafin í tilraunaskyni. Í kynningarbæklingi frá Sorpu segir að Molta gefi garðinum líf, sé góð í útplöntun, fín fyrir grasflöt og sem næring fyrir gras og blóm. Einnig er hún sögð auka árangur af matjurtaræktun. Meira
11. maí 1996 | Akureyri og nágrenni | 54 orð

Kveldúlfskórinn í Deiglunni

Kveldúlfskórinn í Deiglunni KVELDÚLFSKÓRINN í Borgarnesi heldur tónleika í Deiglunni á Akureyri í dag, laugardaginn 11. maí kl. 17. Á efnisskrá kórsins eru m.a. þekkt íslensk lög og syrpur af vinsælum Vínarlögum. Meira
11. maí 1996 | Miðopna | 424 orð

Lagatofnun kynnir álit sitt á mánudag

ASÍ fellst ekki á breytingar meirihluta félagsmálanefndar á stéttarfélagsfrumvarpinu. Skv. heimildum Ómars Friðrikssonar telja þrír lögfræðingar stéttarfélaga breytingarnar brot á félagafrelsisákvæðum en álit Lagastofnunar HÍ á breytingartillögunum verður kynnt í nefndinni á mánudag. Meira
11. maí 1996 | Innlendar fréttir | 447 orð

Lagt til að banna tóbakssölu til yngri en 18 ára

BANNAÐ verður að selja eða afhenda tóbak til einstaklinga yngri en 18 ára, samkvæmt breytingartillögu heilbrigðisnefndar Alþingis við frumvarp um tóbaksvarnir. Í frumvarpinu var lagt til að þetta aldurstakmark yrði 17 ár en það er 16 ár í núgildandi lögum. Meira
11. maí 1996 | Innlendar fréttir | 382 orð

Landvernd taki við af Náttúruverndarráði

FORSVARSMENN Landverndar gera að tillögu sinni í umsögn um nýtt frumvarp til náttúruverndar að samtökin taki að sér hlutverk Náttúruverndarráðs í framtíðinni, að sögn Svanhildar Skaftadóttur framkvæmdastjóra. Meira
11. maí 1996 | Erlendar fréttir | 136 orð

Laus eftir 21 ár

HANNA Krabbe, sem dæmd var í ævilangt fangelsi fyrir þátttöku í árás þýsku öfgasamtakanna Rauðu herdeildanna, RAF, á þýska sendiráðið í Stokkhólmi, var látin laus í L¨ubeck í gær eftir að hafa setið inni í 21 ár og sést hér fagna frelsinu með vinum sínum. Tveir sendiráðsmenn og tveir hryðjuverkamenn létu lífið í árásinni í Svíþjóð. Meira
11. maí 1996 | Innlendar fréttir | 112 orð

Loforð um 11,2 milljónir

SAFNAÐ hafði verið loforðum um fjárframlög að verðmæti um 11,2 milljónir í landssöfnun til styrktar forræðismáli Sophiu Hansen í Tyrklandi í gærkvöldi. Landssöfnunin fór fram á öllum útvarpsstöðvunum. Meira
11. maí 1996 | Innlendar fréttir | 174 orð

Lögskrá ber áhöfn Heinaste á Íslandi

SÝSLUMANNSEMBÆTTIÐ í Hafnarfirði hefur lagt það fyrir eiganda útgerðaraðila Heinaste HF 1, sem er á úthafskarfaveiðum á Reykjaneshrygg, að lögskrá áhöfn skipsins hér á landi nú þegar. Þegar lögskráningarmál Heinaste komu til athugunar við embætti sýslumannsins í Hafnarfirði í mars sl. sýndu framlögð gögn að útgerðarstaður skipsins væri á Kýpur. Meira
11. maí 1996 | Innlendar fréttir | 138 orð

Messa og kaffi sala Kvenfélags Breiðholts

MÆÐRADAGURINN og hinn almenni bænadagur er sunnudaginn 12. maí og að venju verður messa og kaffisala í Breiðholtskirkju í Mjódd í umsjá Kvenfélags Breiðholts. Sr. Guðný Hallgrímsdóttir prédikar og þjónar fyrir altari ásamt sóknarpresti, Sólrún Hlöðversdóttir syngur einsöng og kvenfélagskonur annst ritningarlestur. Meira
11. maí 1996 | Akureyri og nágrenni | 83 orð

MESSUR

MESSUR AKUREYRARKIRKJA: Guðsþjónusta á morgun, sunnudag kl. 11 og á Seli kl. 14. GLERÁRKIRKJA: Guðsþjónusta kl. 14, sr. Guðmundur Guðmundsson þjónar. HJÁLPRÆÐISHERINN: Bænastund kl. 19.30, almenn samkoma kl. 20, krakkaklúbbur kl. 17, lofgjörðarsamkoma kl. 20.30 á uppstigningadag. Meira
11. maí 1996 | Innlendar fréttir | 492 orð

Miðlun ehf. brotleg gegn samkeppnislögum

SAMKEPPNISRÁÐ hefur komist að þeirri niðurstöðu að Miðlun ehf. hafi við kynningu og sölu á fyrirhugaðri útgáfu á ritinu "Dear Visitor" brotið gegn ákvæðum 20. og 21. greinar samkeppnislaga. Miðlun beri að gæta þess vandlega í viðskiptum sínum að skýrt komi fram að Helgi Steingrímsson standi ekki lengur að ritinu Gesti. Meira
11. maí 1996 | Erlendar fréttir | 296 orð

Museveni með afgerandi forystu

YOWERI Museveni, forseti Uganda, virtist í gær hafa tryggt sér áframhaldandi setu í embætti og hafði 82,5% fylgi þegar atkvæði frá rúmlega helmingi kjörstaða höfðu verið talin, en helsti andstæðingur hans, Paul Ssemogerere, sagði að rangt hefði verið haft við í kosningunum og úrslitin væru ómark. Meira
11. maí 1996 | Innlendar fréttir | 149 orð

Námskeið í sálrænni skyndihjálp

REYKJAVÍKURDEILD RKÍ gengst fyrir tveggja daga námskeiði í sálrænni skyndihjálp, stórslysasálfræði (áfallahjálp) 15. og 22. maí nk. Kennt verður frá kl. 18­21 báða dagana. Námskeiðið er ætlað öllum þeim sem áhuga hafa á áfalla- og stórslysasálfræði og eru eldri en 15 ára. Væntanlegir þátttakendur þurfa ekki að hafa færðilega þekkingu né reynslu á þessu sviði. Meira
11. maí 1996 | Innlendar fréttir | 607 orð

Nærri lá að Norðmenn og Rússar semdu við ESB

NÆRRI lá fyrir skemmstu að Norðmenn og Rússar slitu samningaviðræðum við Íslendinga og hæfu viðræður við Evrópusambandið um veiðar úr norsk-íslenska síldarstofninum. Þetta upplýsti Halldór Ásgrímsson utanríkisráðherra á fundi sem Félag ungra framsóknarmanna stóð fyrir í vikunni Meira
11. maí 1996 | Akureyri og nágrenni | 76 orð

Opið á laugar- dögum í maí

Amtsbókasafnið á Akureyri Opið á laugar- dögum í maí AMTSBÓKASAFNIÐ á Akureyri verður opið á laugardögum fram til 8. júní næstkomandi en það er gert til að bæta þjónustu við bæjarbúa. Áður var safnið lokað á laugardögum í maímánuði. Safnið verður opið frá kl. Meira
11. maí 1996 | Innlendar fréttir | 177 orð

PETER LOCKE

PETER Locke píanóleikari lést 8. maí sl. í London. Peter var fæddur 2. febrúar 1937. Hann stundaði nám við King's College, Cambridge; The Royal Academy of Music, London og L'Accademia di Santa Cecilia í Róm. Meira
11. maí 1996 | Innlendar fréttir | 519 orð

Ræða samskipti milli ólíkra persónuleika

"ÉG VERÐ að segja að mér finnst alveg dásamlegt hvað ITC-félagar á Íslandi eru orðnir margir. Hlutfall félaga miðað við íbúafjölda er mjög hátt," segir Renée Toolens varaformaður þriðja alþjóðasvæðis ITC- samtakanna. Renée heldur erindi á 11. Landsþingi ITC-samtakanna á Grand Hótel Reykjavík um helgina. ITC-samtökin stuðla að þjálfun í samskiptum. Meira
11. maí 1996 | Erlendar fréttir | 218 orð

Segja Saddam ausa fé í hallir og lystisnekkju

YFIR hálf milljón barna hefur látið lífið í Írak frá því að Sameinuðu þjóðirnar, SÞ, lýstu yfir viðskiptabanni á landið fyrir fimm árum. Á sama tíma hefur Saddam Hussein, leiðtogi landsins eytt yfir einum milljarði Bandaríkjadala, um 66 milljörðum ísl. kr., í byggingu 48 nýrra halla og lystisnekkju, að því er fullyrt er í fréttaþættinum "60 mínútum" sem sýndur verður á sunnudag í Bandaríkjunum. Meira
11. maí 1996 | Innlendar fréttir | 291 orð

Séra Pálmi ekki í framboð

MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi tilkynning frá sr. Pálma Matthíassyni, sóknarpresti í Bústaðakirkju, Kjalarlandi 8, Reykjavík: "Ég hef ákveðið að gefa ekki kost á mér í framboð til embættis forseta Íslands, þrátt fyrir að fast hafi verið að okkur hjónum sótt að gefa kost á okkur til þessa virðulega embættis. Meira
11. maí 1996 | Landsbyggðin | 52 orð

Síldarnót féll þvert yfir umferðargötu

Neskaupstað-Það óhapp vildi til hjá skipverjum á Berki þegar þeir voru að flytja síldarnót frá Netagerðinni á Höfn að nótin féll af vagninum sem flutti hana og lenti hún þvert yfir aðalumferðargötu bæjarins. Ekki hlaust neitt slys af en gatan var lokuð nokkurn tíma vegna þessa. Meira
11. maí 1996 | Innlendar fréttir | 76 orð

Síldarveisla

SELIRNIR í Húsdýragarðinum eru væntanlega kátir yfir því að síldin skuli vera komin inn í íslensku lögsöguna til þess að gildna. Sá stökkfimi á myndinni lét sig ekki muna um að læsa tönnum um bústinn síldarbol á matartíma í gær, meðan annar félaganna svamlaði af hæglæti og beið þess að komast í návígi við hönd allsnægtanna. Meira
11. maí 1996 | Innlendar fréttir | 779 orð

Sló sænskum stórfyrirtækjum við

Jónína Benediktsdóttir er fyrsta konan sem útnefnd er Atvinnurekandi ársins síðan farið var að veita þessi verðlaun 1984, segir í fréttum Helsingborgarblaðanna í Svíþjóð er hún hlaut þessa nafnbót að viðstöddum borgarstjórnarmönnum, stjórnarmönnum atvinnurekenda og fleiri gestum í hátíðasal Ráðhússins. Meira
11. maí 1996 | Innlendar fréttir | 660 orð

Staðan á einkamarkaði ræður ákvörðun

MENNTAMÁLARÁÐHERRA segir að ákvörðun um hvort Ríkisútvarpið hverfi af auglýsingamarkaði verði að taka mið af því hvort um raunverulega samkeppni sé að ræða milli einkaaðila. "Það er ekki réttlætanlegt að afhenda aðila, sem fengið hefur leyfi til áskriftarsjónvarps, allar auglýsingatekjur ríkissjónvarps, svo dæmi sé tekið. Meira
11. maí 1996 | Innlendar fréttir | 226 orð

Stefánsdagur í Austurbæjarskóla

ÞRJÁTÍU ár eru liðin 12. maí nk. frá láti Stefáns Jónssonar, rithöfundar og kennara. Meðal barna- og unglingabóka hins kunna rithöfundar eru Hjaltabækurnar, Guttavísur, Börn eru besta fólk, Margt getur skemmtilegt skeð og Mamma skilur allt. Að auki skrifaði Stefán bækur fyrir fullorðna. Meira
11. maí 1996 | Innlendar fréttir | 216 orð

Stjórnvöld gera úttekt á grasatekju

UMHVERFISRÁÐHERRA ætlar að setja á fót starfshóp til að gera úttekt á umfangi grasatekju hér á landi og meta hvort ástæða sé til að grípa í taumana til að fyrirbyggja rányrkju. Þetta kom fram á Alþingi á miðvikudag og einnig að ásókn í íslenskar jurtir til iðnaðarframleiðslu, einkum snyrtivara, hefur aukist mjög á síðustu árum. Þannig störfuðu a.m.k. Meira
11. maí 1996 | Akureyri og nágrenni | 169 orð

Stundvísum nemendum umbunað með pítsuveislu

UM 140 krakkar í Gagnfræðaskólanum á Akureyri uppskáru ríkulega á síðasta kennsludegi skólans í gær þegar þeim var umbunað fyrir góða skólasókn í vetur með veglegri pítsuveislu. Nýtt mætingakerfi var tekið í notkun síðasta haust og þá jafnframt tilkynnt að þeir sem það stæðust fengju pítsuveislu að vori. Meira
11. maí 1996 | Innlendar fréttir | 80 orð

Tillaga um 15 millj. yfirtöku

TILLAGA um að bæjarsjóður Hafnarfjarðar yfirtaki eignarhlut í Miðbæ Hafnarfarðar fyrir 15 milljónir króna, hefur verið lögð fram í bæjarráði. Í tillögu fjármálastjóra, sem lögð hefur verið fram í bæjarráði, er lagt til að bæjarsjóður taki yfir eignarhlut á um 15 millj. áhvílandi skuldabréfi með bæjarábyrgð. Fyrirliggjandi sé yfirlýsing Miðbæjar Hafnarfjarðar hf. Meira
11. maí 1996 | Innlendar fréttir | 350 orð

Tóku til sín 144 milljarða úr hagkerfinu á tíu árum

NOKKUÐ dró úr hallarekstri hins opinbera á seinasta ári en samanlagður tekjuhalli ríkis, sveitarfélaga og almannatryggingakerfisins var 15,3 milljarðar, skv. bráðabirgðatölum, eða 3,4% af landsframleiðslu. Meira
11. maí 1996 | Akureyri og nágrenni | 125 orð

Útskriftartónleikar Önnu Leu Stefánsdóttur

Útskriftartónleikar Önnu Leu Stefánsdóttur ANNA Lea Stefánsdóttir heldur útskriftartónleika á sal Tónlistarskólans á Akureyri næstkomandi þriðjudagskvöld, 14. maí kl. 20.30. en þeir eru liður í 8. stigs prófi sem hún er að ljúka. Á tónleikunum leikur hún verk eftir J.S.Bach, W.A.Mozart, G. Bacewicz, A. Meira
11. maí 1996 | Innlendar fréttir | 217 orð

Vextir lækka um allt að 0,35%

LANDSBANKINN og sparisjóðirnir tilkynntu vaxtalækkun í gær sem taka mun gildi á mánudag. Mestar lækkanir urðu á útlánsvöxtum eða allt að 0,3% hjá Landsbankanum og 0,35% hjá sparisjóðunum. Innlánsvextir beggja lækkuðu einnig um 0,05-0,30%. Sparisjóðirnir lækkuðu vexti á almennum víxillánum um 0,35% og vextir á yfirdráttarlánum fyrirtækja og einstaklinga voru lækkaðir um 0,25%. Meira
11. maí 1996 | Erlendar fréttir | 221 orð

Viðvörun til Serba vegna stöðu í Kosovo

BANDARÍSK yfirvöld hafa varað Serbíustjórn við því að viðskiptabanni, sem enn stendur að hluta, verði ekki aflétt fyrr en bót verði ráðin á ástandi mála í Kosovo-héraði í Serbíu, þar sem meirihluti íbúa eru albanskur. Ástandið í héraðinu hefur valdið áhyggjum um árabil og ofbeldisalda sem þar hefur risið að undanförnu hefur aukið á þær. Meira
11. maí 1996 | Erlendar fréttir | 209 orð

Vill hlutaaðild 1997

RUDOLF Seiters, helsti ráðgjafi Helmuts Kohls Þýskalandskanslara í utanríkismálum, ritaði á fimmtudag heilsíðugrein í dagblaðið Frankfurter Allgemeine Zeitung þar sem hann slær fram þeirri hugmynd að Austur-Evrópuríkin geti fengið hlutaaðild að Evrópusambandinu þegar á næsta ári og að sum þeirra geti fengið aðild að Atlantshafsbandalaginu fyrir árið 2000. Meira
11. maí 1996 | Innlendar fréttir | 73 orð

Vorferð barnastarfs Seltjarnarneskirkju

HIN árlega vorferð barnastarfs Seltjarnarneskirkju verður farin sunnudaginn 12. maí og hefst með nýstárlegri fjölskylduguðsþjónustu kl. 11. Guðsþjónustan hefst með því að nemendur úr ballettskóla Guðbjargar Björgvins sýna ballett. Guðsþjónustan verður með léttu sniði og leiðir barnakórinn sálmasönginn en auk þess verða sungin sunnudagaskólalög við gítarundirleik. Meira
11. maí 1996 | Innlendar fréttir | 139 orð

Vorhappdrætti Blindrafélagsins

BLINDRAFÉLAGIÐ hefur staðið fyrir á hverju ár happdrættissölu til að fjármagna starfsemi sína. Öflugt starf fer fram hjá Blindrafélaginu og hefur happdrættissala félagsins verið forsenda þess. Að þessu sinni gefur félagið út happagleraugu Blindrafélagsins. Meira
11. maí 1996 | Akureyri og nágrenni | 101 orð

Vortónleikar á Sal

Kór MA Vortónleikar á Sal KÓR Menntaskólans á Akureyri heldur árlega vortónleika á Sal á morgun, sunnudaginn 12. maí, kl. 17. Á efnisskránni er nýtt lag og nýjar útsetningar eftir Hróðmar Inga Sigurbjörnsson auk laga úr ýmsum áttum. Meira
11. maí 1996 | Innlendar fréttir | 51 orð

Vortónleikar Tónlistarskóla Borgarfjarðar

TÓNLISTARSKÓLI Borgarfjarðar er að hefja röð nemendatónleika að loknu 29. skólaárinu. Fyrstu tónleikarnir verða í Logalandi, Reykholtsdal, í dag, laugardaginn 11. maí, kl. 16. Söngdeildartónleikarnir verða í Borgarneskirkju á morgun, sunnudag, kl. 20.30. Á mánudag 13. og miðvikudaginn 15. maí verða tónleikar í Borgarneskirkju. Tónleikarnir eru öllum opnir. Meira
11. maí 1996 | Akureyri og nágrenni | 62 orð

Vortónleikar yngri nema

Vortónleikar yngri nema VORTÓNLEIKAR standa nú yfir í Tónlistarskólanum á Akureyri, yngstu nemendur skólans og nemendur í píanódeild hafa þegar haldið tónleika en á morgun kl. 15 verða vortónleikar yngri nemenda á sal Gagnfræðaskólans. Þar koma fram nemendur á fyrri stigum hljóðfæranáms í einleik og minni hópum. Meira
11. maí 1996 | Landsbyggðin | 337 orð

Þróunarstofa Austurlands sett á stofn

Samningur var gerður milli þessara aðila en hann hefur verið í smíðum frá því í haust. Atvinnuþróunarsjóðurinn og Atvinnuþróunarfélagið munu leggja til 5,5 milljónir á ári og Byggðastofnun 8 milljónir á ári í þrjú ár. Þróunarstofan mun hafa aðsetur á Seyðisfirði og við hana munu starfa 4 starfsmenn; forstöðumaður, ferðamálafulltrúi, fulltrúi í erlendum samskiptum við útlönd og skrifstofustjóri. Meira
11. maí 1996 | Miðopna | 905 orð

Þögul" hjartaáföll algengari en áður var talið Verið er að vinna úr rannsóknargögnum sem safnað hefur verið meðal íslenskra

Verið er að vinna úr rannsóknargögnum sem safnað hefur verið meðal íslenskra karlmanna sem haft hafa kransæðasjúkdóm. Margt bendir til að margir fái hjartaáföll án þess að hafa nokkur einkenni og eru í aukinni lífshættu eftir það. Guðrún Guðlaugsdóttirræddi þetta mál við Emil L. Sigurðsson lækni, sem varði nýlega doktorsritgerð um þetta efni. Meira
11. maí 1996 | Innlendar fréttir | 27 orð

(fyrirsögn vantar)

MEÐ BLAÐINU í dag fylgir átta síðna auglýsingablað frá Samtökum iðnaðarins, þar sem þau kynna "Byggingadaga 1996", sem standa munu yfir um helgina víðs vegar um land. Meira
11. maí 1996 | Innlendar fréttir | 13 orð

(fyrirsögn vantar)

MEÐ BLAÐINU í dag fylgir fjögurra síðna auglýsingablað frá Efnaverksmiðjunni Sjöfn; "Vorið kallar. Meira
11. maí 1996 | Óflokkað efni | 40 orð

(fyrirsögn vantar)

GAMALT kvengullúr tapaðist 8. maí í Gnoðavogi. Vinsamlegast hafið samband í síma 581-1069. Gullnæla tapaðist GULLNÆLA með stafnum P tapaðist að öllum líkinum fyrir utan Garðaholt í Álftanesi 6. maí sl. Meira

Ritstjórnargreinar

11. maí 1996 | Leiðarar | 632 orð

LEIDARIDÝR UMFERÐ OSTNAÐUR samfélagsins vegna umferðarslys

LEIDARIDÝR UMFERÐ OSTNAÐUR samfélagsins vegna umferðarslysa hefur til þessa verið talinn liggja á bilinu 6-8 milljarðar króna á ári. Samkvæmt nýjum útreikningum Hagfræðistofnunar Íslands má hins vegar gera ráð fyrir að heildarkostnaðurinn sé á bilinu 16,2-18,8 milljarðar króna árlega, Meira
11. maí 1996 | Staksteinar | 401 orð

»Óvinsældir Majors FRANK Johnson, ritstjóri breska tímaritsins Spectato

FRANK Johnson, ritstjóri breska tímaritsins Spectatorveltir því fyrir sér í forystugrein hvernig standi á því að John Major, leiðtogi breska Íhaldsflokksins, sé óvinsæll og hataður meðal samflokksmanna sinna. Efasemdamaður Meira

Menning

11. maí 1996 | Fólk í fréttum | 55 orð

Arissa þarf ekki lífvörð

ARISSA Wolfe er vel gift og þarf því ekki lífvörð. Eiginmaður hennar er leikarinn og bardagakappinn Steven Seagal. Hjónin létu sig ekki vanta á forsýningu myndarinnar "Twister" í Los Angeles á miðvikudaginn. Þau eiga von á barni og eins og sjá má eru þau ánægð með lífið í Los Angeles. Meira
11. maí 1996 | Fólk í fréttum | 163 orð

Bylting Bítlanna

INGÓLFUR Margeirsson og Magnús Einarsson eru um þessar mundir að taka upp útvarpsþættina Bylting Bítlanna, sem sendir verða út á sunnudögum á Rás 2. Þættirnir verða alls 17, en í þeim hyggjast þeir félagar, eins og nafn þáttanna gefur til kynna, fjalla um Bítlana. Meira
11. maí 1996 | Fólk í fréttum | 48 orð

Coppola í Cannes

49. KVIKMYNDAHÁTÍÐIN í Cannes hófst á fimmtudaginn. Leikstjórinn Francis Ford Coppola, sem er forseti hátíðarinnar þetta árið, sést hér mæta til hátíðarinnar. 22 myndir keppa um Gullpálmann í ár, 14 myndir frá Evrópu og aðeins 3 frá Bandaríkjunum. Hátíðinni lýkur þann 20. maí næstkomandi. Meira
11. maí 1996 | Fólk í fréttum | 60 orð

Ekki Johnny Depp

KATE Moss kom slúðurvélunum í gang í síðustu viku þegar hún fór út á lífið með óþekktum manni. Sumir héldu fram að hann væri umboðsmaður hennar í Bandaríkjunum en aðrir að hann væri fyrirsæta og þau væru nýbyrjuð saman. Í raun er aðeins eitt víst: Hann er ekki Johnny Depp, en Kate hætti að vera með honum nýlega. Meira
11. maí 1996 | Fólk í fréttum | 96 orð

Hverjir selja mest?

GREINILEGT er að vænlegt er að veðja á Robin Williams fyrir kvikmyndagerðarmenn, en það sýnir frábær árangur síðustu mynda hans, Fuglabúrsins og "Jumanji". Frá árinu 1986 hafa fleiri kvikmyndir hans komist yfir 100 milljón dollara markið en nokkurs annars leikara. Meira
11. maí 1996 | Fólk í fréttum | 38 orð

Jane hjálpar Ted

JANE Fonda hjálpaði eiginmanni sínum, Ted Turner, þegar fram fór hátíð til kynningar á sjónvarpsmyndum hans "Gettysburg" og "Andersonville". Myndirnar fjalla um borgarastríðið í Bandaríkjunum. Hún sést á þessari mynd spila á flautu ásamt hljómsveit. Meira
11. maí 1996 | Fólk í fréttum | 456 orð

Með gráðu í kínversku

MIRA Sorvino hefur hlotið mikið lof fyrir túlkun sína á Lindu Ash í myndinni "Mighty Aphrodite" eftir Woody Allen. Linda Ash er heimsk ljóshærð vændiskona, aukaleikari í klámmyndum og hefur einkarétt á sviðsnafninu Judy Cum. Meira
11. maí 1996 | Fólk í fréttum | 44 orð

Natasha ólétt

LIAM Neeson og eiginkona hans, leikkonan Natasha Richardson, eiga von á öðru barni sínu seinna á árinu. Hér sjást þau á veitingastað í New York ásamt Ralph Fiennes, sem margir þekkja úr myndunum "Schindler's List", "Quiz Show" og núna síðast "Strange Days". Meira
11. maí 1996 | Fólk í fréttum | 63 orð

Sá myndarlegi og Naomi

KONA Gianni Nunnari sagðist fyrir nokkru ekkert kannast við að eiginmaður hennar hygðist kvænast ofurfyrirsætunni Naomi Campbell. Naomi og Gianni, sem er kvikmyndaframleiðandi, hafa sést nokkuð oft saman upp á síðkastið. Gianni hefur viðurnefnið "Il Bello", sá myndarlegi, í heimalandi sínu, Ítalíu. Meira
11. maí 1996 | Fólk í fréttum | 67 orð

Sjö ömmur

BRÆÐURNIR Daníel Þór og Atli Freyr Steinssynir eiga óvenjumargar ömmur, sjö talsins. Ekki eru afarnir eins margir, en þeir eru þrír. Bræðurnir sátu nýlega fyrir ásamt ömmum sínum og hér sjáum við hópinn. STANDANDI f.v. eru ömmurnar Helga Guðmundsdóttir, Laufey Guðlaugsdóttir, Hulda Sveinbjörnsdóttir, Þóra V. Meira
11. maí 1996 | Myndlist | 620 orð

Skynjun og viðmið

Rúrí/Janet Passehl. Ingólfsstræti 8: Opið alla daga (nema mánud.) kl. 14-18 til 25. maí. Gallerí Sævars Karls: Opið virka daga á verslunartíma til 29. maí. Aðgangur ókeypis. ÞESSAR tvær sýningar, sem voru opnaðar í nágrenni hvor viðaðra fyrir stuttu,virðast við fyrstusýn eiga fátt sameiginlegt; efnisnotkun er gjörólík,sem og úrvinnslansem við blasir. Meira
11. maí 1996 | Fólk í fréttum | 122 orð

Stjörnurnar fjölmenna

ROBERT De Niro sýndi nýja alskeggið sitt í brúðkaupi vina sinna, Sean Penn og Robin Wright, í Santa Monica fyrir skemmstu. Með honum á myndinni er Ed Harris, sem lék síðast í myndinni "Apollo 13". Warren Beatty mætti einnig til brúðkaupsins fínn í tauinu sem ávallt. Meira
11. maí 1996 | Menningarlíf | 131 orð

Stórtónleikar í Digraneskirkju

STÓRTÓNLEIKAR Kórs Digraneskirkju til styrktar orgelsjóði kirkjunnar verða haldnir sunnudaginn 12. maí kl. 17. "Er kirkjan var byggð var farin þá leið að taka jafnframt í notkun 19 radda pípuorgel sem smíðað var af Björgvini Tómassyni orgelsmið og Jóhanni Jónssyni. Meira

Umræðan

11. maí 1996 | Aðsent efni | 573 orð

Byggingadagar 1996

SAMTÖK iðnaðarins standa nú í þriðja sinn fyrir Byggingadögum, í þetta sinn undir kjörorðunum FÉ OG FRAMKVÆMDIR. Þegar Samtök iðnaðarins fóru af stað með Byggingadaga, árið 1994, tóku eingöngu fyrirtæki á höfuðborgarsvæðinu þátt í þeim. Á síðastliðnu ári bættust svo fyrirtæki á landsbyggðinni í hópinn og reyndin nú er að enn fleiri fyrirtæki á landsbyggðinni eru með sem þátttakendur. Meira
11. maí 1996 | Aðsent efni | 236 orð

Ekki kjósa í Camp David

I TÍU þúsund manns mótmæltu staðsetningu Ráðhúss Reykjavíkur á sínum tíma. Því er það mikil ósvífni við þennan hóp að ætla að láta kjósa til forseta í hjalli þessum. Í samkomu að Höfða, sem Markús Örn Antonsson, þáverandi borgarstjóri, bauð til vegna afmælis Styrktar- og sjúkrasjóðs verslunarmanna, spurði hann mig, Meira
11. maí 1996 | Aðsent efni | 1126 orð

Enn eru margir áhyggjufullir

Enn eru margir áhyggjufullir Ný mannanafnalög hafa verið samþykkt Margir eru áhyggjufullir, segir Svavar Gestsson, vegna nýrra mannanafnalaga. ÞAÐ hafa verið samþykkt mannanafnalög á Alþingi. Það er í annað sinn á fimm árum. Meira
11. maí 1996 | Aðsent efni | 933 orð

Heilsuvernd á vinnustað

TÓLFTI maí er fæðingardagur Florence Nightingale, konunnar með lampann, sem frá dögum Krímstríðsins hefur verið fyrirmynd hjúkrunarfræðinga um heim allan. Á afmælisdeginum er hennar minnst á margvíslegan hátt. Hún var fædd 1820 en í fyllsta máta kona framtíðarinnar, eins og sígild listaverk sem jafnan eiga erindi við alla tíma. Meira
11. maí 1996 | Bréf til blaðsins | 193 orð

Kaffisöludagur Kvenfélags Grensáskirkju

SUNNUDAGINN 12. maí kl. 15.00 hefst hin árlega kaffisala Kvenfélags Grensáskirkju og verður hún að venju í safnaðarheimilinu við Háaleitisbraut. Messa dagsins verður kl. 11.00 og þar með hefst sumartími messunnar. Grensássöfnuður stendur nú gleðilegum stórræðum. Bygging hinnar eiginlegu kirkju og tengibyggingar við safnaðarheimilið hefur gengið vel og mun vígsla fara fram síðar á þessu ári. Meira
11. maí 1996 | Bréf til blaðsins | 304 orð

Óhappaverk háskólans í Vatnsmýrinni

Hún er falleg sumargjöfin sem Háskóli Íslands færir lífríki Tjarnarinnar eða hitt þó heldur og þar teljum við að sannist hið fornkveðna að sá sem á slíka vini hann þarf ekki á óvinum halda. Eins og borgarbúar vita er það í Vatnsmýrinni sem hjarta Tjarnarinnar slær; þaðan fær Tjörnin sitt vatn og þar eiga tjarnarfuglarnir varplönd. Meira
11. maí 1996 | Aðsent efni | 531 orð

Sjúkra-þjálfarinnsegir...Komdu ekki aftan að fólki!

SÍÐASTLIÐIÐ ár komu samtals 1464 einstaklingar á slysamóttöku Sjúkrahúss Reykjavíkur (Borgarspítalann) eftir hálshnykk og langflestir þeirra eftir aftanákeyrslu. HÉR birtist örstutt saga sem er okkur sjúkraþjálfurum kunnug ­ í þessari mynd eða einhverri áþekkri. Meira
11. maí 1996 | Bréf til blaðsins | 247 orð

Skógnytjar í Hnappadals- og Snæfellssýslu 1702-14

SKÓGNYTJAR í Hnappadals- og Snæfellsnessýslum 1702­14 í Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalín eru talin hlunnindi jarða og þar með taldar skógnytjar. Við lauslega samantekt voru þessar nytjar í einstökum hreppum sem hér segir. Í Kolbeinsstaðahreppi, raftviður á einni jörð, kolaviður á 18 jörðum og eldiviður á 17 jörðum. Talinn eyðast mjög. Meira
11. maí 1996 | Bréf til blaðsins | 336 orð

Svikin í viðskiptum

ÞAÐ ER óskemmtileg upplifun að lenda í því að vera svikin í viðskiptum. Til að vara fólk við ætla ég því að rekja raunir mínar. En svo er mál með vexi að mig hefur vantað þvottavél. Og þar sem ég hef ekki mikil auraráð (er í hálfri vinnu og námi) datt mér í hug að setja upp auglýsingu á töfluna í Hagkaup. Meira
11. maí 1996 | Bréf til blaðsins | 317 orð

Upplýsingar til blaðamanna

MÁNUDAGINN 6. maí var haldinn ráðstefna á vegum Rannís um Grænbók Evrópusambandsins. Tilefni þessa greinakorns er ekki annars ágæt ráðstefna, þar sem margt athyglisvert kom fram, heldur nokkur orð sem blaðamaður lét falla á síðustu mínútum hennar um tengsl atvinnulífs og skóla. Blaðamaðurinn kvaðst vera áhugamaður um tengsl atvinnulífs og skóla. Meira

Minningargreinar

11. maí 1996 | Minningargreinar | 388 orð

ÁSMUNDURBREKKAN

Ásmundur Brekkan prófessor er sjötugur í dag, 11 maí. Hann á að baki sérlega glæsilegan feril sem starfsmaður í heilbrigðisþjónustu okkar Íslendinga. Allt frá því að hann kom frá Svíþjóð að loknu sérnámi árið 1962 hefur Ásmundur verið áberandi persónuleiki í annars litríkri flóru manna og kvenna sem gert hafa þjónustu við sjúklinga að sínu ævistarfi. Meira
11. maí 1996 | Minningargreinar | 186 orð

Bergsteinn Stefánsson

Mig langar í fáum orðum að minnast Bergsteins frænda míns. Í mínum huga var hann stóri bróðir sem tók mér eins og litlu systur sem gott var að halla sér að. Við ólumst upp saman á Baldursgötu 15 og ef ég hugsa aftur í tímann þá er ég þakklát fyrir allar þær stundir sem hann gaf mér og leyfði mér að skottast í kringum sig. Meira
11. maí 1996 | Minningargreinar | 28 orð

BERGSTEINN STEFÁNSSON

BERGSTEINN STEFÁNSSON Bergsteinn Stefánsson fæddist í Reykjavík hinn 6. nóvember 1940. Hann lést í Svíþjóð hinn 29. apríl síðastliðinn og fór útför hans fram frá Dómkirkjunni 9. maí. Meira
11. maí 1996 | Minningargreinar | 27 orð

DANÍEL JOENSEN Daníel Joensen fæddist í Kollafirði í Færeyjum 26. september 1918. Hann lést í Kópavogi 24. apríl síðastliðinn og

DANÍEL JOENSEN Daníel Joensen fæddist í Kollafirði í Færeyjum 26. september 1918. Hann lést í Kópavogi 24. apríl síðastliðinn og fór útförin fram frá Kópavogskirkju 30. apríl. Meira
11. maí 1996 | Minningargreinar | 118 orð

Daníel Joensen Eitt augnablik, hvarfst þú úr þessu lífi. Eitt augnablik, áttum við samverustund. Eitt augnablik... Afi, þú

Eitt augnablik, hvarfst þú úr þessu lífi. Eitt augnablik, áttum við samverustund. Eitt augnablik... Afi, þú áttir stórt pláss í okkar hjarta, við munum varðveita þig þar. Þú varst þekktur fyrir óvænt ferðalög og náðir að fara þau mörg. Þetta síðasta ferðalag þitt skilur eftir brostið hjarta sem allar minningar um þig munu græða. Meira
11. maí 1996 | Minningargreinar | 80 orð

GUÐFINNA SIGURÐARDÓTTIR Guðfinna Sigurðardóttir fæddist að Lambanesreykjum í Fljótum 16. október 1925. Hún lést á Sjúkrahúsi

GUÐFINNA SIGURÐARDÓTTIR Guðfinna Sigurðardóttir fæddist að Lambanesreykjum í Fljótum 16. október 1925. Hún lést á Sjúkrahúsi Siglufjarðar 30. apríl síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Sigurður Jónsson, bóndi í Skarðsdal á Siglufirði, og Björnonýja Guðný Hallgrímsdóttir húsfreyja. Guðfinna átti sjö bræður, þar af eru fjórir látnir. Meira
11. maí 1996 | Minningargreinar | 105 orð

Guðfinna Sigurðardóttir Mig langar að minnast þín, elsku tengdamamma, hvað þú hefur reynst mér og börnunum vel. Það er sárt að

Mig langar að minnast þín, elsku tengdamamma, hvað þú hefur reynst mér og börnunum vel. Það er sárt að þú sért farin frá okkur svona fljótt. Ég votta ykkur, elsku Einar, Margrét, Sigurbjörg og Snorri, og öðrum aðstandendum samúð mína. Guð styrki ykkur. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Meira
11. maí 1996 | Minningargreinar | 412 orð

Helga María Jónsdóttir Snædal

Elsku amma mín, ekki datt mér í hug að ég sæti og skrifaði minningargrein um þig svo fljótt. Af hverju hún amma í Rúst eins og við krakkarnir kölluðum hana? Eftir sitjum við ættingjar þínir með tár í augum og söknuð í hjarta og ekki þá síst hann Óskar afi. Þú sem varst alltaf svo hress og kát þegar ég kom að heimsækja ykkur afa niðrí Rúst. Meira
11. maí 1996 | Minningargreinar | 99 orð

HELGA MARÍA JÓNSDÓTTIR SNÆDAL Helga María Jónsdóttir Snædal fæddist á Uppsölum, Eskifirði, 26. nóvember 1922. Hún lést í

HELGA MARÍA JÓNSDÓTTIR SNÆDAL Helga María Jónsdóttir Snædal fæddist á Uppsölum, Eskifirði, 26. nóvember 1922. Hún lést í Reykjavík 1. maí síðastliðinn. Foreldrar Helgu Maríu voru Ragnhildur Rannveig Einarsdóttir og Jón Halldórsson Snædal. Systkini Helgu voru Þóra Guðný, Einar Benedikt og Óskar Sigurjón, þau eru öll látin. Meira
11. maí 1996 | Minningargreinar | 201 orð

Jóna Sigurborg Jónsdóttir

Í dag kveðjum við Jónu Sigurborgu Jónsdóttur móðursystur mína. Horfin er mikil öðlingskona sem ætíð var reiðubúin að veita samferðafólki sínu aðstoð hvar sem hún fór. Jóna var gestrisin svo af bar, veitti af þvílíkri rausn að þeir sem sóttu hana heim munu seint gleyma því. Ekki var hún gefin fyrir glys eða glaum heldur gekk lífsins braut, ljúf og lítillát í fasi með guð sinn að leiðarljósi. Meira
11. maí 1996 | Minningargreinar | 318 orð

Jóna Sigurborg Jónsdóttir

Mig langar í örfáum orðum að minnast móðursystur minnar Jónu Sigurborgar Jónsdóttur. Fyrstu kynni mín af Jónu voru þau að hún kom í heimsókn til Eyja frá Sauðanesi en þar bjuggu þau hjónin og var Jón maður hennar vitavörður. Jóna var að heimsækja móður sína og systur. Meira
11. maí 1996 | Minningargreinar | 214 orð

Jóna Sigurborg Jónsdóttir

Elskuleg móðursystir mín er látin. Hún er búin að skila löngu og miklu ævistarfi og var hún ferðbúin. Ekki ætla ég að rekja hér lífshlaup hennar því að það væri ekki henni að skapi. Aðeins langar mig að þakka allar þær stundir sem við höfum átt saman þegar við hjónin heimsóttum hana og fjölskyldu hennar á Hásteinsvegi 31 í Vestmannaeyjum þar sem hún bjó hjá Sveini syni sínum og Mörtu konu Meira
11. maí 1996 | Minningargreinar | 330 orð

Jóna Sigurborg Jónsdóttir

Elsku amma. Í dag kveðjum við þig og um leið og við þökkum þér samfylgdina langar okkur systurnar að minnast þín með örfáum orðum. Við systurnar urðum þeirra forréttinda aðnjótandi að alast upp með þig nálægt okkur, því þú bjóst í sama húsi og við. Þar af leiðandi höfðum við mikil samskipti við þig og þekktum þig vel. Meira
11. maí 1996 | Minningargreinar | 276 orð

JÓNA SIGURBORG JÓNSDÓTTIR

JÓNA SIGURBORG JÓNSDÓTTIR Jóna Sigurborg Jónsdóttir var fædd 5. janúar 1903 á Eyri í Mjóafirði. Hún lést á Sjúkrahúsi Vestmannaeyja 2. maí síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Sigríður Ólafsdóttir, í Rofabæ í Meðallandi f. 17. des. 1867, dáin 1948, og Jón Árnason, f. á Görðum í Dalakálki 8. mars 1868, d. 31. des. 1902. Meira
11. maí 1996 | Minningargreinar | 302 orð

Magnhildur Guðlaug Stefánsdóttir

Margar minningar leita á okkur við andlát Magnhildar ömmu okkar, minningar um allar góðu stundirnar í sveitinni. Við komum sumar eftir sumar frá Vestmannaeyjum til að dvelja hjá afa og ömmu í Grófarseli. Öll góðu sumrin þegar okkur fannst alltaf vera sól og gott veður. Meira
11. maí 1996 | Minningargreinar | 703 orð

Magnhildur Guðlaug Stefánsdóttir

Það er sólríkur sumarmorgunn í Jökulsárhlíð. Seljabæirnir sindra og Kaldáin rennur næstum blíðlega áfram, eins og hún vilji ekki trufla heiðríkju dagsins. Enn gljáir á döggina á hundasúrunum og rabbarbaranum og kýrnar eru komnar út, frelsinu fegnar. Pískur leggur það á sig að rölta út og gamla kisa liggur á tröppunum og baðar sig í sólinni. Það er enn árla morguns. Meira
11. maí 1996 | Minningargreinar | 423 orð

MAGNHILDUR GUÐLAUG STEFÁNSDÓTTIR

MAGNHILDUR GUÐLAUG STEFÁNSDÓTTIR Magnhildur Guðlaug Stefánsdóttir var fædd á Sleðbrjót í Jökulsárhlíð í Norður- Múlasýslu 20. maí 1907. Hún andaðist í Sjúkrahúsinu á Egilsstöðum 1. maí síðastliðinn. Foreldrar henanr voru hjónin Stefán Sigurðsson, f. 6. júní 1875, hreppstjóri og bóndi á Sleðbrjót, og Björg Sigmundsdóttir, f. 13. mars 1884. Meira
11. maí 1996 | Minningargreinar | 229 orð

Margrét Jónsdóttir

Það var bjartan ágústdag 1993 sem ég kynntist Möggu frænku, fyrsta ferð mín til Ísafjarðar á ævinni. Ég hafði vitað að ég ætti ættingja fyrir vestan. Frá því ég var á barnsaldri hafði faðir minn sagt mér að þetta væri alveg sérstakt fólk. Honum varð tíðrætt um Jón frænda sinn og sagði mér oft að hann væri með bestu mönnum sem hann hefði kynnst á lífsleiðinni. Jón var faðir Möggu. Meira
11. maí 1996 | Minningargreinar | 26 orð

MARGRÉT JÓNSDÓTTIR

MARGRÉT JÓNSDÓTTIR Margrét Jónsdóttir fæddist á Ísafirði 4. júlí 1945. Hún lést í Landspítalanum 28. apríl síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Ísafjarðarkirkju 7. maí. Meira
11. maí 1996 | Minningargreinar | 263 orð

Minerva Hafliðadóttir

Okkur systkinin langar að minnast ömmu okkar í örfáum orðum. Flestar minningarnar tengjast heimsóknum til hennar á Fífuhvammsveg 45, Kópavogi. Þangað var gaman að koma og mætti okkur pönnukökuilmurinn sem fylgdi ömmu alla tíð. Jólaboðin voru stórkostleg og hittist þar stór fjölskylda sem þáði veislumat, súkkulaði og rjómaterturnar ógleymanlegu. Meira
11. maí 1996 | Minningargreinar | 181 orð

MÍNERVA HAFLIÐADÓTTIR

MÍNERVA HAFLIÐADÓTTIR Mínerva Hafliðadóttir fæddist í Ólafsvík 20. júní 1903. Hún lést 3. maí síðastliðinn. Hún ólst upp á Búðum í Grundarfirði en fluttist til Reykjavíkur um tvítugt. Systkini Mínervu voru: Kristján Ágúst Kristánsson, f. 6.11. 1899, Karlotta Jónbjörg Hafliðadóttir, f. 10.9. 1904, Helgi Hafliðason, f. 18.8. 1908. Meira
11. maí 1996 | Minningargreinar | 209 orð

SIGURÐUR KRISTINN SIGURÐSSON

SIGURÐUR KRISTINN SIGURÐSSON Sigurður Kristinn Sigurðsson fæddist í Sandgerði 8. júlí 1940. Hann lést á Hjúkrunarheimilinu Sunnuhlíð í Kópavogi 4. maí síðastliðinn. Foreldrar hans voru hjónin Sigurður Björnsson skipstjóri frá Siglufirði, f. 27. maí 1917, d. 12. febrúar 1944, og kona hans Rósa Magnúsdóttir húsmóðir í Sandgerði, f. 2. Meira
11. maí 1996 | Minningargreinar | 476 orð

Sigurður Kristinn Sigurðsson - viðbót

Án sorgar vinnst ei sigur neinn, oss sálmaskáldið kvað. Sjá, einn í dauðann engin fer, hver einn skal vita það. (Vilhjálmur frá Skáholti.) Í dag kveðjum við bróðurson okkar Sigurð Kristin Sigurðsson, eða Didda eins og hann var oftast kallaður, aðeins 55 ára að aldri. Meira
11. maí 1996 | Minningargreinar | 391 orð

Sólveig Magnúsdóttir

Sólveig Magnúsdóttir lést í Reykjavík 6. maí sl. á sjötugasta aldursári. Hún var alltaf kölluð Stella og það nafn var öllum svo tamt, að maður varð að hugsa sig um ef spurt var um hennar rétta nafn. Ég kynntist Stellu fyrst árið 1952 en þá giftist hún mági mínum Einari Ingvarssyni. Meira
11. maí 1996 | Minningargreinar | 258 orð

Sólveig Magnúsdóttir

Hún Stella er dáin og langar mig að minnast hennar með örfáum orðum. Stella var gift Einari móðurbróður mínu svo ég hef þekkt hana allt mitt líf. Hún var einstök kona hvað varðar góðmennsku og hjálpfýsi og bar gælunafn sitt, sem merkir stjarna, með sanni. Stella var alltaf að hugsa um aðra og ef einhver þurfti á hjálp að halda var hún til staðar. Meira
11. maí 1996 | Minningargreinar | 85 orð

SÓLVEIG MAGNÚSDÓTTIR Sólveig Magnúsdóttir fæddist á Háuþverá í Fljótshlíð 6. september 1926. Hún lést á Sjúkrahúsi Reykjavíkur

SÓLVEIG MAGNÚSDÓTTIR Sólveig Magnúsdóttir fæddist á Háuþverá í Fljótshlíð 6. september 1926. Hún lést á Sjúkrahúsi Reykjavíkur 6. maí síðastliðinn. Foreldrar Sólveigar voru Sigríður Jensdóttir og Magnús Steinsson, bændur í Árnagerði. Systkini Sólveigar: Sigrún, Steinar, Eiður, Guðrún og Jenný. Eiginmaður Sólveigar var Einar Ingvarsson. Meira
11. maí 1996 | Minningargreinar | 259 orð

Stella, Sólveig Magnúsdóttir

Margt í þessum heimi fer öðru vísi en ætlað er og þá gjarnan utan áhrifasviðs mannanna. Svo fór og um framtíðarhugmyndir Stellu. Hún hafði búið sig og heimili sitt undir fjölbreytta og ánægjulega samveru í hinu nýja sumarhúsi fjölskyldunnar við Álftavatn í sumar, þegar hún með örstuttum fyrirvara var brottkölluð til annarra sumarheimkynna. Meira
11. maí 1996 | Minningargreinar | 140 orð

Valgerður Magnúsdóttir

Mér finnst eins og það hafi alltaf verið sólskin þessar sæluríkustu vikur sumra bernsku minnar. Reykir voru eins og töfraorð í huganum. Enda voru ævintýrin slík að engin veraldleg ferðalög munu nokkru sinni jafnast á við þau. Við frændsystkinin áttum slík ókjör af ímyndunarafli að engu okkar hefði dottið í hug að það myndi einhvern tímann þrjóta. Reykir. Valgerður og Sigurður. Meira
11. maí 1996 | Minningargreinar | 263 orð

Valgerður Magnúsdóttir

Valgerður á Reykjum er kvödd í dag. Hún hlýtur mikla þökk samferðamanna og ekki síst samstarfsfólks til margra ára. Persónuleiki hennar vakti eftirtekt og hafði mikil jákvæð áhrif. Hún hafði lag á að kalla fram hina jákvæðu hlið viðmælenda sinna og vinnufélaga. Atorka hennar sýndist ekki umtalsverð, en iðnin og afköstin, hyggindin og hagsýnin þeim mun drýgri. Meira
11. maí 1996 | Minningargreinar | 158 orð

VALGERÐUR MAGNÚSDÓTTIR

VALGERÐUR MAGNÚSDÓTTIR Valgerður Magnúsdóttir fæddist í Dölum í Fáskrúðsfirði 8. nóvember 1912. Hún lést í Sjúkrahúsi Akraness 5. maí síðastliðinn. Foreldrar hennar voru hjónin Björg Sigríður Steinsdóttir og Magnús Stefánsson, búendur í Dölum. Meira

Viðskipti

11. maí 1996 | Viðskiptafréttir | 307 orð

Áhugi fyrir frekari kynningum

LIÐLEGA 80 þýskir fjárfestar voru viðstaddir kynningu á Íslandi sem fjárfestingarkosti í Dusseldorf nýverið. Sýndu fjárfestarnir því mikinn áhuga að haldnar yrðu fleiri slíkar kynningar, þar sem kastljósinu væri beint að einstökum atvinnugreinum. Meira
11. maí 1996 | Viðskiptafréttir | 289 orð

FÍB í viðræðum um tryggingar hjá Lloyd's

BRESKI vátryggjandinn, Ibex Motor Syndicate at Lloyd's, sem starfar innan Loyds-tryggingamarkaðarins í London, á nú í viðræðum við Félag íslenskra bifreiðaeigenda um tryggingar á ökutækjum félagsmanna. Viðræðurnar eiga sér stað fyrir milligöngu NHK vátryggingamiðlunarinnar sem sendi inn tilboð í tryggingar félagsmanna FÍB í útboði félagsins í janúar. Meira
11. maí 1996 | Viðskiptafréttir | 135 orð

Navís með Fjölni

NAVÍS hf., sem er nýstofnað fyrirtæki í eigu Tæknivals, Landsteina og starfsmanna, hefur fengið söluumboð fyrir viðskiptakerfið Fjölni. Fjölnir er framleiddur af Navision Software A/S, sem er stærsti útflutningsaðili viðskiptahugbúnaðar í Danmörku. Starfsmenn Navís hf. Meira
11. maí 1996 | Viðskiptafréttir | 162 orð

SAS býður 66% í Estonian Air

SAS hefur boðið í 66% hlutabréfa í eistneska flugfélagið Estonian Air, sem það vill gera að arðbæru flugfélagi búnu vestrænum flugvélum, en með eistnesku yfirbragði. SAS býður upp á sameign til langs tíma og lofar að leggja fram 20 milljóna dollara viðbótarfjármagn í eistneska flugfélagið. Meira
11. maí 1996 | Viðskiptafréttir | 292 orð

Verslunarkerfi frá Hugbúnaði hf. kynnt í Bretlandi

BRESKA fyrirtækið TEC Ltd. mun í næstu viku kynna verslunarkerfið HB-GPoS frá Hugbúnaði hf. á sýningunni "Retail Solutions '96" í Birmingham í Bretlandi. Tveir starfsmenn frá Hugbúnaði eru farnir þangað af þessu tilefni og verða til aðstoðar á sýningunni. Sýningin sem stendur yfir dagana 14.-16. Meira

Daglegt líf

11. maí 1996 | Neytendur | 207 orð

Barnakerra áþremur hjólum

BANDARÍSKU Baby Joggerbarnakerrurnar eru nú fáanlegar hérlendis í póstverslun. Umboð hefur María Ellingsen, sem segir kerrurnar henta einkar vel fyrir íslenskar aðstæður og engin hætta sé á að þær sitji fastar í möl, sjó, grasi og sandi. Kerrurnar eru ætlaðar börnum frá 8 vikna til fimm ára, eða þar til þau verða 34 kg. Meira
11. maí 1996 | Neytendur | 81 orð

Brjóstamjólk og botnlangi

EKKI er vitað með vissu hvers vegna sumir fá botnlangabólgu og aðrir ekki, en nýlegar ítalskar rannsóknir benda til að næring á fyrstu mánuðum geti skipt máli í þessu sambandi. Ekki alls fyrir löngu greindi ítalska tímaritið Grazia frá rannsóknum á tengslum næringar og sjúkdóma, sem gerðar voru við Santobono-sjúkrahúsið í Napólí. Meira
11. maí 1996 | Neytendur | 184 orð

Fleiri taka Visa Electron en Maestro

TÖLUVERT fleiri söluaðilar í Evrópu taka við Visa Electron debetkortum en Maestro/edc kortum, samkvæmt könnun sem alþjóðlega ráðgjafar- og endurskoðunarfyrirtæki Coopers & Lybrand hefur gert á notkunarmöguleikun kortanna. Meira
11. maí 1996 | Neytendur | 252 orð

Hvíld í saltvatni

NÝVERIÐ setti Marlene Pernier á laggirnar fyrirtækið Saltöskjuna. Þar hefur hún komið fyrir svokölluðum flottanki, sem er stórt ker með loki ætlað þeim sem eiga við ýmsa kvilla að stríða. Marlene segir að sams konar flottankar hafi lengi verið notaðir í Bandaríkjunum og Englandi og gefið góða raun. Marlene telur tækið hið eina sinnar tegundar hérlendis. Meira
11. maí 1996 | Neytendur | 203 orð

Vordagar í maí

VORDAGAR Húsasmiðjunnar hófust í gær og standa til 25. maí en þeir eru tileinkaðir vorverkunum í garðinum eða við sumarbústaðinn. Dæmi um tilboð á vordögunum er 20% afsláttur af allri viðarvörn og 22% af tveimur gerðum af Lamella-parketi og Scandic-spónaparketi. 25 metra garðslanga er með 27% afslætti, grillvörur með allt að 20% afslætti og Hitachi-slípirokkur með 27% afslætti. Meira

Fastir þættir

11. maí 1996 | Fastir þættir | 763 orð

Allt mitt líf mistök?

Spurning: Mig langar að biðja sálfræðinginn að svara þessu: Ég er 60 ára kona og mér finnst ég eiga við sálræn vandamál að stríða. Ég er nýlega orðin ekkja og það hvílir þungt á mér að ég hafi ekki verið nógu góð við manninn minn. Meira
11. maí 1996 | Dagbók | 2704 orð

APÓTEK

apótekanna í Reykjavík. Vikuna 10.-16. maí, að báðum dögum meðtöldum verða Ingólfs Apótek, Kringlunni s. 568-9970 og Hraunbergs Apótek, Hraunbergi 4 s. 557-4970 opin til kl. 22. Sömu daga frá kl. 22 til morguns annast Ingólfs Apótek næturvörslu. Meira
11. maí 1996 | Í dag | 231 orð

Árnað heillaÁRA afmæli. Í dag, laugardaginn 11

Árnað heillaÁRA afmæli. Í dag, laugardaginn 11. maí, er áttatíu og fimm ára Höskuldur Bjarnason frá Drangsnesi, til heimilis á Hrafnistu í Reykjavík. Hann og eiginkona hansAnna G. Halldórsdóttir verða að heiman á afmælisdaginn. ÁRA afmæli. Meira
11. maí 1996 | Fastir þættir | 114 orð

BRIDS Umsjón Arnór G. Ragnarsson Bridsfélag Hafnarfj

Síðasta keppni Bridsfélags Hafnarfjarðar var Minningarmót um Stefán Pálsson. 16 pör spiluðu 3ja kvölda Barómeter með fimm umferðum á kvöld. Sigurvegarar í mótinu eftir mikla baráttu urðu Guðlaugur Sveinsson og Pétur Sigurðsson með +51. Meira
11. maí 1996 | Fastir þættir | 107 orð

BRIDS Umsjón Arnór G. Ragnarsson Bridsfélag Kópavogs

Fimmtudaginn 9. maí var spiluð önnur umferð af þremur í vortvímenning hjá félaginu. Staðan eftir tvö kvöld: Helgi Víborg - Oddur Jakobsson534Murat Serdar - Jón Steinar Ingólfsson476Inga Lára Guðmundsd. - Unnur Sveinsd. Meira
11. maí 1996 | Fastir þættir | 123 orð

BRIDS Umsjón Arnór G. Ragnarsson Frá Skagfirðingum og b.k

Flest bronsstig á keppnistímabilinu hlutu: Guðlaugur Sveinsson 256, Lárus Hermannsson 243, Pétur Sigurðsson 210, Rúnar Lárusson 201, Sigurjón Tryggvason 196, Gísli Tryggvason 179, Eggert Bergsson 163, Júlíus Snorrason 162, Magnús Sverrisson 162, Gróa Guðnadóttir 146, Lilja Halldórsdóttir 146. Meira
11. maí 1996 | Í dag | 29 orð

BRÚÐKAUP.

Ljósm. MYND BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 20. apríl sl. í Víðistaðakirkju af sr. Sigurði Helga Guðmundssyni Kristín Björk Guðbjörnsdóttir og Brynjólfur Ástþórsson. Heimili þeirra er á Breiðvangi 24, Hafnarfirði. Meira
11. maí 1996 | Fastir þættir | 934 orð

Bænadagurinn Guðspjall dagsins: Biðjið í Jesú nafni.

Bænadagurinn Guðspjall dagsins: Biðjið í Jesú nafni. (Jóh. 16.) »ÁSKIRKJA: Hinn almenni bænadagur. Guðsþjónusta kl. 14. Kaffi eftir messu. Árni Bergur Sigurbjörnsson. BÚSTAÐAKIRKJA: Sumarferð barnastarfsins. Farið frá kirkjunni kl. 11. Hafið með skjólgóð föt og nesti. Foreldrar velkomnir með. Meira
11. maí 1996 | Fastir þættir | 1137 orð

Endurreisn í Evrópu

ÍTALSKI endurreisnarstíllinn breiddist til Frakklands í byrjun 16. aldar. Um það leyti sem endurreisnin var að festa rætur á Ítalíu reis Frakkland upp úr Hundrað ára stríðinu undir sameinuðu konungsvaldi. Síðar blönduðust Frakkar í héraðsdeilur á Ítalíu og kynntust þannig endurreisninni á Ítalíu. Frans 1. Meira
11. maí 1996 | Fastir þættir | 1225 orð

"Eru þetta Borgardætur?" Eru fyrirsætur eins og fólk er flest? Pétur Blöndal og Ívar Páll Jónsson hittu þrjár þeirra í lauginni

"ERU ÞETTA Borgardætur," spyr heldri maður í heita pottinum á Hótel Loftleiðum. "Nei, þetta eru fyrirsætur sem eru að leika í auglýsingu," segir annar hneykslaður á fáfræði félaga síns. Sannleikurinn er sá að verið er að mynda fyrirsætur frá þremur módelskrifstofum fyrir viðtal í Vikulokum. Meira
11. maí 1996 | Í dag | 310 orð

Fegurðarsamkeppni Íslands 1996 á Stöð 3? ÉG VIL vekja athyg

ÉG VIL vekja athygli á því að ég og margir aðrir eru óánægðir með það að Fegurðarsamkeppni Íslands 1996 verði sýnd á Stöð 3. Þar sem Stöð 3 næst aðeins á höfuðborgarsvæðinu, geta ekki allir séð keppnina í sjónvarpinu. Það eru margir sem búa úti á landi, foreldrar, systkin, annað skyldfólk eða vinir, sem komast ekki til Reykjavíkur að fylgjast með keppninni, og missa þar af leiðandi alveg af henni. Meira
11. maí 1996 | Fastir þættir | 20 orð

Háþróuð hljómborð

Háþróuð hljómborð YAMAHA PSR-520. Verð: 245þúsund krónur. TECHNICS KN-3000. Verð:279.900 krónur. SOLTON MS-60. Verð: 225þúsund krónur. ROLAND G-800. Verð: 219þúsund krónur. Meira
11. maí 1996 | Í dag | 535 orð

ÍKVERJI fór í hina nýju Þjóðaróperu Finna í Helsinki í þa

ÍKVERJI fór í hina nýju Þjóðaróperu Finna í Helsinki í þarsíðustu viku og hlýddi á óperuna Óþelló eftir Verdi. Það vildi svo ánægjulega til að Garðar Cortes söng titilhlutverkið þetta kvöld og fórst honum það einstaklega vel úr hendi að mati Víkverja. Meira
11. maí 1996 | Fastir þættir | 676 orð

ÍSLENSKT MÁL Umsjónarmaður Gísli Jónsson 848. þáttur

848. þáttur "EFTIR þessi orð textans" hljóðar á latínu: post illa verba textus. Úr upphafsorðunum "post illa" hefur myndast heitið postilla= húslestrarbók. Varla er öðrum gert mjög rangt til, þótt svo sé sagt, að Vídalínspostilla sé frægust sinnar tegundar hér á landi. Meira
11. maí 1996 | Í dag | 192 orð

LEIÐRÉTT

Í GREIN Þórs Jónssonar, Nafngiftakúgunin íslenska, sem birtist í blaðinu í gær slæddist inn ein prentvilla. Rétt er setningin svona: "Þjóðin verður að hafa hug á því sjálf að vernda menningu sína, það á ekki síður við um mannanafnahefðina en móðurmálið og er miklu fremur hlutverk þjóðrækinna manna að brýna fólk til að hafa í heiðri íslenska siði en Alþingis að skylda þegnana til þess. Meira
11. maí 1996 | Dagbók | 402 orð

Reykjavíkurhöfn: Í gær fóru Engey ogSvalbarði

Reykjavíkurhöfn: Í gær fóru Engey ogSvalbarði á veiðar. Dísarfell, Mælifell, Goðafoss og Baldvin Þorsteinsson fóru í gær. Vædderen kemur í dag. Mannamót Gerðuberg, félagsstarf aldraðra. Á morgun sunnudag og mánudag kl. 13-17 verður handavinnusýning. Meira
11. maí 1996 | Fastir þættir | 368 orð

SÁNING SUMARBLÓMA

NÚ ÞEGAR veðrið er búið að vera svona hlýtt og gott erum við áreiðanlega byrjuð að hugsa um blómin í garðinum. Þau fjölæru eru farin að kíkja upp úr moldinni og margir laukar í blóma. Sumarblómin eru nú þegar farin að koma í verslanir, en heldur snemmt er að setja þau út núna því alltaf er von á næturfrosti. Þeir sem eiga gróðurskála geta hinsvegar gróðursett í þá. Meira
11. maí 1996 | Dagbók | -1 orð

SPURT ER...

»Þetta tímabil hófst fyrir 30 árum, en var ekki afstaðið fyrr en áratug síðar. Á þessu tímabili var allt sett á annan endann í fjölmennasta ríki heims. Ein milljón manna lét lífið og menntastétt landsins var niðurlægð. Meira
11. maí 1996 | Fastir þættir | 777 orð

Tónaflóð tækninnar Stórstígar framfarir hafa orðið í gerð hljómborða, sem hafa að geyma eftirlíkingar af öllum mögulegum

"ÞAÐ var ekki fyrr en Roland E- 86 kom á markaðinn að ég tók þessi hljóðfæri í sátt, en fyllilega sáttur varð ég þó ekki fyrr en ég fékk mér Solton-græjuna í fyrrasumar," segir Grétar Örvarsson, sem er einn þeirra hljómborðsleikara sem hafa með góðum árangri tileinkað sér þá hljómborðstækni, Meira

Íþróttir

11. maí 1996 | Íþróttir | 297 orð

Áhersla á tæklingar og tafir

DÓMARANEFND KSÍ lagði fyrir landsdómararáðstefnuna nokkur áhersluatriði, sem hún vill að dómarar fylgi vel eftir í sumar. Þar er hnikað á að ef leikmaður tæklar aftan frá ofsalega eða með litlum eða engum ásetningi um að leika knettinum, skuli dómarinn refsa með beinni aukaspyrnu og brottvísun hvar sem brotið er framið á vellinum. Meira
11. maí 1996 | Íþróttir | 70 orð

Beint á Stöð 3 en kl. 17 á RÚV ÚRSLITALEIKUR Liverp

ÚRSLITALEIKUR Liverpool og Manchester United verður í beinni útsendingu hjá Stöð 3 kl. 14 en upphitunarþáttur hefst kl. 13 og verður þá farið yfir bikarkeppnina í vetur. Þar sem Stöð 3 næst ekki víða um land og vegna mikils áhuga á leiknum heimilaði Stöð 3 Sjónvarpinu að sýna leikinn og hefst útsending RÚV kl. 17 eða þegar hugsanlega framlengdum leik er lokið. Meira
11. maí 1996 | Íþróttir | 435 orð

Bibercic með þrennu fyrir Skagamenn

SKAGAMENN burstuðu Framara, 5:0, í deildarbikarkeppni KSÍ á Valbjarnarvelli í gærkvöldi og tryggðu sér með því sæti í úrslitaleik mótsins gegn Breiðabliki. Mihajlo Bibercic gerði þrennu fyrir Íslandsmeistarana. "Ég er nokkuð ánægður með leikinn og sigurinn var öruggur og það er fyrir öllu. Við erum með í þessu móti til að vinna það," sagði Guðjón Þórðarson, þjálfari ÍA, kampakátur eftir leikinn. Meira
11. maí 1996 | Íþróttir | 630 orð

Bikarleikurinn verður í hæsta gæðaflokki

Fyrir tæplega 10 árum tók Alex Ferguson við stjórninni hjá Manchester United og setti sér það markmið að koma liðinu á toppinn í Englandi. Honum hefur tekist það og með sigri gegn Liverpool í úrslitum ensku bikarkeppninnar á Wembley í dag bætir hann enn einni rósinni í hnappagatið. Meira
11. maí 1996 | Íþróttir | 166 orð

Birkir sparkaður niður

Birkir Kristinsson, markvörður Brann, fékk spark í höfuðið í fyrri hálfleik og var borinn af leikvelli er Brann mætti Moss í fyrrakvöld. Atvikið átti sér stað á 40. mínútu og staðan þá 0:0. "Ég fékk spark í hnakkann frá einum framherja Moss og hálf rotaðist og var borinn af leikvelli. Leikmaðurinn var rekinn af leikvelli fyrir vikið. Meira
11. maí 1996 | Íþróttir | 209 orð

Breytingar á knattspyrnulögunum Á HVER

Á HVERJU ári verða breytingar á knattspyrnulögunum og í ár er ein meginbreyting en hún snýst um hagnaðarregluna. Í 5. grein knattspyrnulaganna kemur fram að dómari skuli forðast að dæma á brot þegar hann er sannfærður um að brotlega liðið hagnist á því en getur síðan áminnt eða rekið leikmann útaf þegar leikurinn er næst stöðvaður. Meira
11. maí 1996 | Íþróttir | 76 orð

Dagskrá hjá íslensku stuðningsmönnunum AÐDÁENDAKLÚB

AÐDÁENDAKLÚBBAR Liverpool og Manchester United verða með sameiginlega dagskrá í dag í tilefni bikarúrslitaleiksins á Wembley. Dagskráin hefst með knattspyrnuleik klúbbanna á gervigrasinu í Laugardal kl. 9 en kl. 11 verður skrúðganga frá Hlemmi niður á Lækjartorg. Kl. 12 hefst dagskrá í Ölveri og verður sýnt frá völdum leikjum liðanna. United menn verða á Glaumbar frá 12. Meira
11. maí 1996 | Íþróttir | 646 orð

Dómarar máta flauturnar og koma sér í æfingu fyrir átökin

KNATTSPYRNUDÓMARAR eru í óða önn að búa sig undir flautuleik sumarsins og fyrir skömmu tóku þeir prófin sín. Á föstudegi var þolpróf, sem þeir stóðust allir og síðan var haldið á landsdómararáðstefnu til Laugarvatns þar sem þeir þreyttu skriflegt próf auk þess að bera saman bækur sínar. Meira
11. maí 1996 | Íþróttir | 232 orð

Eðvarð og Ragnheiður þjálfa lið Keflvíkinga

Eðvarð Þór Eðvarðsson og Ragnheiður Runólfsdóttir hafa verið ráðin þjálfarar hjá Sunddeild Keflavíkur. Eðvarð, sem hefur þjálfað unglingaflokka deildarinnar, tekur við eldri keppendunum af Þjóðverjanum Martin Rademacher, sem senn flyst úr landi og fer að þjálfa í Lúxembourg og Ragnheiður tekur við unglingaflokkum af Eðvarð. Meira
11. maí 1996 | Íþróttir | 197 orð

Graf tapaði fyrir 15 ára stúlku

ÞÝSKA tennisdrottningin Steffi Graf tapaði óvænt fyrir svissnesku stúlkunni Martinu Hingis, sem er aðeins 15 ára, 2-6, 6-2 og 6-3, í 8-manna úrslitum á opna ítalska meistaramótinu í gær. Þetta er í fyrsta sinn í tvö ár sem Graf tapar leik á leirvelli. "Þetta var gott tækifæri til að sigra hana því hún hefur ekki spilað lengi á leirvelli. Ég hef ekki unnið neitt enn. Meira
11. maí 1996 | Íþróttir | 183 orð

Gullit tekur við af Hoddle

HOLLENDINGURINN Ruud Gullit var í gær ráðinn knattspyrnustjóri enska úrvalsdeildarliðsins Chelsea og mun einnig leika með liðinu. Hann tekur við af Glenn Hoddle, sem verður næsti landsliðsþjálfari Englands og tekur við af Terry Venables eftir Evrópukeppnina í sumar. Leikmannasamningur Gullits rennur út í júní 1998. Meira
11. maí 1996 | Íþróttir | 360 orð

IAN Rush

IAN Rush verður á varamannabekknum í dag, í síðasta leik sínum með Liverpool. Hann hefur gert fimm mörk í þremur bikarúrslitaleikjum og alltaf verið í sigurliði. Sigri hann í dag verður Rush fyrsti leikmaðurinn til að verða bikarmeistari fjórum sinnum. Meira
11. maí 1996 | Íþróttir | 108 orð

ÍA og Breiða-blika leika til úrslita

AKURNESINGAR sigruðu Framara 5:0 í deildarbikarkeppninni á Valbjarnarvelli í gærkvöldi og Breiðablik sigraði lið Grindavíkur 3:0 í Kópavogi. ÍA og Breiðablik leika því fyrsta úrslitaleik keppninnar í karlaflokki og fer sú viðureign fram á Kaplakrikavelli í Hafnarfirði næsta miðvikudag kl. 20.00. Meira
11. maí 1996 | Íþróttir | 99 orð

Íslendingarnirsigruðu báðir ífyrstu umferð

KRISTJÁN Helgason Íslandsmeistari og JóhannesB. Jóhannesson byrjuðu vel í Evrópukeppni einstaklinga í snóker sem hófst í Antwerpen í Belgíu ígær. Strákarnir sigruðu mótherja sína örugglegaen önnur umferð fer fram í dag. Kristján vann Belgann Bart Van Ginneken 4:1og sömu úrslit urðu í leik Jóhannesar gegn Finnlandsmeistaranum Rysto Vyraneu. Meira
11. maí 1996 | Íþróttir | 31 orð

Knattspyrna

Deildarbikarkeppni KSÍ Fram - ÍA0:5 - Mihajlo Bibercic 3 (27., 32. og 66.), Bjarni Guðjónsson (62.), Bjarki Pétursson (63.). Breiðablik - Grindavík3:0 Pálmi Haraldsson (17.), Kjartan Einarsson (40.), Arnar Grétarsson (87.). Meira
11. maí 1996 | Íþróttir | 268 orð

Knattspyrna Reykjavíkurmótið Sunnudagur: Úrslitaleikur karla: Laugardalsvöllur: Fylkir - KR17Leikurinn verður sýndur beint á

Reykjavíkurmótið Sunnudagur: Úrslitaleikur karla: Laugardalsvöllur: Fylkir - KR17Leikurinn verður sýndur beint á Stöð 3 og verður það í fyrsta skipti sem úrslitaleikur mótsins er sýndur beint í sjónvarpi. Æfingaleikur kvenna Sandgerðisv.: Ísland A - Svíþjóð U2016Pílukast Meira
11. maí 1996 | Íþróttir | 88 orð

Kristinn á leið til Eyja KRISTINN Hafl

KRISTINN Hafliðason, knattspyrnumaður sem lék með Fram í fyrra, mun að öllum líkindum leika með ÍBV í sumar. Hann hefur æft með liðinu að undanförnu og er reiknað með að hann gangi frá félagaskiptum eftir helgina. "Kristinn hefur sjálfur sýnt áhuga á að leika með okkur í sumar. Hann væri ekki að æfa með okkur ef hann ætlaði sér ekki að skipta um félag. Meira
11. maí 1996 | Íþróttir | 255 orð

San Antonio jafnaði metin

San Antonio vann Utah 88:77 í öðrum leik liðanna í úrslitakeppni NBA-deildarinnar í körfuknattleik í fyrrinótt og er staðan 1:1 en þriðji leikurinn verður í Utah í kvöld. "Við lékum ekki sem lið í fyrsta leiknum og það kom niður á okkur en núna var liðsheildin allt önnur og betri," sagði David Robinson, sem gerði 24 stig fyrir heimamenn. Meira
11. maí 1996 | Íþróttir | 321 orð

Viljinn var mun meiri hjá Blikum

BREIÐABLIK vann öruggan og sanngjarnan sigur, 3:0, á Grindvíkingum í Kópavogi í gærkvöldi í undanúrslitum deildarbikarkeppninnar. Þetta þýðir að það að Blikar mæta Íslandsmeisturum Akraness í úrslitaleik keppninnar. Þar munu þeir eflaust fá meiri mótspyrnu en í gærkvöldi. Meira
11. maí 1996 | Íþróttir | 101 orð

Þolpróf dómara

DÓMARAR þurfa að hafa gott þrek fyrir sína vertíð og til að standast dómarapróf þurfa þeir að hlaupa vissar vegalengdir innan tímamarka - annars fá þeir ekki skírteinið. Hlaupapróf fyrir dómara sumarsins var haldið á Laugardalsvelli fyrir skömmu og stóðust allir prófið. Þolprófið samanstendur af 5 hlaupum, sem skal öllum lokið á innan við einum og hálfum tíma. Meira

Úr verinu

11. maí 1996 | Úr verinu | 151 orð

Bræðslu lokið eftir metvertíð

Í lok síðustu viku lauk bræðslu á loðnu hjá Fiskimjölsverksmiðju Vinnslustöðvarinnar í Vestmannaeyjum. Á vertíðinni tók verksmiðjan á móti meira magni en nokkru sinni fyrr, 62.600 tonnum, en í heildina tók Vinnslustöðin á móti tæpum 68.000 tonnum og er þá meðtalin sú loðna sem fór til frystingar. Meira
11. maí 1996 | Úr verinu | 325 orð

Skapar engin fordæmi fyrir framtíðina

"VIÐ teljum okkur ekki vera í stakk búna til þess að úthluta síldarkvótanum varanlega. Við erum aðeins að setja skilyrði fyrir veiðileyfunum til að hvert og einstakt skip fari ekki yfir tilgreint hámark. Það skapar ekki nein fordæmi fyrir varanlegri úthlutun kvóta síðar eða grundvöll fyrir veiðireynslu. Meira

Lesbók

11. maí 1996 | Menningarblað/Lesbók | 609 orð

Abstrakt í eina öld

ABSTRAKTLISTIN er harðgerð jurt. Í hartnær eina öld hefur hún lifað af jafnt fyrirlitningu sem oflof listunnenda og afborið efasemdir abstraktlistamanna sem hafa hvað eftir annað velt því fyrir sér hvort þeir ættu ekki að leggja stund á aðra listgrein. Meira
11. maí 1996 | Menningarblað/Lesbók | 1030 orð

Atvinnulíf og ekkert líf

Fyrir nokkrum árum var ég einhverju sinni sem oftar staddur þar hjá sem menn ræddu atvinnulíf þjóðarinnar yfir kaffibolla. Þar kom í umræðunum að mig langaði að láta mitt daufa ljós skína - sem reyndist eitt margra frumhlaupa minna í lífinu. Meira
11. maí 1996 | Menningarblað/Lesbók | 1008 orð

Á svarthvítum nótum

Píanóleikarinn Henri Sigfridsson fékk góða dóma fyrir frammistöðu sína með Sinfóníuhljómsveit Íslands nýverið. Orri Páll Ormarsson ræddi við þennan fingrafima Finna, sem er afar eftirsóttur um þessar mundir, og komst meðal annars að því að hann var liðtækur skákmaður á yngri árum. Meira
11. maí 1996 | Menningarblað/Lesbók | 673 orð

Bein Jónasar

HINN 31. maí árið 1845 var Jónas Hallgrímsson borinn til grafar í svonefndum Hjástoðarkirkjugarði í Kaupmannahöfn. Eitt hundrað og einu ári síðar voru meintar jarðneskar leifar þjóðskáldsins grafnar upp, fluttar til Íslands og jarðsettar hér. Meira
11. maí 1996 | Menningarblað/Lesbók | 63 orð

Draumur

Ég sit á pappírskassa í herbergi fátæktarinnar en hugur minn er hjá þér í höll hamingjunnar þar sem við sitjum þú og ég á fægðum silfurstólum. Þar spila ég á strengi ástarinnar hina fegurstu tónlist og tvær dúfur fljúga í kringum okkur. Allur heimurinn leggur við hlustir en ég stoppa vegna dúfudrits á nótnablaðinu. Meira
11. maí 1996 | Menningarblað/Lesbók | 286 orð

Draumvísa

Í3. tbl. Lesbókar, 20. jan. sl. er birt greinargott yfirlit um ævi og skáldskap Vatnsenda-Rósu, samantekið af Gísla Sigurðssyni. Við lestur þeirrar greinar rifjaðist upp fyrir mér vísa ein, sem ég lærði í æsku, en minnist ekki að hafa séð á prenti eða heyrt getið síðar. Amma mín og fóstra, Guðrún Jónsdóttir frá Hausastöðum á Álftanesi, húnvetnsk í föðurætt, f. Meira
11. maí 1996 | Menningarblað/Lesbók | 221 orð

Ein athyglisverðasta skáldsaga Finna á sænsku

"NORRÆNUM lesendum gefst bráðum kostur á að kynnast einni athyglisverðustu skáldsögu sem samin hefur verið á finnsku. Alastalon salissa eftir Volter Kilpi. Rithöfundurinn Thomas Warburton hefur nýlokið við að þýða bókina á sænsku og má telja þýðinguna, I salen på Alastalo, mikið afrek," segir í frétt frá finnska sendiráðinu. Meira
11. maí 1996 | Menningarblað/Lesbók | 85 orð

Ég hef leitað þín

Ég hef leitað svo lengi að þér og látlaust hugsað um eitt Að þú birtist og brosir við mér og biðjir ég elski þig heitt Og loksins þú lifnaðir svefninum af svo lognið og vindurinn urðu sem eittLíf mitt tók breytingum batnaðar tilog birtan hún vakti upp ástarþrá Hjartað sló hratt og veitti mér yl og hryggðin hún flutti burtu mér frá Nú lífsneistinn Meira
11. maí 1996 | Menningarblað/Lesbók | 793 orð

Frjálsar hendur

VORSÝNING Myndlista- og handíðaskóla Íslands verður opnuð í húsakynnum skólans í Laugarnesi (gamla Sláturfélagshúsinu) í dag kl. 14. Þar sýna útskriftarnemar lokaverkefni sín en á þessu vori verða 42 nemendur brautskráðir eftir þriggja ára nám við einhverja af sérdeildum skólans; fjöltækni, grafík, grafíska hönnun, leirlist, málun, skúlptúr eða textíl. Meira
11. maí 1996 | Menningarblað/Lesbók | 152 orð

Fræðslukvöld um Mexíkó

FÉLAG íslenskra háskólakvenna og Kvenstúdentafélag Íslands heldur nk. mánudagskvöld hátíðar- og fræðslukvöld um Mexíkó og mexíkanska menningu. Flutt verða 4 erindi um Mexíkó og jafnframt mun gestum boðið upp á mat til að bragðlaukarnir verði líka gladdir með góðgæti frá þessu hrífandi Mið-Ameríkulandi, sem æ fleiri Íslendingar heimsækja. Meira
11. maí 1996 | Menningarblað/Lesbók | 2523 orð

Getur spennusaga verið vísindagild sagnfræði?

Formálsorð: Greinin hér neðanvið er tilraun til þess að svara spurningu yfirskriftarinnar á hugmyndlegu sviði, en ekki á því sviði hugsunar eða athugunar þar sem við höldudm okkur jafnan vera að fást við "raunveruleika". Vafalaust er, að hugmynd markar stöðu okkar andspænis veruleika. Meira
11. maí 1996 | Menningarblað/Lesbók | -1 orð

Háleit nálægð

ÞAÐ er með nokkrum ólíkindum hve hinir svonefndu gullaldarmálarar hafa slegið í gegn á undanförnum árum og hve frægðin að utan hefur lyft undir þá í heimalandinu. Að vísu voru þeir mjög vel metnir af löndum sínum en í engum mæli miðað við það sem gerist í dag, einkum eftir hina frægu sýningu á Metropolitan-safninu í New York fyrir réttum tveimur árum. Meira
11. maí 1996 | Menningarblað/Lesbók | 125 orð

Hið heilaga aflanga fjall

Við hið heilaga aflanga fjall, þar sem húmsvalir vindar næða, vil ég sitja að sumbli einn, og við sjálfan mig ræða. Þegar kvöldið komið er kneifa ég vínið og bjórinn. Horfi á skipin við sker, þar skær er himinn og sjórinn. Ég bið þig almátki Ás, sem okkur af föður var sendur. Legðu yfir alla oss almátkar þínar hendur. Meira
11. maí 1996 | Menningarblað/Lesbók | 289 orð

Horft til beggja átta

ErkiTíð 96. Höfundar Kjartan Ólafsson, Hilmar Þórarðson og William Harper. Miðvikudagur 8. maí 1996. VEGNA slæmra móttökuskilyrða kom undirritaður 30 mínútum of seint til tónleikanna og missti því miður af tveimur af þrem höfundum kvöldsins, Kjartani Ólafssyni og Hilmari Þórðarsyni, Meira
11. maí 1996 | Menningarblað/Lesbók | 101 orð

Hrafnhildur og Halldór Árni sýna í Garðabæ

SÝNING á verkum Hrafnhildar Sigurðardóttur og Halldórs Árna Sveinssonar verður opnuð í dag, laugardag, í Sparisjóðnum í Garðabæ. Hrafnhildur sýnir verk unnin með sáldþrykki og eining aldagamalli japanskri litunaraðferð "shibori", en Halldór Árni sýnir landslags- og afstraktmyndir unnar í olíu og krít. Sýningin sem er sölusýning er opin á afgreiðslutíma sparisjóðsins til 31. Meira
11. maí 1996 | Menningarblað/Lesbók | 545 orð

"Hrjóstrugt og óraunverulegt góðgæti"

MYND Friðriks Þórs Friðrikssonar, "Á köldum klaka", sem sýnd hefur verið í nokkrum bandarískum borgum, hefur hlotið frábæra dóma kvikmyndagagnrýnenda, sem segja myndina óvenjulega og fyndna, tekna í hrjóstrugri en heillandi náttúru, sem leiki eitt stærsta hlutverkið í myndinni. Meira
11. maí 1996 | Menningarblað/Lesbók | 26 orð

Karlakór Keflavíkur í Ytri-Njarðvíkurkirkju

Karlakór Keflavíkur í Ytri-Njarðvíkurkirkju VORTÓNLEIKAR Karlakórs Keflavíkur verða í Ytri-Njarðvíkurkirkju sunnudaginn 12. maí kl. 20.30, þriðjudaginn 14. maí kl. 20.30 og fimmtudaginn 16. maí kl. 20.30. Meira
11. maí 1996 | Menningarblað/Lesbók | 67 orð

Kársneskórinn syngur í Borgarfirði

DRENGJAKÓR Kársnesskóla og Stúlknakór Kársnesskóla halda tónleika í Borgarneskirkju í dag, laugardag, kl. 17. Á efnisskrá eru íslensk og erlend sumarlög og sönglagasyrpur. Í kórunum eru um 80 krakkar á aldrinum 10-12 ára og syngja kórarnir saman og í hvor í sínu lagi. Ókeypis er á tónleikana. Á sunnudaginn syngja kórarnir í Reykholti kl. 14. Meira
11. maí 1996 | Menningarblað/Lesbók | 84 orð

Kennaratónleikar í Keflavík

KENNARAR við Tónlistarskólann í Keflavík hafa nokkrum sinnum haldið opinbera tónleika í sveitarfélaginu. Að þessu sinni verða tónleikar í Keflavíkurkirkju á sunnudag kl. 16. Aðgangur er ókeypis og öllum heimill. Meira
11. maí 1996 | Menningarblað/Lesbók | 791 orð

Kómedían er móðurmál mitt

LEIKHÚS er eitthvað sem maður býr til, ekki eitthvað sem maður sækir," segir finnsk-sænski leikhúsmaðurinn, Bengt Ahlfors, sem er höfundur söngleiksins Hamingjuránsins, sem verið er að sýna á smíðaverkstæði Þjóðleikhússins. Meira
11. maí 1996 | Menningarblað/Lesbók | -1 orð

Kvartettinn sem spilar Beethoven og Björk Af hverju ekki að spila bæði háklassík, samtímatónlist og hita upp fyrir Björk? Já, af

MICHAEL Thomas fiðluleikari, systir hans Jacqueline sellóleikari, Ian Belton fiðluleikari og Paul Cassidy lágfiðluleikari eru ung að árum, en samt heldur kvartettinn þeirra, Brodsky kvartettinn, upp á 25 ára afmæli á næsta ári. Þau byrjuðu nefnilega að spila saman þegar þau voru 11 og 12 ára í tónlistarskóla í Norður-austur-Englandi. Meira
11. maí 1996 | Menningarblað/Lesbók | 695 orð

Margbreytni metrans

ALLT ER afstætt. Upplifun og skilningur á tilverunni veltur á því frá hvaða stað og sjónarhorni, eða afstöðu, athugun er gerð, og jafnframt því hver athugandinn er. Á sama hátt getur einfalt og staðlað gildi, metrinn, tekið á sig margar myndir." Þetta eru eins konar einkunnarorð sýningar Rúríar í Gallerí Ingólfsstræti 8 sem nú stendur yfir og nefnist, Gildi II. Meira
11. maí 1996 | Menningarblað/Lesbók | 23 orð

Málverk að Ingólfsstræti 5

Málverk að Ingólfsstræti 5 SJÖFN Haraldsdóttir og Ingunn Eydal sýna málverk sýn í húsakynnum kosningaskrifstofu Guðrúnar Agnarsdóttur að Ingólfsstræti 5 um þessar mundir. Meira
11. maí 1996 | Menningarblað/Lesbók | 524 orð

MYNDLIST Kjarvalsstaðir Steina

Kjarvalsstaðir Steina Vasulka og Haraldur Jónsson sýna. - Kjarvalssýning fram á vor. Listasafn Sigurjóns Ólafssonar Portrettsýning til 19. maí. Listasafn Íslands Veggmyndir Kjarvals í Landsbankanum til 30. júní. Gerðarsafn Yfirlitssýn. á verkum Barböru Árnason til 9. júní. Meira
11. maí 1996 | Menningarblað/Lesbók | 879 orð

Nútíma barok

Seytjánda öldin var megin tímaskeið þess stíls, sem kallað er barok; sá stíll einkennist öðru fremur af efnismiklum íburði og naut sín bezt í stórbyggingum. Hann setti og setur enn mikilúðlegan auðlegðarsvip á helztu borgir Evrópu og einstakar byggingar þar þykja gersemar. Þær væru svo dýrar ef þær væru byggðar í nútíðinni, að enginn stjórnmálamaður mundi greiða því atkvæði sitt. Meira
11. maí 1996 | Menningarblað/Lesbók | 687 orð

Nýjungar eru tímaskekkja

HVAÐ skyldu nýlist og breskt nautakjöt eiga sameiginlegt? Samkvæmt Daða Guðbjörnssyni myndlistarmanni hefur hvort tveggja fráhrindandi áhrif á fólk. Nýlistin ku til að mynda vera að ganga að íslenskum myndlistarmarkaði dauðum. "Hún er sjálfhverf og óspennandi og höfðar ekki til almennings sem er fyrir vikið að missa áhuga á myndlist almennt. Meira
11. maí 1996 | Menningarblað/Lesbók | 92 orð

Orgelleikur og kórsöngur

ÞRIÐJU og síðustu nemendatónleikar Tónskóla þjóðkirkjunnar á þessu starfsári verða í dag, laugardag, kl. 17. Á þessum tónleikum verða orgelleikur og kórsöngur. Tónleikar þessir eru jafnframt skólaslit tónskólans. Einn nemandi, Guðmundur Sigurðsson, lýkur kantorsprófi nú í ár en auk þess hafa tveir nemendur lokið 8. stigs prófi í orgelleik. Meira
11. maí 1996 | Menningarblað/Lesbók | 62 orð

Otello aftur í Háskólabíói

EITT nafntogaðasta verk óperubókmenntanna, Otello eftir Giuseppe Verdi, verður á ný í brennidepli á tónleikum Sinfóníuhljómsveitar Íslands í Háskólabíói í dag kl. 17. Flytjendur með hljómsveitinni eru einsöngvararnir Kristján Jóhannsson, Lucia Mazzaria, Alan Titus, Antonio Marceno, Alina Dubik, Loftur Erlingsson, Jón Rúnar Arason, Meira
11. maí 1996 | Menningarblað/Lesbók | 617 orð

Seinastaförukonan

MARGIR telja, að Vigga á Norður-Hvoli hafi verið seinasta förukonan á Íslandi. Ég mun seint gleyma því, þegar ég sá hana í fyrsta sinn. Ég var að húsvitja í fyrsta sinn á Hvoli í Mýrdal hjá hjónunum Kristínu Friðriksdóttur og Kristjáni Bjarnasyni. Ég sat inni í stofu. Meira
11. maí 1996 | Menningarblað/Lesbók | 96 orð

Skæruliðinn Che Guevara

Uppskar örlög í rigningunni í ómerktri fjöldagröf: alpahúfan löngu fokin. Dreymnu augun voru orðin hörð, kjálkaskeggið grárysjótt: Þeygjandalegur einfari eftir sigurinn á Kúbu, þurfti verkefni er aftökunum linnti. Meira
11. maí 1996 | Menningarblað/Lesbók | 165 orð

Tímaritið Leikhúsmál komið út

ANNAÐ tölublað tímaritsins Leikhúsmál er komið út , en fyrsta tölublað kom út í október sl.. Fyrirhugað er að ritið komi út tvisvar á ári, að hausti og vori. Á árunum 1940-1950 stóð Haraldur Björnsson leikari einn að útgáfu tímarits sem hann kallaði Leikhúsmál. Þrettán árum síðar var gerð tilraun til að endurvekja Leikhúsmál í nýrri mynd. Meira
11. maí 1996 | Menningarblað/Lesbók | 52 orð

Tónlistarhátíð í Biskupstungum

REYKHOLTSDEILD Tónskóla Árnesinga verður slitið í dag, laugardag. Efnt verður til dagskrár í Aratungu. Hljóðfæraleikur og söngur verður frá kl. 14-17 og munu nýstofnaðir drengja- og stúlknakórar syngja. Þetta verður í fyrsta sinn sem þessir tveir kórar koma fram. Þá mun Barnakór Biskupstungna syngja nokkur lög. Aðgangur er ókeypis. Meira
11. maí 1996 | Menningarblað/Lesbók | 1017 orð

Tónskáldin tala

Composers' Letters.Lesið úr bréfum Händels, Bachs, Glucks, Haydns, Mozart, Beethovens, Schuberts, Berliozs, Mendelssohns, Schumanns, Wagners, Verdis, Brahmss, Tsjækovskíjs, Dvóráks, Elgars, Puccinis, Debussys, Deliuss, Saties, Holsts, Stravinskys og Mahlers. Upplestur: Jeremy Nicholas, Daniel Philpott, Edward de Souza o. fl. Tónlist eftir áðurtalin tónskáld. Naxos AudioBooks NA203012. Meira
11. maí 1996 | Menningarblað/Lesbók | 144 orð

Um eilífð daganna

á jörðina féllu táknrænar setningar um upphaf af mælsku daganna hóf orðið innrás á skáldið með draumkenndum kafbátaaugum gaufaði maðurinn inn undir æðaveggi sína og leitaði skýringa fáfræðin vegsamaði mannvitið á öld heimskunnar einsemdir hófu að elskast með hjálp tölvutækni af þeim fæddust síðan Meira
11. maí 1996 | Menningarblað/Lesbók | 157 orð

Vordagur

Hve skín, þar sem spornarðu flugstígu himna, þitt fax, ó fákur, sem glóbjartur dregur hið lýsandi hjól! æ hærra þú stefnir, unz allt það sem örbjarga kól er umvafið hlýju frá geislum hins vorlanga dags. Meira
11. maí 1996 | Menningarblað/Lesbók | 1113 orð

Willi M¨unzenberg og sögufalsanir á 20. öld. II. Goðsögnin um Sacco og Vanzetti

Eftir fyrri heimsstyrjöld voru Bandaríki Norður-Ameríku auðugasta ríki veraldar og á þriðja áratugnum jókst framleiðsla og þjóðarauður. Viðhorf alls þorra íbúanna var mótað af hugmyndum um þau "gullnu tækifæri hvers og eins", ameríska draumnum og frumkvæði einstaklingsins. Land tækifæranna var lifandi hugmynd meðal öreiganna í stríðshrjáðri Evrópu. Meira
11. maí 1996 | Menningarblað/Lesbók | 923 orð

Þessi magnaða lykt og þetta undarlega bragð

SEGJA MÁ að Birgir Andrésson hafi fyrst kvatt sér hljóðs í íslenskum listheimi þegar hann árið 1976 hélt sýningu í Gallerí SÚM í leyfisleysi ásamt kennara sínum úr Myndlistar- og handíðaskólanum (MHÍ), Magnúsi Pálssyni, sem hann segir að hafi tekið sig og skólabræður sína, Bjarna H. Meira
11. maí 1996 | Menningarblað/Lesbók | 2808 orð

Þróun lofthernaðar

Um þessar mundir eru liðin 5 ár frá því að Fjölþjóðaherinn hóf árásir sínar gegn Írökum fyrir botni Persaflóans. 31 þjóð sameinaðist í því að hrekja Íraka frá Kúvæt sem þeir höfðu hernumið nokkrum mánuðum áður. Áður en landherinn hrakti Íraka í burtu höfðu þeir mátt þola linnulausar loftárásir allan sólarhringinn í um sex vikur. Meira
11. maí 1996 | Menningarblað/Lesbók | 524 orð

Örlítill þakklætisvottur

TRÍÓ Reykjavíkur heldur tónleika í Hafnarborg, menningar- og listastofnun Hafnarfjarðar, annað kvöld kl. 20. Eru þetta síðustu tónleikar vetrarins í tónleikaröð tríósins og Hafnarborgar en á efnisskrá verða tríó í c-moll eftir Beethoven og tríó í a-moll eftir Tsjajkovskíj, auk þess sem frumflutt verður nýtt tríó eftir Jónas Tómasson, Í kyrrð norðursins. Meira
11. maí 1996 | Menningarblað/Lesbók | -1 orð

(fyrirsögn vantar)

BANDARÍSK kvikmynd, sem fjallar um eldlegan áhuga fiðluleikarans Itzhaks Perlmans á hefðbundinni gyðingatónlist, hvort heldur hún er leikin á götum Krakow í Póllandi eða neðarlega á austurhlið Manhattan í New York, fékk helstu viðurkenninguna á kvikmynda- og sjónvarpshátíð í Montreaux í Sviss. Meira
11. maí 1996 | Menningarblað/Lesbók | 60 orð

(fyrirsögn vantar)

VERK eftir expressjónistana Willem de Kooning og Jackson Pollock seldust fyrir háar upphæðir á málverkauppboði Christie's í New York í vikunni. Seldist verk de Koonings, "Póstkassi" fyrir tæpar 250 milljónir ísl. kr., en gert hafði verið ráð fyrir að um 165 milljónir fengjust fyrir myndina. Meira
11. maí 1996 | Menningarblað/Lesbók | 84 orð

(fyrirsögn vantar)

Skápa, borð, stóla, hægindi sófa, bókahillur og alls kyns húsgögn skal bera inn í autt herbergi flytja til, setja hvað undir annað, þrýsta saman, setja upp á rönd, hrúga saman, raða upp, stafla upp í skáphæð alveg að dyrunum, loka dyrunum. Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.