Höskuldur Jónsson: Fjarstæða að þýskur bjór verði ekki fáanlegur Þýskir bjórframleiðendur kvarta undan fordómum í sinn garð "ÞÝSKIR bjórframleiðendur voru með í útboði ÁTVR fyrir þær bjórtegundir sem verða í öllum verslunum okkar, en buðu ekki nægilega...

Höskuldur Jónsson: Fjarstæða að þýskur bjór verði ekki fáanlegur Þýskir bjórframleiðendur kvarta undan fordómum í sinn garð "ÞÝSKIR bjórframleiðendur voru með í útboði ÁTVR fyrir þær bjórtegundir sem verða í öllum verslunum okkar, en buðu ekki nægilega vel. Það er fjarstæða að þýskur bjór verði ekki fáanlegur hér á landi. Við munum bjóða hann í sérverslun okkar á Stuðlahálsi og mér er kunnugt um að nokkur veitingahús munu sérpanta þýskan bjór," sagði Höskuldur Jónsson forstjóri ÁTVR, spurður um kvörtun sem þýskir bjórframleiðendur hafa sent landbúnaðarráðuneyti VÞýskalands. Þeir telja sig verða fyrir fordómum hér á landi.

"Samband þýskra bjórframleiðenda hefur sent þýska landbúnaðarráðuneytinu bréf og kvartar undan að verið sé að gera þeim óeðlilega erfitt að starfa á íslenskum markaði með innkaupatakmörkunum ÁTVR," segir Vilhjálmur Egilsson framkvæmdastjóri Verslunarráðs Íslands. VÍ hefur ennfremur borist fyrirspurn frá einstökum þýskum bjórframleiðanda um hvort reglur um verðlagningu bjórsins séu í samræmi við samninga EFTA og EB, sem Íslendingar eiga aðild að. Gert er ráð fyrir að erlendur bjór verði um 30% dýrari í útsölu en innlendur. VÍ hefur ritað fjármálaráðuneytinu bréf vegna málsins og beðið um rökstuðning fyrir því, að þetta sé í samræmi við samninga. Sigurgeir Jónsson ráðuneytisstjóri fjármálaráðuneytis segist hafa heyrt af þessu bréfi, en ráðuneytið hafi ekki enn fengið það í hendur. Því sé ekkert hægt að segja um málið ennþá.

"Það er athyglisvert að þessi kvörtun berst sömu aðilum og við erum að snúa okkur til í hvalamálinu. Þeir eru með í annarri hendinni kvörtun frá okkur vegna fordóma Grænfriðunga í okkar garð vegna hvalamála og í hinni hendinni kvörtun frá þýskum bjórfram leiðendum vegna fordóma okkar gagnvart þýskum bjór," sagði Vilhjálmur.

Höskuldur sagði að í sérverslun ÁTVR verði í fyrsta lagi allar tegundir sem fáanlegar verða í verslunum ÁTVR, síðan verði fáanlegar fleiri tegundir og það eitt vitað um hverjar þær verða, að byrjað verði á dökkum bjór, svonefndum "stout" bjór. Síðan á að taka þar til sölu fleiri tegundir af ljósum bjór og við það miðað að fá sem fjölbreytileg ast úrval. Því verði leitast við að bjóða bjórtegundir frá sem flestum löndum, þar á meðal frá V-Þýska landi, Belgíu og Tékkóslóvakíu.